Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 63
MÁNUDAGUR 12. desember 2005 27 „Lífið sjálft er kraftaverk en það er margt sem þarf að takast á við og til þess þarf maður að koma sér upp safni af góðum venjum og samskiptaleikni. Til þess þarf gott sjálfstraust sem er kjarninn í okkar fræðum,“ segir sálfræð- ingurinn Jóhann Ingi Gunnarsson sem nýlega gaf út bókina Með lífið að láni, ásamt samstarfsfélaga sínum til margra ára, Sæmundi Hafsteinssyni. Jóhann og Sæmundur hafa lengi staðið fyrir námskeiðum í lífsleikni og öllu sem því tilheyrir og vaknaði hjá þeim sú hugmynd að setja hugmyndir þeirra niður á blað. Vildu þeir skrifa nokkurs konar leiðarvísi þar sem fólk gæti gripið hvar sem er inn í bókina og fengið þar bæði sjálfstyrkingu og hvatningu til góðra verka. „Okkur fannst spennandi að koma fyrir í einni bók ansi mörgu frá vöggu til grafar en fjalla ekki bara um einn flokk. Fólk vantar að hafa bók þar sem það getur flett upp ansi mörgu, allt frá barnauppeldi, sambúð og hjónabandi til gullnu áranna.“ Þeir félagar vildu hafa bókina á mannamáli, einfalda í uppsetn- ingu með stuttum texta. Áður hafa Jóhann og Sæmund- ur gefið út bækurnar Sjálfsstjórn og heilsa, Lengi muna börnin og Lífsleikni: sjálfstraust, sjálfsagi og samkennd, handbók fyrir kennara og foreldra. Með leiðarvísi að lífinu LÍFIÐ AÐ LÁNI Bókin á að þjóna sem leiðarvísir sem hægt er að grípa í á öllum aldri til að fá svör við algengum spurning- um um lífið. SÁLFRÆÐINGAR Jóhann Ingi og Sæmundur hafa starfað saman í ríflega tuttugu ár og haldið vinsæl námskeið. SPÝR ELDI Indverskir þjóðdansarar dansa Diddhi Dhamal-dansinn á menningarhátíð í Allahabad á Indlandi. AP/REUTERS FÆDDUST ÞENNAN DAG 1915 Frank Sinatra söngvari. 1884 Örn Arnarson (Magnús Stefánsson) skáld. 1863 Edward Munch list- málari. 1821 Gustave Flaubert rithöfundur. 1711 Skúli Magnússon landfógeti. Systurnar Magdalena Ósk og Vikt- oría Rós Bjarnþórsdætur, héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands fyrir utan verslunina 10-11 í Hjallahverfi í Kópavogi. Á tom- bólunni, sem haldin var í nokkur skipti, söfnuðust alls 3.625 krónur. Bróðir þeirra, Alexander Már níu mánaða, fékk að koma með þeim í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeild- ar þegar systur hans afhentu söfn- unarféð. Systratombóla MEÐ BRÓSA Systurnar Viktoría Rós og Magda- lena Ósk með bróður sinn Valdimar Má.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.