Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 80
12. desember 2005 MÁNUDAGUR44
FÓTBOLTI Sænski þjálfarinn Sven-
Göran Eriksson, landsliðsþjálfari
Englands, hefur tekið upp hansk-
ann fyrir Sir Alex Ferguson,
stjóra Man. Utd, sem á vægt til
orða tekið undir högg að sækja
þessa dagana og þrátt fyrir það
hefur enginn rétt honum hjálpar-
hönd fyrr en nú.
„Það er ekki rétt að gagnrýna
Ferguson því hann hefur gert
ótrúlega hluti með United. Hann
hefur verið frábær. United er að
keppa á toppnum á hverju einasta
ári en algengt er að lið taki dýfur
við og við en það hefur ekki gerst
undir hans stjórn. United mun
koma sterkt til baka sem og Ferg-
uson. Ég er ekki í nokkrum vafa
um það,“ sagði Eriksson en Unit-
ed mun ekki leika í Evrópukeppni
eftir áramót í fyrsta sinn í níu ár
eftir tapið háðulega í Portúgal
gegn Benfica.
Ekki nóg með að United skyldi
tapa í Lissabon heldur varð tapið
þess valdandi að liðið lenti í neðsta
sæti síns riðils og komst þar með
ekki einu sinni í UEFA-keppnina.
- hbg
Sven-Göran Eriksson styður Alex Ferguson:
Hann mun rífa liðið
upp aftur
SVEN-GÖRAN ERIKSSON Er fyrstur allra þjálfara til þess að styðja við bakið á Ferguson.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMGAES
DHL-deild karla:
ÞÓR AK.-ÍBV 21-27
Mörk Þórs: Rúnar Sigtryggsson 6, Arnór Þór Gunn-
arsso 5, Aigars Lazdins 2, Heiðar Þór Aðalsteins-
son 2, Guðmundur Traustason 2, Sindri Viðarsson
1, Atli Ingólfsson 1, Sindri Haraldsson 1.
Varin skot: Shota Tevadze 14.
Mörk ÍBV: Mladen Cacic 12, Ólafur Víðir Ólafsson
9, Sigurður Bragason 2, Svavar Vignisson 2, Micahl
Dostalik 2.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 24.
STAÐAN:
VALUR 13 10 1 2 407:362 21
FRAM 13 9 2 2 365:343 20
FYLKIR 13 7 2 4 356:327 16
HAUKAR 10 7 1 2 293:267 15
KA 12 6 3 3 324:316 15
STJARNAN 12 5 3 4 337:321 13
AFTURELDING 13 5 2 6 328:336 12
ÍR 12 5 1 6 396:379 11
ÍBV 13 5 1 7 383:418 11
HK 12 4 2 6 337:342 10
FH 12 4 1 7 343:339 9
ÞÓR A. 13 3 3 7 358:383 9
SELFOSS 13 3 1 9 358:406 7
VÍK/FJÖL 13 2 1 10 350:396 5
Enska úrvalsdeildin:
MAN. UTD-EVERTON 1-1
0-1 James McFadden (8.), 1-1 Ryan Giggs (15.).
STAÐAN:
CHELSEA 16 14 1 1 35:7 43
LIVERPOOL 15 9 4 2 20:8 31
MAN.UTD. 15 9 4 2 25:14 31
TOTTENHAM 15 7 6 2 19:12 27
BOLTON 15 8 3 4 18:14 27
ARSENAL 15 8 2 5 22:13 26
WIGAN 15 8 1 6 16:14 25
MAN.CITY 16 7 3 6 20:16 24
WEST HAM 15 6 4 5 21:17 22
NEWCASTLE 16 6 4 6 14:15 22
CHARLTON 15 7 1 7 21:23 22
BLACKBURN 16 6 3 7 18:22 21
MIDDLESBRO 16 5 4 7 20:23 19
ASTON VILLA 16 4 5 7 16:24 17
EVERTON 15 5 2 8 8:17 17
FULHAM 16 4 4 8 16:21 16
W.B.A. 16 4 4 8 17:24 16
BIRMINGHAM 15 3 3 9 10:19 12
PORTSMOUTH 15 2 4 9 11:23 10
SUNDERLAND 17 1 2 14 14:35 5
Skandínavíudeildin:
START-VALERENGA 3-3
Jóhannes Harðarsson lék allan leikinn fyrir Start
en Árni Gautur Arason var ekki í leikmannahópi
Valerenga.
IFK GÖTEBORG-LYN 1-3
Stefán Gíslason skoraði eitt marka Lyn.
Ítalska úrvalsdeildin:
ROMA-PALERMO 1-2
Cassano - Barone, Caracciolo.
ASCOLI-REGGINA 1-1
JUVENTUS-CAGLIARI 4-0
Trezeguet 2, Nedved, Vignati (sjm).
LIVORNO-LAZIO 2-1
MESSINA-CHIEVO 2-0
PARMA-SAMPDORIA 1-1
UDINESE-LECCE 1-2
Spænska úrvalsdeildin:
ATLETICO MADRID-ALAVES 1-1
DEPORTIVO-CADIZ 1-0
GETAFE-RACING 1-2
OSASUNA-MALLORCA 1-0
REAL BETIS-ESPANYOL 0-0
ZARAGOZA-CELTA DE VIGO 1-0
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
HANDBOLTI Ólafur Stefánsson og
félagar í Ciudad Real tryggðu sér
sæti í átta liða úrslitum meistara-
deildar Evrópu í gær með öruggum
sigri á Pick Szeged, 36-27. Ciudad
vann fyrri leikinn með einu marki
og komst því örugglega áfram.
Skjern komst áfram í Evrópu-
keppni bikarhafa með sigri gegn
Wisla Plock, 30-26. Vignir Svav-
arsson skoraði fjögur mörk fyrir
Skjern og Jón Þorbjörn Jóhannes-
son tvö.
Lemgo kláraði síðan Cakovec
frá Króatíu örugglega, 32-24, en
Lemgo vann einnig fyrri leikinn,
41-25. Hvorki Logi Geirsson né
Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu
fyrir Lemgo.
Evrópukeppnin í handbolta:
Ciudad, Skjern
og Lemgo áfram
ÓLAFUR STEFÁNSSON Kominn í átta liða
úrslit í meistaradeildinni með Ciudad Real.