Fréttablaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 10
10 4. janúar 2006 MIÐVIKUDAGUR ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 3 08 32 1 /2 00 6 www.urvalutsyn.is Ferðir í eina og tvær vikur í janúar á hreint ótrúlegu verði. 39.900* kr. Verð óháð fjölda, þó lágmark 2 í íbúð *Innifalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Skelltu þér í sólina á frábæru verði! Brottfarir Gistingar í boði 11., 18. og 25. jan. Montemar og Bahia Meloneras Fáðu ferðatilhögun, nánari upp- lýsingar um gististaðina og reiknaðu út ferðakostnaðinn á netinu! Verð frá: M I Ð V I K U D A G U R 5 D A G A V E Ð U R S P Á F Y R I R G R A N C A N A R I A 19ºC 18ºC Heiðskírt F I M M T U D A G U R 18ºC 17ºC Heiðskýrt F Ö S T U D A G U R 19ºC 18ºC Heiðskýrt L A U G A R D A G U R 19ºC 17ºC Léttskýjað S U N N U D A G U R 18ºC 17ºC Heiðskýrt SKOÐANAKÖNNUN 35 prósent Íslend- inga telja að persónulegir hagir þeirra verði betri á þessu ári en í fyrra og er þetta fjölgun um sex prósentustig frá því á síðasta ári. Þetta kemur fram í skoðanakönn- un Gallup. 55 prósent telja að hagur þeirra verði svipaður og í fyrra og sex prósent telja að persónulegur hagur verði verri. Íslendingar eru aðeins svartsýnni þegar spurt var út í afstöðu til efnahagsástandsins og telja níu prósent að það verði betra en í fyrra. Fyrir ári töldu 14 prósent að efnahagsástandið yrði betra á árinu. - ss Skoðanakönnun Gallup: Landsmenn bjartsýnni MEXÍKÓ, AP Leiðtogar Zapatista- u p p r e i s n a r h r e y f i n g a r i n n a r í Mexíkó hittu á mánudag forsvarsmenn hagsmunasamtaka fátækra og indíána á opnum fundi í bænum San Cristobal de las Casas við upphaf hringferðar zapatistaforingja um landið sem þeir vonast til að marki upphafið að nýjum tímum í mexíkóskum stjórnmálum. Aðaltalsmaður hreyfingarinn- ar, hinn ævinlega lambhúshettu- klæddi Marcos, mætti á mótorhjóli í broddi fylkingar sinna manna á jeppum og pallbílum. Kvöldið áður hafði Marcos formlega hafið hringferðina með eldheitri ræðu gegn kapítalisma, fríverslun og Mexíkóstjórn. Á hann hlýddu um 15.000 fylgismenn. Talsmenn Vicente Fox Mexíkó- forseta sendu frá sér yfirlýsingu af þessu tilefni þar sem hring- ferð zapatista var fagnað sem áfanga sem gæti styrkt lýðræðið í landinu; að Zapatistahreyfingin reyni að koma pólitískum boðskap sínum á framfæri með friðsam- legum hætti væri framför. - aa „SUBCOMANDANTE“ MARCOS Aðaltalsmaður Zapatista-uppreisnar- hreyfingarinnar leggur af stað í hringferð um Mexíkó. NORDICPHOTOS/AFP Leiðtogar Zapatistahreyfingarinnar í hringferð um Mexíkó: Fagnað sem áfanga að sátt VIÐURKENNINGAR Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Jónu Hrönn Bolladóttur, Bjarna Karlssyni, Hope Knútsson og Kramhúsinu viðurkenningu Al- þjóðahúss fyrir lofsverða frammi- stöðu í málefnum innflytjenda. Viðurkenningarnar, sem nú eru veittar í þriðja skiptið, þjóna þeim tilgangi að vekja athygli á jákvæðu starfi sem unnið er hér á landi í málefnum innflytjenda. - æþe Viðurkenning Alþjóðahúss: Vöktu athygli á innflytjendum Í ALÞJÓÐAHÚSI Viðurkenningar veittar fyrir gott starf í málefnum innflytjenda. PALESTÍNA, AP Stjórnmálaflokkar Palestínumanna hófu í gær formlega kosningabaráttuna fyrir boðaðar þingkosningar þann 25. janúar. Spenna fer vaxandi milli fylkinga Fatah-hreyfingar Mahm- ouds Abbas Palestínuleiðtoga og Hamas-hreyfingarinnar herskáu. Abbas vakti í fyrradag í fyrsta sinn máls á því að til greina kæmi að fresta kosningunum, en áður hafði miðstjórn Fatah skorað á hann að fresta kosningunum, annars vegar vegna ólgunnar