Fréttablaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 8
8 4. janúar 2006 MIÐVIKUDAGUR
Tegund Ver›
Patrol Luxury beinskiptur 3.990.000,-
Patrol Luxury sjálfskiptur 4.090.000,-
Patrol Elegance beinskiptur 4.390.000,-
Patrol Elegance sjálfskiptur 4.490.000,-
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00
LENGI MÁ GOTT BÆTA
PATROL
NISSAN
SKIPT_um væntingar
Nissan Patrol hefur löngu sanna› sig sem einhver
traustasti fjallajeppi sem völ er á. Hann tekur líka
stö›ugum framförum og fæst nú me› 35" og 37"
breytingu frá Arctic Trucks.
2006
33" dekk, stigbretti og dráttarbeisli
a› ver›mæti 250.000 krónur.
N‡árstilbo› – 250.000,- kaupauki
Vei›ikorti› 2006 og árs a›ild
a› 4x4 klúbbnum í kaupbæti!
DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur maður
hefur verið dæmdur í héraðsdómi
í hálfs árs fangelsi fyrir að aka á
118 kílómetra hraða á Hellisheiði
þar sem leyfilegur hámarkshraði
er 90 kílómetrar á klukkustund
„Ákærði á að baki langan
sakaferil og hefur hann hlotið 26
refsidóma fyrir margvísleg brot,
aðallega hegningar- og umferðar-
lagabrot en einnig fyrir brot gegn
fíkniefnalöggjöf,“ segir í dómnum.
Fram kemur að maðurinn hafi
þrívegis verið dæmdur fyrir rán,
árin 1991, 1992 og svo í októberlok
árið 2004. Í mars dæmdi Hæsti-
réttur manninn í tveggja og hálfs
árs fangelsi. - óká
Ók of hratt um Hellisheiði:
Dæmdur til
fangelsisvistar
VEISTU SVARIÐ
1 Hvaða orðu hlaut Tom Jones á dögunum?
2 Hver er formaður verkalýðsfélagsins Hlífar?
3 Hvaða þjóð sér um varnir lofthelgi Eystrasaltslanda?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30
Þorsteinn í framboð í Kópavogi
Þorsteinn Ingimarsson hefur ákveðið að
gefa kost á sér í 4. til 6. sæti í prófkjöri
Samfylkingarinnar vegna bæjarstjórn-
arkosninganna í Kópavogi. Hann
hyggst beita sér fyrir skipulagsmálum,
gjaldfrjálsum leikskóla og lausnar á
launamálum leikskólakennara.
PRÓFKJÖR
Ósátt um verðhækkun Stjórn
Ungra vinstri grænna í Reykjavík
mótmælir gjaldskrárbreytingu Strætó
bs. sem varð um áramótin. Þau hvetja
ennfremur til þess að ungmenni yngri
en átján ára, námsmenn, eldri borgarar
og öryrkjar fái að nýta sér þjónustu
strætisvagnanna sér að kostnaðarlausu.
SAMGÖNGUR
Bók skilað Andrés Sigmundsson,
fulltrúi framsóknarmanna í bæjarstjórn
Vestmanneyja, hefur skilað bókagjöf
sem hann fékk senda frá bæjarstjórninni
um jólin. Hann kallar gjöfina bruðl en
bæjarstjóri segir skilin sýndarmennsku
og kjánaskap.
VESTMANNAEYJAR
FJARSKIPTI Póst- og fjarskipta-
stofnun hefur framlengt til níunda
þessa mánaðar fresti til að koma að
athugasemdum við reglur sem á að
setja um nýja tegund símaþjónustu
sem væntanlega kemst í gagnið á
nýja árinu.
Um er að ræða netsímaþjónustu,
sem er nokkurs konar millistig
milli gamla heimilissímans og far-
símans. Fólk fær símanúmer sem
það getur haft með sér og notað
hvar sem það kemst í internetsam-
band.
Samkvæmt nýju reglunum sem
stofnunin kynnti fyrir áramót
verður hægt að flytja símanúm-
er með sér úr fastlínukerfinu yfir
í nýja kerfið, en ljóst þótti að það
yrði því nokkur þrándur í götu að
fólk flytti sig ef það þýddi að skipta
þyrfti um símanúmer.
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri
Póst- og fjarskiptastofnunar, segir
nær öruggt að nýju tækninni
fylgi stóraukin samkeppni á sviði
símaþjónustu. „Ég geri ráð fyrir
að okkur berist athugasemdir og
það fer aðeins eftir umfangi þeirra
hvenær hægt verður að opna fyrir
númeraflutning,“ segir hann og
áréttar að við breytinguna verði til
ný tegund símaþjónustu. „Á öðrum
endanum er heimilissíminn og svo á
hinum er farsíminn sem fólk getur
haft með sér nánast út um heim
allan. Síðan er komin þessi nýja
tegund sem er ákveðið millistig.
