Fréttablaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 20
4. janúar 2006 MIÐVIKUDAGUR4
Í Námsflokkum Hafnafjarðar
er hægt að læra kínversku.
Það er ekki það eina sem kín-
verskt er því Geir Sigurðsson
ætla að fræða nemendur um
kínverska samtímamenningu
og Magnús Björnsson kynnir
viðskiptahætti Kínverja.
Kínverska efnahagsundrið er
hvergi nærri hætt að vaxa og
margir telja að þar séu mestu
og bestu sóknarfærin sem.
Íslendingar virðast hafa áttað
sig á þessu. Til að mynda fór
herra Ólafur Ragnar Grímsson
forseti ásamt fríðu föruneyti til
Kína að efla og stuðla að auknum
viðskiptum milli landanna.
Þessa ferð gerði hann einnig að
umfjöllunarefni í áramótaávarpi
sínu og fullyrti að smæð okkar
gæfi okkur yfirhöndina gagnvart
alþjóðlegum stórfyrirtækjum í
viðskiptum.
Námsflokkar Hafnarfjarðar
bjóða í ár upp á námskeið sem
kallast Viðskipti í Kína. Magnús
Björnsson hefur umsjón með
námskeiðinu en auk hans halda
nokkrir einstaklingar með beina
reynslu af viðskiptum í Kína
fyrirlestra. Einkum er tekið á
hagnýtum úrlausnarefnum eins
og hvers ber að gæta, hverjar
áhætturnar séu og hvers kyns
hegðun er líklegust til árangurs.
Það þykir gott að þekkja þann
menningarheim sem stunda á
viðskipti í og því er einnig boðið
upp á kynningu á kínverskri
samtímamenningu. Þeir Geir
Sigurðsson, Ralph Weber og
Mads Holsten Jensen fjalla um
menningarkima rauða drekans
og veita innsýn inn í helstu hliðar
kínverskrar nútímamenningar,
forsendur hennar og þær
breytingar sem þar hafa átt og
eiga sér stað um þessar mundir.
Einnig er hægt að læra
kínversku fyrir byrjendur
hjá Námsflokkunum. Hvert
námskeið kostar 40 til 45 þúsund
krónur en ókeypis er fyrir
nemendur Háskóla Íslands og
Háskóla Akureyrar.
Kínverski drekinn í Hafnarfirði
Kínverski markaðurinn er gríðarstór. Ef nýta á þau tækifæri sem þar bjóðast er betra að
kynna sér kínverska viðskiptasiði. Myndin er af einu af bælum drekans, Hong Kong.
Innritun og greiðsla á neti stendur yfir og er opin til 4. jan. 2006
á www.ir.is.
Innritun með aðstoð verður í matsal skólans, þri. 3. og mið. 4. jan.,
frá kl. 16–19. (Hægt er að greiða með peningum, debet- eða kreditkorti).
Kennsla hefst mán. 9. janúar 2006.
Kennsla einstakra áfanga er með fyrirvara um næga þátttöku.
Kvöldskóli
Fjarnám
Bygginga- og mannvirkjagreinar
Verklegt og bóklegt grunn- og framhaldsnám.
Rafiðnanám
Grunnnám rafi›na 2. önn. Rafvirkjun 3.–7. önn.
Listnám
†msir áfangar í kjarna og á kjörsvi›i almennrar hönnunar.
Öflugur undirbúningur fyrir framhaldsnám í hönnun.
Upplýsinga- og fjölmiðlagreinar
Grunnnám uppl‡singa- og fjölmi›lagreina.
Undirbúningur fyrir nám í grafískri mi›lun, vefsmí›,
ljósmyndun, nettækni, prentun og bókbandi..
Tækniteiknun
Fjölbreyttir áfangar í AutoCad.
Meistaraskóli
Allar rekstrar- og stjórnunargreinar.
Faggreinar byggingagreina.
Almennt nám
Bókfærsla, danska, e›lis- og efnafræ›i, enska,
félagsfræ›i, fríhendisteikning, íslenska, grunnteikning,
spænska, stær›fræ›i, tölvugreinar, fl‡ska, notkun
upplýsingatækni og tölva.
Innritun og grei›sla á neti stendur yfir og er opin til 15. jan. 2006
á www.ir.is.
Kennsla einstakra áfanga er með fyrirvara um næga þáttöku.
Allar frekari uppl‡singar í síma 522 6500 eða á vef skólans www.ir.is.
me› áherslu á starfstengt nám
Byggingagreinar
Efnisfræ›i, framkvæmd og vinnuvernd
og grunnteikning.
