Fréttablaðið - 12.12.2005, Side 30

Fréttablaðið - 12.12.2005, Side 30
 12. desember 2005 MÁNUDAGUR4 Enn fleiri sniðugar og ódýrar hugmyndir verða sýndar í þættinum Veggfóðri í kvöld. Í þættinum verður sýnt hvernig Anna Karen Hauksdóttir hefur breytt gólfdúk í borðdúk og hvernig hún notar fataskápinn sinn undir þvottavélina og þurrkarann sinn. Anna Karen er formaður starfs- mannafélagas Íslandsbanka og á sæti í stjórn samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Í íbúðinni sinni hefur hún bryddað upp á nokkrum sniðugum lausnum. Þar á meðal hefur hún hálfgert þvottahús inni í fataskáp í svefnherberginu sínu. ,,Þetta var hugmynd frá bróður mínum, Einari, sem er húsasmíða- meistari. Skápurinn snýr nefnilega að baðherberginu þannig að það var mjög stutt í allar pípulagnir. Einar smíðaði skápinn þess vegna djúpan þannig að þvottavélin kæmist fyrir í honum. Annars hefði þvottvélin tekið svo mikið pláss inni á baðher- bergi. Ég hefði þurft að breyta því öllu og til dæmis þurft að henda baðkarinu út,“ segir Anna. Hún segir jafnframt að þvotta- vélin og þurrkarinn taki ekki of mikið pláss frá henni inni í svefn- herbergi. ,,Ég var alveg tilbúin að fórna þessu skápaplássi fyrir þvottahús, því maður er með stráka sem eru í íþróttum og þarf að þvo af á hverjum degi.“ Þurrkarinn er barkalaus og segir Anna að það lofti ágætlega í gegnum skápinn og síðan pass- ar hún bara upp á að hafa glugga opinn í herberginu. ,,Svo er þetta líka ágætt fyrir fötin sem eru inni í skápnum. Þegar fötin fá smá hita verða þau bara drellifín, þannig að þurrkarinn virkar sem gufu- straujárn í leiðinni,“ segir Anna og hlær. Aðra hugmynd sem Anna Karen sýnir í þættinum má finna í eldhúsinu hennar. ,,Ég fékk dúka- lagningamann til þess að leggja línóleumdúk yfir plastborðplötu sem var fyrir. Þessi hugmynd kom einnig frá bróður mínum,“ segir Anna Karen. Að sögn Önnu Karen- ar er efnið mjög sterkt og end- ingargott. Það má setja allt ofan á dúkinn, jafnvel heita pönnu eða potta. Þar að auki er mjög auðvelt að þrífa dúkinn. Vala Matt segist vera ánægð með þessar hugmyndir því þær séu enn ein viðbótin við allar þær frumlegu og einföldu lausnir sem litið hafa dagsins ljós í þáttunum. Hönnunar- og lífsstílsþátturinn Veggfóður verður á dagskrá sjón- varpsstöðvarinnar Sirkus í kvöld klukkan 21. steinthor@frettabladid.is Þvottahús í fataskápnum Anna Karen sýnir Völu inn í þvottahúsið sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Gólfdúkurinn fellur vel að eldhúsinnréttingunni og er auk þess mjög fallegur. Línóleumdúkurinn nýtist vel í eldhúsinu hjá Önnu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA VEGGFÓÐUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.