Hægt er að vera með hann heima
hjá sér, auk þess að hann tekur upp
þann eiginleika úr GSM-tækninni
að fólk getur verið með persónulegt
númer. Það getur maður tekið með
sér í vinnuna og notað í gegnum
tölvuna, í stað símalínunnar heima
og svo getur maður tekið það með
sér til útlanda. Þetta er ekki bara
nýr heimilissími heldur er þetta ný
tegund af símaþjónustu.“
Síminn leggur áherslu á mikil-
vægi þess að Póst- og fjarskipta-
stofnun setji skýrar reglur um
nýju tæknina, að því er Eva
Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi
fyrirtækisins, segir. „Síminn er að
meta þær upplýsingar sem komið
hafa frá Póst- og fjarskiptastofnun
og mun gera sínar athugasemdir,“
segir hún og áréttar að Síminn veiti
hágæða talsímaþjónustu með miklu
rekstraröryggi og muni leggja
áherslu á gæði og öryggismál við
innleiðingu á nýju tækninni. Gísli
Þorsteinsson á almannatengsla-
sviði Og Vodafone sagði þessi mál
einnig til skoðunar á þeim bænum
og ljóst að fyrirtækið yrði ekki
eftirbátur annarra í að bjóða nýja
tækni.
olikr@frettabladid.is
Í NETKAFFIHÚSI Í SENEGAL Samkvæmt fyrsta uppkasti að reglum um nýja símaþjónustu
hafa notendur eigið símanúmer og geta notað það til hringinga hvar sem þeir eru staddir
og komist í netsamband. MYND/AFP
Símar fluttir
á internetið
Síminn og Og Vodafone bíða reglubreytinga svo
fyrirtækin geti boðið síma tengdan netinu. Síminn
verður millistig milli farsíma og fastlínukerfis.
GÓÐGERÐAMÁL Hjálparsveit skáta
í Kópavogi fékk í síðustu viku
brotvél að verðmæti 100.000 krón-
ur að gjöf frá Húsasmiðjunni.
Innan hjálparsveitarinnar hefur
verið starfræktur rústahópur,
sem hefur hlotið sérstaka þjálfun
meðal annars í Bandaríkjunum og
sérhæfir sig í rústaleit.
Ari J. Hauksson er hópstjóri
rústahópsins og segir hann gjöf
Húsasmiðjunnar hafa mikla þýð-
ingu fyrir hópinn, því brotvélin
mun auðvelda til muna leit að
fórnarlömbum í rústum á ham-
farasvæðum.
Ari tekur fram að stuðningur
af þessu tagi sé starfi hjálpar-
sveitarinnar afar mikilvægur
sér í lagi vegna þess að meðlim-
ir hennar vinna nær eingöngu í
sjálfboðavinnu. Þó gjöfin sé afar
kærkomin að sögn Ara, er gjöfin
þeirrar tegundar að hann vonar
að hjálparsveitin komi aldrei til
með að þurfa að nota hana.
- æþe
Hjálparsveit skáta fékk brotvél frá Húsasmiðjunni:
Auðveldar rústaleit
VIÐ AFHENDINGUNA Auður Auðunsdóttir,
rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Skútuvogi,
Ari J. Hauksson frá Hjálparsveit skáta í
Kópavogi og Jón Viðar Stefánsson, mark-
aðstjóri Húsasmiðjunnar.
SJÚKRAFLUG Mæling á viðbragðstíma
sjúkraflugs tók þeim breytingum nú
um áramót að viðbragðstími útkalls
er nú mældur frá því að beiðni berst
og þangað til flugvél er komin í loft-
ið frá þeim flugvelli sem flugvélin
er staðsett. Áður hafði viðbragðs-
tíminn verið skilgreindur sem sá
tími frá því að boð barst og þar til að
sjúkraflugvélin lenti á flugvellinum
þar sem sækja átti sjúklinginn.
Sveinbjörn Dúason sjúkraflutn-
ingamaður segir viðbragðstíma
áður fyrr hafa verið gríðarlega
mismunandi. Hann hafi farið eftir
því hvernig viðraði og hvert förinni
var heitið. Hann segir jafnframt
að oftast hafi verið reynt að notast
við Metro-flugvél fyrir sjúkraflug
Norðanlands, hún sé hraðfleyg og
útbúin jafnþrýstibúnaði. Oft hafi
þó þurft að notast við hægfleyga
Twin Otter-flugvél við sérstakar
veðuraðstæður. Sú vél hafi þó
ekki verið með jafnþrýstibúnað
en verið betur til þess fallin að
lenda við erfiðar aðstæður. „Þetta
er eins og að bera saman flottan
sjúkrabíl og björgunarsveitarbíl.
Við vissar aðstæður þarf að nota
björgunarsveitarbílinn,“ segir
Sveinbjörn.
Meðaltími sem líður frá útkalli
og þar til vélin er farin í loftið
hefur verið um 45 mínútur að sögn
Sveinbjörns og því var ákveðið sá
tími yrði hámarksviðbragðstími
fyrir bráðaútkall.
Fyrirhugað er að taka í notkun
sérútbúna Beechcraft 200C-vél sem
verður staðsett á Akureyri. Hún mun
stytta viðbragðstíma um tíu mínútur
því hún verður ávallt til taks. - æþe
Viðbragðstími sjúkraflugs fyrir norðanvert landið breyttist um áramót:
Styttist um tíu mínútur í vor
FLUGVÉL FLUGMÁLASTJÓRNAR Flugvél
sömu gerðar, sérbúin til sjúkraflutninga, er
að vænta til Akureyrar í vor.