Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 12. desember 2005 3 Hvað fær okkur til að finnast hlutir hengdir upp á réttan hátt? Sumir segja það ómeðvitaðan hæfileika okkar að beita reglu gullinsniðsins, sem rædd er í skáldsögunni Da Vinci lykillinn og er talin koma ítrekað fyrir í náttúrunni. Það má vel vera að sumir lista- menn hafi fylgt reglunni ómeðvitað en hún hefur einnig verið notuð meðvitað til að ná fram ákjósanlegri samsetningu fyrir málverk eða sam- hverfu í byggingarlist. Í eina tíð var reglan talin guðdómleg og ekki mátti brjóta gegn henni án þess að verk missti fagurfræðilegt gildi. Til eru innanhússhönnuðir sem vilja láta gullinsniðið ákvarða innrét- tingar húsa, sérstaklega við uppstil- lingu innanstokksmuna. Til dæmis á ekki hengja málverk á miðjan vegg, frekar eilítið til hliðar. Sé maður í vafa má reikna út hvar á að negla. Út kemur talan 1,618 ef maður notar reglu gullinsniðs. Engu máli skiptir hversu veggurinn er stór. Reiknire- glan er um hlutföll hliðarlengda í rétthyrningi, veggsins í þessu tilfelli. Formúlan er 1/2 + ?(5)/2 : 1, en það er u.þ.b. 1,618. Stærðfræði verður því aðferð til að reikna út „fegurð“. Í ljós hefur komið að margt sem talið var í hlutföllum gullin- sniðs reyndist ekki vera svo við nánari mælingar, eins og forngríska byggingin Parþenon. Þrátt fyrir fullyrðingar um annað er margt í náttúrunni ekki gullinsnið. Leonardo da Vinci teiknaði hins vegar myndir af mannslíkamanum í gullinsniði. Í raun eru mörg hlutföll í líkamanum langt frá því og hlutföll einstaklinga eru mjög mismunandi. Þetta snið er því hvorki meðfæddur smekkur né náttúrulögmál. Nú er aftur á móti kominn tími til að hengja jólakransinn á útihurðina. En hvernig? Hvort sem ákveðið er að nota Feng Shui, gullinsnið eða aðra aðferð, þá get ég sannað fyrir ykkur að þið munuð alltaf hengja hann í andlitshæð sama hvar þið setjið hann á hurðina. Það eru 100% líkur á að til sé andlit – einhvers (kannski hundsins á heimilinu) sem er í sömu hæð og kransinn. Ráð vikunnar: Munið að stærð- fræði er hugvísindi. Stærðfræðileg „henging“ Margir lýsa upp garða og gangstíga með útikertum yfir hátíðarnar. Fallegt útikerti fyrir framan húsið lýsir upp nánasta umhverfi og veitir því jólalegan blæ. Útikertin eru jafn mörg og þau eru breytileg og má fá þau í kerum, í skreyttum stjökum eða sem falleg standljós sem má stinga ofan í jörð. Kertaglaðir ættu þó að hafa í huga að hafa kertin á öruggum stað. Passa að þau séu í hæfilegri fjarlægð frá húsi, gróðri og öðru sem gæti kviknað í. Einnig skal passa að kertunum sé ekki raðað of innarlega á göngustíga þar sem eldurinn gæti auðveldlega teygt sig í flíkur barna og annarra vegfarenda. Snjói eða rigni ofan í bráðið vaxið getur vatnið sem þar safnast náð ótrúlegum hita. Þegar vatnsdropinn ryður sér leið upp á yfirborð vaxins getur hann sprungið og sjóðheitt vatn bland- að vaxi spýtist í allar áttir. Þetta á líka við þegar kertavaxið þornar blandað vatni. Aldrei er of varlega farið og óþarfi að valda stórskaða af einu litlu kerti sem boða á gleði og frið. Örugg meðferð á útikertum Allar dúnsængur og dúnkoddar frá Gæði & Mýkt eru merktar og viðurkenndar af danska astma og ofnæmisfélaginu. Flestar dúnsængur frá Gæði & Mýkt eru með 15 ára ábyrgð. Dúnsængur og dúnkoddar frá Gæði & Mýkt má þvo. Allar dúnsængur og dúnkoddar frá Gæði & Mýkt eru með dún og fiðurheldu bómullaráklæði. Opnunartími: Virka daga 11-18 • Fimmtudaga 11-21 • Laugardaga 13-16 Grensásvegur 12, sími 568 1919 - í svefninn þinn Aloe Vera gæsdúnsæng 135x205 kr. 18.900- Aloe Vera gæsdúnkoddi 50x70 kr. 7.900- Frábært jólatilboð SKIPHOLTI 21 (NÓATÚNSMEGIN) SÍMI 561 0847 TEXTÍLGALLERY Útikerti við útidyrahurðina taka með hlýju á móti gestum og gangandi en varúð skal ætíð höfð í nærveru elds. RÁÐ frá Rakel RAKEL ÁRNADÓTTIR FJALLAR UM GULLINSNIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.