Fréttablaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 58
4. janúar 2006 MIÐVIKUDAGUR18
timamot@frettabladid.is
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
Ingibjörg Vilhjálmsdóttir
lést að kvöldi 31. desember síðastliðins.
Jósef Magnússon Rut Magnússon
Guðríður Helga Magnúsdóttir Þórir Ragnarsson
Jakob Magnússon Valgerður Jóhannsdóttir
ömmubörn og langömmubörn.
Ástkær faðir okkar og tengdafaðir,
Pétur Sigurðsson
frá Grundarfirði,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
5. janúar kl. 13. Fyrir hönd afkomenda,
Ingibjörg Pétursdóttir Magnús Karl Pétursson
Halldóra Karlsdóttir
Kristján Pétursson Erla Magnúsdóttir
Sigrún Pétursdóttir Björn Ólafsson
Sigurður Kr. Pétursson Helga Magnúsdóttir
Sigþór Pétursson Colleen Mary Pétursson
Ástkær sonur minn, faðir, afi, bróðir og
vinur,
Þórnýr Heiðar Þórðarson
Hátúni 12
lést 26. desember og verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. janúar kl. 15.
Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.
Aðalheiður Þorsteinsdóttir,Trausti Már Þórnýsson, Elín Rós
Traustadóttir, Móna Traustadóttir, Guðrún Jóhanna
Þórðardóttir, Þorsteinn Víðir Þórðarson, Hlynur Smári
Þórðarson, Sigríður Gunnarsdóttir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð
Sjálfsbjargar.
Ástkær dóttir mín, móðir okkar, systir,
tengdamóðir og amma
Bjarnfríður H. Guðjónsdóttir
(Fríða), Orrahólum 7, Reykjavík
verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn
5. janúar kl. 13.00.
Lára Hjartardóttir
Ester Gísladóttir Haukur Barkarson
Eyrún Helga Jónsdóttir Sigurður Sigurðsson
Elva Rut Jónsdóttir
Erna Ósk Guðjónsdóttir
Þórdís M. Guðjónsdóttir Margeir Elentínusson
Lára Samira Benjnouh Yann Le Pollotek
Telma Rún, Mikael Elí og Sóley Nadía
Elskulegur sonur minn og bróðir,
Kristinn Sólberg Jónsson
Laugavegi 144, Reykjavík,
er látinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Jón Guðmundsson
Nikólína Jónsdóttir og Snorri Jónsson
Aðstandendur Kristins vilja þakka öllum þeim er
auðsýndu þeim samúð og hlýhug við andlát hans og
útför. Guð blessi ykkur öll.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Tómas Tómasson
frá Helludal,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi,
aðfaranótt 31. desember.
Tómas Tómasson Guðríður Guðbjartsdóttir
Kristófer Arnfjörð Tómasson Sigrún Jóna Sigurðardóttir
og barnabörn.
T.S. ELIOT (1888-1965)
LÉST ÞENNAN DAG.
„Í dag felast viðskipti
í því að sannfæra
fjöldann.“
T.S. Eliot var breskt
skáld, leikritaskáld og
bókmenntafræðingur.
MERKISATBURÐIR
1877 Ríkasti maður heims á
þessum tíma, Cornelius
Vanderbilt, andast.
1917 Ríkisstjórn Jóns Magn-
ússonar tekur við völdum
en þetta er fyrsta íslenska
ráðuneytið.
1958 Edmund Hillary kemur á
suðurpólinn.
1967 Donald Campbell lætur lífið
þegar hann reynir að setja
hraðamet á vatni.
1974 Nixon Bandaríkjaforseti
neitar að afhenda upptökur
sem tengjast Watergate-
málinu.
1989 Stórbruni verður á Réttar-
hálsi 2 í Reykjavík þar sem
Gúmmívinnustofan hf. og
önnur fyrirtæki eru til húsa.
1994 Samið er við Bandaríkja-
menn um samdrátt í
rekstri varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli.
