Fréttablaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 24
4. janúar 2006 MIÐVIKUDAGUR8
Samkvæmt tískuvefnum
style.com eru tískuhönnuðir
almennt sammála um að
slaufur séu málið fyrir
komandi sumar.
Stóra slaufur, litlar slaufur,
litskrúðugar slaufar og í raun
bara allar gerðir slaufa eru
áberandi í tískustraumum fyrir
næstkomandi sumar. Samkvæmt
þeim tískusýningum sem hafa
verið að sýna komandi sumarlínu
virðast stórar og jafnvel pínu
óreglulegar slaufur á barmi bæði
kjóla og bola vera mjög áberandi.
Ýmsir tískuhönnuðir segja að
slaufur séu í senn bæði hugaðar,
klassískar og kvenlegar. Margar
stúlkur ættu því að fagna þessu og
vera óhræddar við að bera bæði
djarfar og óhefðbundnar slaufur
þegar sólin byrjar að skína af
einhverju viti næstkomandi vor
og sumar.
Sætar slaufur
Ofurfyrirsætan Eva Herzigova
hefur látið hafa það eftir sér að
hún vilji láta gera kvikmynd
um lífshlaup sitt.
Hin tékkneska og fagurvaxna
Herzegova segist sjálf vilja
leikstýra myndinni, þrátt fyrir
litla sem enga reynslu á því
sviði. Hún segist ekki vilja gera
dæmigerða kvikmynd
heldur frekar mynd í
heimildarmyndastíl.
Hún segir sjálf
að saga sín sé algjör
Öskubuskusaga því
að hún hafi fengið
mjög strangt og erfitt
uppeldi. Hún varð
síðan ein frægasta
o f u r f y r i r s æ t a
heims og var hvað
þekktust fyrir að
auglýsa Wonderbra
brjóstahaldarana.
Seinna giftist hún
trommuleikara Bon
Jovi, Tico Torres,
en hjónaband þeirra
var stormasamt og
skammvinnt.
Þá er bara lítið
annað að gera en að
bíða og vona.
Kvikmynd um
líf Herzegovu?
Tískuhönnuðurinn frægi
Vivienne Westwood var nú um
áramótin öðluð af drottningu
Breta.
Vivienne Westwood hefur frá því
á tímum pönktímabilsins verið
afar áberandi í tískuheiminum.
Hún öðlaðist fyrst frægð sem einn
af aðalforsprökkum pönksins og
þeirrar tískubylgju sem því fylgdi.
Hún stofnaði í London verslunina
Sex ásamt þáverandi kærasta
sínum, Malcolm McLaren, og
þótti hönnun Westwood einhver
sú mest sjokkerandi sem sést
hafði.
Hún hefur síðan verið þekkt
fyrir ýmis uppátæki, þó svo að hin
sérstæða tískuhönnun hafi ávallt
verið hennar helsta aðalsmerki.
Westwood hefur alltaf leitast við
að fara óhefðbundnar leiðir auk
þess sem hún hefur leitað aftur
til mið- og nýalda eftir ýmsum
hugmyndum.
Westwood fékk titilinn
dame fyrir framlag sitt til
tískuheimsins en hún hefur
einnig beitt sér fyrir ýmsum
mannréttindamálum og öðru
slíku á undanförnum árum. Hún
segir að það sé skylda hennar sem
konu sem hlustað er á að huga að
mannréttindum. Tók hún meðal
annars þátt í hönnun á bolum sem
á stóð: ,,I AM NOT A TERRORIST,
please don‘t arrest me,“ sem myndi
útleggjast á íslensku: ,,ÉG ER
EKKI HRYÐJUVERKAMAÐUR,
vinsamlegast handtakið mig
ekki.“ Hefur gróðinn af
sölu þessara bola runnið til
mannréttindasamtaka.
Vivienne Westwood öðluð
Vivienne Westwood ásamt söngkonunni
Roisin Murphy. NORDICPHOTO/AP
Eitt af slaufu-dressum sem sáust nýlega á
sýningu hjá Phi.
Eva Herzegova varð
heimsfræg í Wonderbra-
auglýsingum.
NFS ER Á VISIR.IS