Tækniteiknun
Húsateikning, raflagnateikning, innréttingateikning,
vélateikning, AutoCad og grunnteikning.
Tölvubraut
Forritun, gagnasafnsfræ›i, vefsí›ugerð, vefforritun,
netstýrikerfi og vélbúnaður.
Uppl‡singa- og fjölmi›labraut
Allar greinar í grunnnámi uppl‡singa- og fjölmi›labrautar;
eins og myndbygging og formfræði, myndgreining,
týpógrafía og grafísk hönnun, myndvinnsla og marg-
miðlun, hljóðtækni, ljós- og litafræði, inngangur að
fjölmiðlun.
Meistaraskóli
Allar stjórnunar- og rekstrargreinar.
Almennt nám
Enska 212, ENS303, grunnteikning, STÆ202,
algebra og föll, STÆ 303, stærðfræði, UTN103,
notkun upplýsingatækni og tölva í námi.
I ‹ N S K Ó L I N N Í R E Y K J A V Í K
4dlk x 27 cm
Það er alltaf eitthvað að gerast
í vegaHÚSINU á Egilsstöðum.
Þar er kaffihús fyrir ungt fólk,
aðstaða til að horfa á boltann
og hægt er að fara á námskeið í
stuttmyndagerð og ljósmyndun.
„Það er ferlega notaleg kaffihúsa-
stemning hér. Strákarnir koma
hingað til að horfa á boltann,
stelpurnar til að horfa á myndir
og svo er alls konar klúbbastarf-
semi hér. Það er mjög margþætt
notkun á þessu húsi,“ segir Krist-
ín Scheving, forstöðumaður vega-
HÚSSINS, sem er menningar- og
kaffihús ungs fólks. Jafnframt eru
tónleikar haldnir í húsinu, sem var
opnað í fyrra og er ætlað ungu fólki
á aldrinum 16 til 26 ára, en aðstað-
an er byggð á breskri fyrirmynd.
Kaffihúsið býður upp á afar
gott kaffi og léttar veitingar á
vægu verði, en inni af því rými er
minna herbergi, sem hefur hlotið
nafnið vegaVinna. Þar er boðið upp
á ýmis konar námskeið, svo sem í
stuttmyndagerð, kvikmyndagerð,
ljósmyndun, leiklist og fleiru, og
„Við erum með allt frá níu
manns hér á kvöldi og upp í 40
manns, svo það er alltaf eitthvað í
gangi,“ segir Kristín.
Opið er í vegaHÚSINU frá
klukkan 14 til 23 á virkum dögum
og frá 14 til 1 um helgar, en húsið
er styrkt af Rauða krossinum og
Fljótsdalshéraði.
Aðstaða fyrir
ungt fólk
Andrúmsloftið er mjög notalegt í vega-
HÚSINU á Egilsstöðum og nota fjölmörg
ungmenni á aldrinum 16 til 26 ára sér
aðstöðuna.
Fimm kvölda námskeið um
meistarann Mozart verður
haldið nú í ársbyrjun hjá
Endurmenntun HÍ í tilefni þess
að tvö hundruð og fimmtíu ár
eru liðin frá fæðingu hans.
„Ég ætla að opna gluggann inn í
heim Mozarts og reyna að komast
að því af hverju tónlist hans er
eins og hún er,“ segir Árni Heimir
Ingólfsson, umsjónarmaður
Mozartnámskeiðsins sem haldið
verður í sal Norræna hússins frá
23. þessa mánaðar til 20.febrúar.
Auk þess að spila sjálfur á flygil og
flytja tónlist af böndum ætlar Árni
Heimir að fá til sín tónlistarmenn
úr Sinfóníuhljómsveitinni til að
leika úr verkum meistarans enda
er námskeiðið haldið í samstarfi
við hljómsveitina. Þess má geta
að þátttakendur fá 50% afslátt á
Mildi Títusar sem Sinfónían flytur
í fyrsta sinn á Íslandi í lok janúar.
Á námskeiðinu verður
skyggnst inn í hið klassíska tíma-
bil tónlistarsögunnar og ferill
Mozarts rakinn frá æskuárum til
dánardags, auk þess sem nokkur af
helstu verkum hans verða krufin.
„Ég ætla að taka verkin í sundur, án
þess að verða voðalega harðhentur,
og púsla þeim saman aftur, reyna
aðeins að skoða innviðina,“ segir
Árni Heimir og hlakkar greinilega
til, því eins og hann segir: „Það
væri svo gaman að komast aðeins
inn í höfuðið á þessum snillingi!“
Heimur
Mozarts
Árni Heimir hlakkar til að fara í gegnum
helstu meistarverk Mozarts.