Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 6
FÆR MIKLA ATHYGLI Unnur Birna gefur aðdáendum sínum eiginhandaráritanir á blaðamannafundi í Sanya í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ARFTAKI HARRY POTTER? „Hrein skemmtun, stanslaust fjör.“ – The Times Spielberg kvikmyndar ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - V ER 3 03 72 1 1/ 20 05 – amazon.com FEGURÐARSAMKEPPNI „Þetta var alveg ólýsanlegt,“ segir Unnur Birna, sem var enn í skýjunum þegar Fréttablaðið hafði samband við hana í gær. „Þegar ég var komin í sex stúlkna úrslit var ég voðalega hissa og átti alls ekki von á meiru. Svo var búið að tilkynna annað og þriðja sætið og þá var ég eiginlega bara búin að gleyma þessu. Svo bergmálaði „Iceland“ um salinn og ég gjörsamlega missti andlitið,“ segir Unnur Birna og bætir því við að það sem við hafi tekið sé í hálfgerðri móðu. „Ég man varla eftir því að hafa staðið þarna og veifað. Eftir krýninguna tóku við myndatökur á sviðinu og svo dreif öryggisgæslan mig út í limósínu og ók mér upp á hótel. Þar var haldið sérstakt krýningarball með öllum stelpunum og fjölskyldum þeirra. Ég fékk að skreppa aðeins upp á herbergi til þess að átta mig og sat þar bara ein og hló. Í dag er ég líka búin að standa mig að því að skella upp úr annað slagið. Ég er ekki enn búin að ná þessu,“ segir Unnur Birna og bætir því við að það sé undarleg tilfinning að vera allt í einu orðin hálfgerð stjarna. „Það er gífur- legur áhugi á keppninni hérna í Asíu og ég á erfitt með að átta mig á öllu umstanginu. Ég fór á tvo blaðamannafundi í morgun og þangað var mér fylgt af fimm líf- vörðum. Mér finnst þetta eitthvað svo fjarstæðukennt og átta mig ekki ennþá á því hvað þetta er allt saman stórt.“ Móðir Unnar Birnu, Unnur Steinsson, fylgdist með keppninni og Unnur Birna er ekki í nokkrum vafa um að amma hennar heitin, Jórunn Karlsdóttir, hafi einnig verið á svæðinu. „Kjóllinn sem ég klæddist í keppninni var upphaf- lega hannaður af ömmu og bæði mamma og ég höfum líka komið að saumaskapnum. Mér þótti ákaf- lega gaman að geta verið í þess- um kjól og ég er viss um að amma var með mér þarna í gær. Ég fann virkilega fyrir henni. Það var svo góður andi yfir öllu og ég var alveg róleg,“ segir Unnur Birna. Fram undan eru spennandi tímar hjá Unni Birnu og í kjöl- far keppninnar bíða hennar ýmis verkefni. „Við höfum ekki enn haft tíma til að setjast niður og fara í gegnum þetta en ég veit að það verður farið í svakalegan túr um heiminn. Ég mun heimsækja allar heimsálfurnar og kem ábyggilega til svona 100 borga. Keppnin geng- ur fyrst og fremst út á góðgerða- starf og næsta árið verður það mitt hlutverk að safna peningum til góðgerðamála víða um heim,“ segir Unnur Birna, sem ætlar þó ekki að láta keppnina hafa áhrif á öll framtíðarplön sín og stefnir á að halda áfram námi sínu í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. „Miss World-samtökin hvetja mig til þess að halda áfram námi og borga til að mynda öll skólagjöld fyrir mig. Ég ætla því að reyna að sinna skól- anum eitthvað þótt það verði ef til vill ekki af fullum krafti.“ Unnur Birna verður í Kína fram á þriðjudagskvöld en þá fer hún til London þar sem hún mun dvelja í nokkra daga. „Ég veit ekki alveg hvenær ég kem heim en það er búið að lofa mér að ég fái að komast heim yfir jólin og áramótin. Þetta er búin að vera hörkuvinna bæði líkamlega og andlega og ég hlakka til að slappa af í faðmi fjölskyldunnar,“ segir Unnur Birna um leið og hún send- ir kveðju til Íslands og þakkar fyrir allan stuðninginn sem henni hefur verið sýndur. thorgunnur@frettabladid.is Fann fyrir nærveru ömmu Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, nýkjörin Ungfrú heimur, er enn að átta sig á sigrinum en hlakkar til að takast á við verkefnin sem fylgja titlinum. Fram und- an eru spennandi tímar með ferðalögum um allan heim. Landi og þjóð til sóma Þegar ljós urðu úrslit í keppninni Ungfrú heimur sendu forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff nýkrýndri fegurðardrott- ingu eftirfarandi heillaóskir: „Ungfrú heimur, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, Sanya, Kína. Við óskum þér til ham- ingju með glæsilegan árangur. Þú ert landi og þjóð til sóma. Heillaóskir til fjölskyldunnar.“ 6 12. desember 2005 MÁNUDAGUR ALÞINGI Þak sem sett var á fæð- ingarorlofsgreiðslur veldur því að útgjöld fæðingarorlofssjóðs voru 25 milljónum króna lægri fyrstu níu mánuði ársins en ráð var fyrir gert. Eftir breytingu geta greiðsl- ur ekki orðið hærri en sem nemur 80 prósentum af 600 þúsund króna mánaðartekjum. Í svari Árna Magnússonar félags- málaráðherra til Jóhönnu Sigurðar- dóttur þingmanns Samfylkingar í umræðum á alþingi á föstudag kom fram að 81 foreldri hafi fyrstu níu mánuði ársins verið yfir hámark- inu. Hann sagði félagsmálaráðu- neytið áætla að útgjöld sjóðsins á árinu yrðu mjög nálægt útgjöld- um sjóðsins í fyrra, eða um 6,2 milljarðar króna. Hann sagði þó ljóst að áhrif breytinganna sem urðu um áramót á úthlutunarregl- unum myndu ekki að fullu koma fram í útgjöldum sjóðsins fyrr en á næsta ári. Annað sem breyttist er að nú er miðað við tekjur fólks síðustu 24 mánuðina áður en að orlofstöku kemur, í stað 12 mánuða áður. Árni segir breytinguna minnka útgjöld sjóðsins um 3 til 4,5 prósent. „Það hefur aldrei verið markmið laganna að bæta foreldrum þær tekjur sem þeir hugsanlega hefðu getað aflað hefðu þeir ekki eign- ast barn og því haldið áfram á vinnumarkaði,“ áréttaði hann. - óká Hálfur þriðji tugur milljóna króna sparaðist: Tekjuháir fá minna ÁRNI MAGNÚSSON Ráðherra segir frekari skoðunar þörf á því hvort til greina komi að breyta lögum á þann veg að fæðingarorlof skerði ekki rétt til umönnunar- og lífeyrisgreiðslna. KJÖRKASSINN Gætir þú hugsað þér að kaupa rafmagn af Símanum? Já 35% Nei 65% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á Árni Magnússon félagsmála- ráðherra að segja af sér? Segðu skoðun þína á Vísir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.