Fréttablaðið - 04.01.2006, Side 66
26 4. janúar 2006 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen
var krýndur íþróttamaður ársins
við hátíðlega athöfn á Grand
hóteli í gær. Þessi frábæri
knattspyrnumaður hefur staðið
í ströngu með Chelsea yfir
hátíðirnar og fengið lítið frí. Hann
flaug til landsins með Flugleiðavél
seinni partinn í gær og stoppaði
stutt því Chelsea vildi fá hann
aftur á æfingu í dag.
Hann varð því að fljúga
með einkaþotu til Lundúna
snemma í morgun og samkvæmt
áreiðanlegum heimildum Frétta-
blaðsins var það Baugur sem
borgaði brúsann en til þeirra
var leitað þegar ljóst varð að
Eiður yrði að komast fljótt aftur
til Lundúna. Annars hefði hann
tæplega komist á athöfnina í gær.
Þetta er í annað sinn í sögunni
sem íþróttamaður ársins flýgur
heim í einkaþotu með styttuna
góðu en það gerði fyrstur manna
faðir Eiðs, Arnór Guðjohnsen,
þegar hann var kjörinn íþrótta-
maður ársins 1987. - hbg
Íþróttamaður ársins ferðast með stæl:
Eiður til London í
einkaþotu Baugs
EINKAÞOTAN GÓÐA Þotan sem Eiður og fjölskylda flugu heim með í morgun er ekki ólík
þessari, en með henni kom Jón Ólafsson í boði Baugs þegar hann seldi Norðurljós sællar
minningar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Lið ÍBV í DHL-deild kvenna í handbolta
hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku en tveir
leikmanna liðsins eru barnshafandi og
spila ekki meira með liðinu á leiktíðinni.
Ungverski leikmaðurinn Nikolett Varga
tilkynnti forráðamönnum ÍBV fréttirnar
í fyrrdag og var ákveðið að segja upp
samningi hennar við félagið þegar í
stað. Eva Björk Hlöðversdóttir fylgdi
strax í kjölfarið og greindi liðsfélögum
sínum frá því að hún ætti einnig von
á barni, en svo skemmtilega vill til
að eiginmaður Evu Bjarkar er Alfreð
Finnsson, þjálfari ÍBV.
„Okkur fannst ekki sanngjarnt
gagnvart liðinu að leyna þessu lengur því
það er komið að því að hún getur ekki
æft mikið lengur. En það er ljóst að
hún spilar ekki fleiri leiki,“ segir
Alfreð og neitar því ekki að hentugra
hefði verið ef barneignir hefðu beðið þar
til eftir tímabilið. „En maður stjórnar því
svo sem ekki,“ sagði Alfreð.
Ljóst er að frjósemin í Eyjum hefur
höggvið stór skörð í kvennalið bæjarins.
Eftir standa 11 leikmenn, þar af
aðeins einn markmaður og segir
Alfreð að ástandið sé vissulega orðið
mjög erfitt. Þegar er búið er að loka
fyrir leikmannagluggann og því ljóst
að Eyjaliðið mun ekki geta fyllt skarð
þeirra Evu Bjarkar og Varga. „Það verður
mjög erfitt úr þessu að haldast á
þeim stalli sem liðið hefur verið
hingað til. En við höfum alla
burði til að vera á meðal þeirra
efstu og við ætlum okkur að
gera það. Ég held að þetta velti
svolítið á hvernig liðið bregst
við strax í upphafi. Karlaliðið
lenti í skakkaföllum fyrir ekki
svo löngu og barði sig saman.
Vonandi gerum við slíkt hið
sama,“ segir Alfreð.
KVENNALIÐ ÍBV Í HANDBOLTANUM: TVEIR LEIKMENN EIGA VON Á BARNI
Frjósemin heggur skörð í kvennalið ÍBV
> Háskólameistari til KR-B
B-lið KR í körfubolta karla, betur þekkt
sem KR-Bumban, er að ganga frá
samningum við bandaríska bakvörðinn
Melvin Scott, sem liðið ætlar að tefla
fram í leiknum gegn Grinda-
vík í Powerade-bikarnum á
laugardag. Melvin þessi
er enginn aukvissi
í íþróttinni heldur
varð háskólameistari
með North-Carolina
í Bandaríkjunum í
fyrra. Melvin hefur
leikið í grísku og
þýsku úrvalsdeildinni
í vetur en er án liðs
í augnablikinu. Ljóst
er að þetta er mikill
fengur fyrir Bumbuna,
sem auk þess mun tefla
fram mörgum gömlum
stjörnum í leiknum gegn
Grindavík.