Á þessum degi árið 1785 fæddist
eldri Grimm-bróðirinn, Jakob, í
Hanau í Þýskalandi. Yngri bróðir
hans Vilhelm fæddist árið eftir.
Sem ungir menn aðstoðuðu
þeir bræður vini sína sem
rannsökuðu þjóðlög og texta.
Einum höfundanna þótti mikið
koma til verka þeirra bræðra og
hvatti þá til að gefa út eitthvað
af þeim þjóðsögum sem þeir
höfðu safnað. Þjóðsagnasafnið
kom síðar út í mörgum bindum
á árunum 1812 til 1822 og varð
síðar þekkt sem Grimmsævintýrin.
Meðal þeirra ævintýra sem þar
birtust voru Hans og Gréta, Mjall-
hvít, Rauðhetta, Þyrnirós og sagan
um dverginn Rumpelstiltskin.
Jacob hélt áfram að rannsaka
sögur og tungumál og gaf út
áhrifamikla bók um þýska mál-
fræði. Árið 1829 urðu Jakob og
Vilhelm bókasafnsfræðingar og
prófessorar við háskólann í Gott-
ingen. Árið 1940 urðu þeir félagar
í konunglegu vísindaakademíunni.
Þeir bræður hófu þá gerð mikillar
orðabókar en Vilhelm lést 1859
þegar þeir voru komnir að bók-
stafnum D. Jakob lést aðeins ári
síðar og hafði þá aðeins komist í
F. Aðrir luku gerð orðabókarinnar,
sem kom út mörgum árum síðar.
ÞETTA GERÐIST > 4. JANÚAR 1785
Grimm bróðir kemur í heiminn
JAKOB OG VILHELM GRIMM
„Ég mun sakna þess að
umgangast fólk og fréttir
en ég ætla ekkert að setjast
niður og láta mér leiðast,“
segir hinn kunni fréttamaður
Ólafur Sigurðsson sem lét af
störfum sem varafréttastjóri
Sjónvarps nú um áramótin.
Ólafur hefur verið viðriðinn
fréttamennsku lengi. Hann
var blaðamaður á Vísi
árið 1961 til 1963 en hefur
lengstan tíma starfað hjá
Ríkisútvarpinu. Hann var
fyrst fréttamaður á RÚV árið
1974 til 1975 og aftur 1977 til
1981. Þá færði hann sig yfir
í Sjónvarpið þar sem hann
hefur starfað æ síðan, fyrst
sem fréttamaður og sem
varafréttastjóri frá 1988.
Ólafur hefur því starfað
hjá Sjónvarpinu í tæpan ald-
arfjórðung og á þeim tíma
hafa orðið gríðarlega miklar
breytingar. Þær stærstu
segir Ólafur vera fjölgun
starfsmanna. „Þegar ég
byrjaði þarna voru fjórir
innlendir fréttamenn, ég
var einn af þeim, og tveir á
vakt í einu. Tveir erlendir
fréttamenn, einn á vakt í einu.
Þetta var heildarstarfsliðið,“
rifjar Ólafur upp, sem hefur
ekki fullmótað skoðun sína
á því hvað hann ætli að
taka sér fyrir hendur næst.
Hann íhugar þó að rita niður
eitthvað um það sem hann
hefur fjallað um á síðustu
árum. „Ég er við þokkalega
heilsu og líður vel. Viðbrigðin
verða fyrst og fremst þau að
ég hef undanfarin fjörutíu
ár unnið á stórum vinnustað
þar sem er mikið af fólki
og ég mikið á ferðinni. Það
verður breyting en ég kvíði
ekki fyrir því,“ segir Ólafur
keikur enda hefur hann aldrei
látið sér leiðast. „Að láta sér
leiðast er líka ákvörðun,“
segir hann glettinn.
Inntur eftir áhugamálum
segist Ólafur ekki eiga nein
eiginleg hobbí. „Það er mjög
langur listi yfir það sem
ég geri ekki. Ég spila ekki
bridds, spila ekki skák, veiði
ekki lax, á ekki hesta og
spila ekki golf og ég ætla
ekki að byrja á neinu af
þessu,“ segir hann og hlær.
„Ég hef gaman af að tala við
fólk og svo les ég mikið. Í
stöðugt minnkandi mæli les
ég bækur en í vaxandi mæli
tímarit,“ segir Ólafur sem
er áskrifandi að mörgum
tímaritum sem fáir þekkja,
en inn á heimili hans og
eiginkonu hans, Albínu
Thordarson arkitekts,
koma um fjörutíu tímarit á
mánuði.
ÓLAFUR SIGURÐSSON: LÆTUR AF STÖRFUM EFTIR ÁRATUGASTARF HJÁ RÚV
Lætur sér aldrei leiðast
VANUR MAÐUR Ólafur Sigurðsson er alls ekki óvanur því að láta sminka sig fyrir útsendingu. Hér er hann ásamt
Báru Alexandersdóttur, sminku hjá NFS, áður en hann kom fram í Fréttavaktinni eftir hádegi með Þorfinni
Ómarssyni, enda hefur brotthvarf hins kunna fréttamanns vakið nokkra athygli. FRETTABLADID/GVA
ANDLÁT
Fjóla Leósdóttir, Reykjasíðu 7,
Akureyri, lést þriðjudaginn 27.
desember.
Jón Bergmann Guðmundsson,
fyrrverandi bóndi á Breið, lést á
Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki
fimmtudaginn 29. desember.
Dagur Hermannsson, Snægili
6, Akureyri, lést á heimili sínu
föstudaginn 30. desember.
Margrét Sveinbjörnsdóttir,
Víðilundi 25, Akureyri, lést á
heimili sínu föstudaginn 30.
desember.
Ingibjörg Vilhjálmsdóttir lést
að kvöldi laugardagsins 31.
desember.
Níels Helgi Jónsson, Birkihlíð 14,
Reykjavík, lést laugardaginn 31.
desember.
Tómas Tómasson frá Helludal
andaðist á hjúkrunarheimilinu
Ljósheimum, Selfossi, aðfaranótt
laugardagsins 31. desember.
Elín Björg Gísladóttir frá
Naustakoti á Vatnsleysuströnd
lést á Sólvangi, Hafnarfirði, á
nýársnótt.
Ástdís Stefánsdóttir, áður
Smiðsgerði, Skagafirði, lést
á Heilbrigðisstofnuninni á
Sauðárkróki aðfaranótt 1. janúar.
JARÐARFARIR
11.00 Einar Guðnason viðskipta-
fræðingur verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju.
11.00 Sigríður Svava Kristins-
dóttir, Espilundi 5, Garða-
bæ, verður jarðsungin frá
Vídalínskirkju.
13.00 Elísabet Jóhanna Sigur-
björnsdóttir (Hanna Beta),
Gnoðarvogi 20, Reykjavík,
verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju.
13.00 Ingimundur Ólafsson
kennari, Langholtsvegi
151, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju.
13.00 Sólveig Ósk Sigurðar-
dóttir, Veghúsum 31,
verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju.
13.00 Þorleifur Hólm Gunnars-
son, Sólvangsvegi 3, Hafnar-
firði, verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju.
14.00 Kristgerður Þórðardóttir,
Skagabraut 25, Akranesi,
verður jarðsungin frá
Akraneskirkju.
15.00 Aðalbjörg S. Guðmunds-
dóttir frá Mosfelli,
Hlíðarvegi 46, Kópavogi,
verður jarðsungin frá
Langholtskirkju.
AFMÆLI
Davíð Scheving Thorsteinsson
athafnamaður er 76 ára.
Gunnar Þórðarson tónlistarmað-
ur er 61 árs.
Steingrímur Guðmundsson
tónlistarmaður er 48 ára.
Páll Axel Vilbergsson körfuknatt-
leiksmaður er 27 ára.
FÆDDUST ÞENNAN DAG
1643 Isaac Newton vísindamaður.
1710 Giovanni Battista Pergolesi
tónskáld.
1809 Louis Braille, sem fann upp
blindraletrið.