á Gazasvæðinu og hins vegar vegna áforma Ísraela um að banna pal- estínskum íbúum Jerúsalem að kjósa. Tilgreindi Abbas sérstak- lega að ekki væri hægt að una því síðarnefnda. Róstursamt hefur verið á her- teknu svæðunum að undanförnu, sérstaklega á Gaza eftir að Ísrael- ar höfðu sig þaðan á brott í sept- ember síðastliðnum. Uppþot og mannrán hafa færst mjög í vöxt og í síðustu viku var lögreglu- þjónn skotinn til bana. Á mánudag gerðu um tvö hundruð palestínskir lögreglu- menn stutta uppreisn og lögðu undir sig nokkrar opinberar byggingar í Rafah á Gaza til að mótmæla getuleysi stjórnvalda við að halda uppi lögum og reglu. Rósturnar eru taldar veikja stöðu Fatah verulega og óttast liðsmenn hreyfingarinnar að það muni gagnast erkikeppinautunum í Hamas vel, en þeim hefur verið spáð góðu gengi í kosningunum. Talsmenn Hamas kröfðust þess í gær að ekki yrði hvikað frá því að kosningarnar færu fram samkvæmt áætlun. Ólíklegt þykir að Abbas muni fyrirskipa frestun þeirra án samþykkis Hamas. Yfirmaður Shin Bet-öryggis- lögreglunnar í Ísrael tjáði þing- nefnd á Ísraelsþingi í gær að gangi það eftir að Hamas fái góða kosningu boði það „mikil vand- ræði“ fyrir Ísrael. - aa / -sg Spenna vex milli fylkinga Stjórnmálaflokkar í Palestínu hófu í gær formlega kosningabaráttu fyrir þingkosningar sem boðaðar hafa verið 25. janúar. Spenna fer vaxandi milli fylk- inga og auknar líkur virðast á frestun kosninganna. KOSNINGABARÁTTAN HAFIN Palestínsk ungmenni sleppa blöðrum í palestínsku fánalitun- um á kosningafundi Fatah-hreyfingarinnar í Ramallah í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÚGANDA, AP Helsti leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Úganda, Kizza Besigye, kallaði í gær forseta landsins einræðisherra sem ætti að leiða fyrir rétt fyrir hryðjuverk. Hann lét þessi hörðu ummæli falla daginn eftir að hann var látinn laus úr fangelsi uns ákærur á hendur honum sjálfum verða teknar fyrir dóm, en ákærurnar segir Besigye að séu allar uppspuni frá rótum, ætlaðar til að hindra sig í að etja kappi um forsetaembættið í kosn- ingum í febrúar. Hryðjuverk og landráð eru meðal ákæruatriða á hendur Besigye. Á blaðamannafundi í höfuðborginni Kampala í gær sagði hann handtöku sína hafa verið pólitíska. Hann hafði verið í gæsluvarðhaldi síðan 14. nóvember. Besigye er fyrrverandi samherji Yoweri Museveni forseta, sem setið hefur við völd í landinu í 19 ár, en er nú talinn skeinuhættasti mótherji hans. ■ Stjórnarandstaða í Úganda: Segir forsetann einræðisherra KIZZA BESIGYE Stjórnarandstöðuleiðtoginn ásamt eiginkonu sinni, Winnie Byanyima, á blaðamannafundi í Kampala í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HÁTÍÐ Um áramótin hófst tíunda starfsár Byrgisins og af því tilefni var blásið til veislu á Ljósafossi þar sem starfsemin fer fram. Fyrrverandi og núverandi vistmenn stigu á stokk og léku tónlist sem yfirleitt er í harðari kantinum í Byrginu. Fluttur var leikþáttur og Guð- mundur Jónsson forstöðumaður rakti sögu Byrgisins. Um kvöld- ið var svo kaffihlaðborð þar sem meðal annars var boðið upp á ráðherratertu og vífillengju með sultu og rjóma. - jse Tíunda starfsárið hafið í Byrginu: Rokk og ráðherraterta ROKKARAR Í BYRGINU Jósep og Sigurjón Ingi úr hljómsveitinni Parsonsband rokk- uðu feitt í Byrginu. ÞOKA Í ÞESSALÓNÍKU Vegfarendur í grísku borginni Þessalóníku létu ekki þokumóðu á sig fá í gær heldur nutu þeir göngunnar meðfram strandlengjunni. Regnhlífar Georgs Zongolopoulos speglast í pollinum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.