Jón Arnór og Helena best
Körfuknattleikssamband Íslands
útnefndi í gær Jón Arnór Stefánsson,
leikmann Carpisa Napoli á Ítalíu, og Hel-
enu Sverrisdóttur sem körfuknattleiks-
menn ársins. Ekki er hægt að segja að
valið komið á óvart en Jón Arnór varð
Evrópumeistari í vor og Helena leiddi
ungt lið Hauka til bikarmeistaratitilsins
hér heima.
FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen
var í gær útnefndur Íþróttamaður
ársins af samtökum íþróttafrétta-
manna en hann fékk atkvæði
í fyrsta sætið frá öllum sem
greiddu atkvæði í kjörinu, en hann
er annar hópíþróttamaðurinn sem
hlýtur þessa viðurkenningu tvö ár
í röð.
Árið 2005 var einkar minn-
isstætt fyrir Eið Smára en hann
varð enskur meistari með Chel-
sea, fyrstur Íslendinga, auk þess
að verða deildarbikarmeistari og
að komast annað árið í röð í und-
anúrslit meistaradeildar Evrópu.
Eiður Smári sagðist hafa átt
alveg eins von á því að verða
íþróttamaður ársins í kjölfar mik-
illar velgengni á síðasta ári. „Ég
var nú ekki búinn að vera að leiða
hugann mikið að þessu heldur
reyndi ég að einbeita mér að því
að spila vel með Chelsea og lands-
liðinu. Árið í fyrra var ár mik-
illar velgengni hjá mér og þess
vegna bjóst ég alveg eins við því
að fá viðurkenningu, þar sem þær
hanga saman við góðan árangur á
sviði íþróttana. Það er mikill heið-
ur fyrir mig að vera útnefndur
íþróttamaður ársins á Íslandi og
ég er mjög stoltur af þessari við-
urkenningu.“
Þetta er annað árið í röð sem
Eiður Smári hlýtur þennan titil
en í fyrra hafði knattspyrnumað-
ur ekki hlotið viðurkenninguna
síðan Arnór faðir hans fékk hana
árið 1987. „Það var sérstaklega
ánægjulegt í fyrra að hljóta við-
urkenninguna, þar sem enginn
knattspyrnumaður hafði fengið
hana síðan pabbi fékk hana sautj-
án árum áður.“
Ekkert knattspyrnufélag hefur
skotist hraðar í átt að toppnum en
Chelsea hefur gert á síðustu árum
en eigandi liðsins, rússneski auð-
kýfingurinn Roman Abramovich,
hefur eytt miklum fjármunum í
félagið.
Í uppáhaldi hjá Mourinho
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri
Chelsea, hefur látið Eið Smára
leika í stöðu fremsta miðju-
manns að undanföru en áður var
hann ávallt í fremstu víglínu.
