Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 70
Eigendur Frú fiðrildis og Pjúra héldu jólakvöld á fimmtudaginn þar sem í boði var rauðvín og piparkökur ásamt dýrindis jóla- legum harmonikkuleik. „Við höld- um alltaf dömukvöld reglulega en í þetta sinn var það jólakvöld þar sem bæði kyn voru velkom- in,“ segir Ingibjörg Grétarsdóttir eigandi Frúar fiðrildis en versl- unin á einmitt eins árs afmæli um þessar mundir og því gott tilefni til að fagna. Hún segir jafnframt að stemningin hafi verið öðruvísi en á hinum reglulegu dömukvöld- um. „Á þeim kvöldum bjóðum við dömurnar velkomnar og á boðstól- um er eitthvað gott eins og jarð- arberjafreyðivín, ostapinnar eða jarðarber með súkkulaði. Þetta gerum við þegar útsala er að byrja eða eitthvað sérstakt er í gangi. Það er voðalega næs að hittast svona á kvöldin og viðskiptavin- irnir kunna því vel að eiga þess kost að skoða útsöluvörur í róleg- heitum með vínglas í hönd.“ „Þetta er líklega stærsta hlut- verk mitt hingað til,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona, sem brátt mun stíga á svið á Akureyri sem Auður í Litlu hryllingsbúð- inni. „Það eru átta leikarar í sýn- ingunni. Andrea Gylfadóttir leik- ur plöntuna og Jóhannes Haukur og Guðjón Davíð (Jói og Gói) leika tannlækninn og Baldur, eiganda plöntunnar. Og svo eru þrjú kven- hlutverk sem virka eins og grísk- ur kór, en hann manna Álfrún Örn- ólfsdóttir og Esther Talía Casey. Og til viðbótar er einn maður sem stjórnar plöntunni.“ Flestir þekkja söguþráð söng- leiksins, en færri vita kannski hver hin raunverulega merking þess er. „Litla hryllingsbúðin er ádeila á kapítalískt þjóðfélag þar sem græðgin étur allt og alla. Plantan er holdgervingur græðginnar. Það er skemmtilegt við söngleikja- formið að það er hægt að koma ádeilu til skila án þess að verkið verði í predikunartóni. Það á við um Túskildingsóperu Brechts og Weill og það á líka við um þetta verk.“ En hvað hefur Vigdís verið að gera hingað til? „Ég hef verið að leika í Þjóð- leikhúsinu síðan ég útskrifaðist úr leiklistarskólanum fyrir þremur árum. Síðasta vetur lék ég í Mýr- arljósi, Norðri og Edith Piaf. En það er líka fínt að prófa eitthvað nýtt.“ Þegar hún svarar í símann er hún að vaska upp og ganga frá eftir skírn, en dóttir hennar var skírð Úlfhildur Ragna daginn áður. „Hún er skírð Ragna í höfuð- ið á móður minni.“ „Ég þekki lögin vel því að pabbi setti verkið upp fyrir 20 árum í Gamla bíói og ég sá það alloft þá.“ Faðir Vigdísar er Páll Baldvin Bald- vinsson, menningarritstjóri DV. Vigdís hefur verið í barns- burðarleyfi í haust, en hún bjó á Seyðisfirði í sumar. „Seyðisfjörð- ur er frábær bær og það er ótrú- lega mikið um að vera þar. Ég vann í indverskri búð sem nefnist Draumhús og selur allt frá skart- gripum upp í húsgögn.“ Nú er hún að búa sig undir að flytja norður ásamt fjölskyldunni, en maður hennar er Örn Úlfar Höskuldsson þýðandi. „Hann verður í feðraor- lofi fyrstu tvo mánuðina, en kost- urinn við vinnu hans er að hann getur unnið hana hvar sem er.“ Annars leggjast flutningarnir vel í Vigdísi. „Ég hlakka til að fara norður og komast á skíði.“ Átta leikarar og planta VIGDÍS HREFNA PÁLSDÓTTIR PJÚRA Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir og Íris Eggertsdóttir voru á jólakvöldinu. Verslað með vínglas í hönd KÁTAR Elín Gunnarsdóttir, Sigrún Kristín og Alexandra Jóný voru kátar í veislunni. KÓSÍ Grétar Kjartansson og Steinunn Þor- steinsdóttir með jólarauðvín í hönd. JÓLAKVÖLD Ingibjörg Grétarsdóttir og Helga Hjálmtýsdóttir áttu góðar stundir á jólakvöldinu. Söngleikurinn Litla hryllingsbúðin var fyrst settur upp í London árið 1983 og færðist bráðlega yfir á Broadway. Hér var hann frumsýndur í janúar árið 1985 í Gamla bíói en umsjón- armenn og leikstjórar voru Sigurjón Sighvatsson og Páll Baldvin Bald- vinsson. Verkið naut fádæma vin- sælda og sáu yfir 50.000 manns það. Leikfélag Reykjavíkur setti það upp árið 1999, og verður það sett upp í þriðja sinn hérlendis á næsta ári af Leikfélagi Akureyrar. Einnig hafa áhugamannaleikfélög í Garðabæ og Mosfellsbæ sett verkið upp. Söng- leikurinn er byggður á hryllingsmynd eftir Roger Corman frá 1960, sem var tekin á aðeins tveimur dögum, og fór Jack Nicholson með hlutverk sjúk- lingsins með sjálfspyntingarhvötina. Hryllingsbúðin var endurgerð sem kvikmynd árið 1986 með þeim Rick Moranis, Ellen Greene, Steve Martin og Bill Murray. Leikendur í íslensku uppsetningunum eru eftirfarandi: 1985 Leikhópurinn Hitt Baldur: Leifur Hauksson. Auður: Edda Heiðrún Bachman. Rödd Auðar II (plöntunnar): Björgvin Halldórsson. Tannlæknir- inn: Þórhallur Sigurðsson (Laddi) 1999 Leikfélag Reykjavíkur Baldur: Valur Freyr Einarsson. Auður: Þórunn Lárusdóttir. Rödd Auðar II: Bubbi Morthens. Tannlæknirinn: Stefan Karl Stef- ánsson 2006 Leikfélag Akureyrar Baldur: Jóhannes Haukur Jóhannes- son (Jói). Auður: Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Rödd Auðar II: Andrea Gylfadóttir. Tannlæknirinn: Guðjón Davíð. Stjörnum prýdd plöntusýning NÓG ÚRVAL Það sakaði ekki að hafa eitt rauðvínsglas við hendina þegar úrvalið var skoðað. RÉTTA STEMNINGIN Harmónikkurnar voru dregnar fram til að skapa rétta andrúmsloftið í Frú Fiðrildi og Pjúra. 12. desember 2005 MÁNUDAGUR34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.