„Miðað við leikskipulagið sem
við notum hjá Chelsea þá hentar
mér að mörgu leyti betur að vera
á miðjunni. Mourinho hefur talað
um ég geti leikið sem framherji ef
þess þarf. Mourinho hefur bætt
viss smáatriði í leik mínum sem
skipta samt miklu máli. Sigur-
vilji allra leikmanna hjá Chelsea
er orðinn meiri. Þá er ég farinn
að hreyfa mig meira án bolta inn
á vellinum en ég gerði áður en ég
er þó meðvitaður um að ég get enn
bætt mikið.“
Eftir 1-3 sigurleik Chelsea á
West Ham United kallaði Mour-
inho Eið Smára hinn ljóshærða
Maradona, en Eiður lék afar vel
í leiknum og var potturinn og
pannan í sóknarleik Chelsea eftir
að hafa komið inn á 12. mínútu
leiksins fyrir Michael Essien sem
meiddist. „Það er gott að fá klapp
á bakið þegar vel gengur og gott að
vita til þess að knattspyrnustjór-
inn hefur trú á manni.“
Bjart framundan hjá landsliðinu
Íslenska landsliðið olli töluverðum
vonbrigðum í undankeppni heims-
meistaramótsins í fyrra, en Eiður
Smári bar leik liðsins uppi og lék
vel í flestum leikjum liðsins. „Ég
er tiltölulega bjartsýnn á gengi
landsliðsins og sannfærður um að
við getum betur en við sýndum í
fyrra. Oft á tíðum var óheppnin að
elta okkur. Það þarf að vinna betur
í hugarfari leikmanna, sjálfs-
trausti og sigurvilja liðsheildar-
innar. Stundum eru þetta kölluð
smáatriði en þau skipta miklu máli
ef árangur á að nást.“
Miðlar til ungu kynslóðarinnar
Eiður Smári segist vel finna fyrir
því að krakkar og unglingar á
Íslandi líti upp til hans þar sem
hann er fyrirliði íslenska lands-
liðsins auk þess að vera áberandi
á alþjóðlegu leiksviði fótboltans.
„Vitaskuld finn ég vel fyrir því að
upp til mín er litið. Því miður gefst
mér ekki mikill tími til þess að
heimsækja knattspyrnufélög hér
á landi á veturna en ég reyni þó að
gera það eftir bestu getu á sumrin.
Allir ungir krakkar sem hafa hug
á því að ná langt í íþróttum verða
að hafa mikla trú á sjálfum sér og
sýna óbilandi þrautseigju þegar á
móti blæs. Saman við hæfileika og
dugnað við æfingar eru allir vegir
færir.“ magnush@frettabladid.is
Sjálfstraust og þrautseigja
lykillinn að velgengni
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og leik-
maður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, var í gær útnefndur íþróttamaður
ársins 2005, annað árið í röð.
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS
1. Eiður Smári Guðjohnsen, knattsp. 460
2. Guðjón Valur Sigurðsson, handb. 287
3. Ásthildur Helgadóttir, knatts. 203
4. Jón Arnór Atefánsso, körfub. 131
5. Þóra B. Helgadóttir, knattsp. 78
6. Gunnar H. Þorvaldsson, knattsp. 72
7. Hermann Hreiðarsson, knattsp. 71
8. Ólöf María Jónsdóttir, golf 58
9. Snorri S. Guðjónsson, handkn. 6
10. Jakob Jóhann Sveinsson, sund 37
11. Róbert Gunnarsson, handkn. 34
12.-13. Jón O. Halldórsson, frjálsar 29
12.-13. Sigurður Sigurðars., hestar 29
14. Birgir Leifur Hafþórsson, golf 25
15. Þórey Edda Elísdóttir, frjálsar 21
16. Árni Gautur Arason, knattsp. 19
17. Björn Þorleifsson, tækvondo 16
18. Heiðar Davíð Bragason, golf 12
19. Ólafur Stefánsson, handkn. 11
20. Kristjana S. Ólafsdóttir, fimle. 10
21. Arnar Sigurðsson, tennis 7
22.-24. Margrét L. Viðarsdóttir, knattsp. 4
22.-24. Ragnhildur Sigurðard., golf 4
22.-24. Þormóður Jónsson, júdó 4
25.-26. Björgvin Björgvinsson, skíði 3
25.-26. Kristín R. Hákonardóttir, sund 3
27.-28. Berglind Hansdóttir, handb. 2
27.-28. Greta M. Samúelsdóttir, knatt. 2
29. Grétar Rafn Steinsson, knatt. 1
HRAPAÐI HUNDRAÐ METRA Í
SVIFVÆNGJU Á GAMLÁRSDAG
„ÞEIR
DEYJA
UNGIR SEM
GUÐIRNIR
ELSKA”
Móðir Rúnars Jenssonar, kerfisstjóra
Háskólans í Reykjavík, harmi slegin:
DV2x15-lesið 3.1.2006 20:32 Page 1
EIÐUR SMÁRI OG ARNÓR GUÐJOHNSEN Eiður Smári sést hér með styttuna góðu sem faðir
hans vann árið 1987, árið sem hann var kosinn besti leikmaðurinn í Belgíu.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON