Fréttablaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 4. janúar 2006 Í Öldungadeild eru nokkrir áfangar kenndir í dreifmennt. Dreifnám er sambland af fjarnámi og staðbundinni kennslu. Þannig aukast möguleikar á að stunda nám í fleiri áföngum í sama stokki. Áfangar sem eru kenndir í dreifnámi eru: UPP103, LAN103, SAG200, SAG393, ÍSL303, og SPÆ603. Innritun fer fram 4.-6. janúar nk. Sjá nánar www.mh.is. Sími 595-5200. Vorönn 2006 Viltu rifja upp grunnskólafögin? Í prófadeild Námsflokkanna er kennd enska, danska, íslenska og stærðfræði á grunn- skólastigi. Grunnnám samsvarar 8. og 9. bekk og fornám samsvarar 10. bekk. Námið er ætlað þeim sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi eða vilja upprifjun frá grunni. Vantar þig áfanga í heilbrigðisgreinum? Nokkrir áfangar í heilbrigðisgreinum verða kenndir á vorönn; NÆR 103 • LYF 113 • ASU 104 • ÖLD 105 • SÁL 123 Áfangar á grunn- og framhaldsskólastigi eru kenndir er í Mjódd frá 16. jan. Skólagjöld miðast við kennslustundafjölda. Innritun fer fram frá 6. jan. kl. 9:00-16:00 í Mjódd, Þönglabakka 4 og í síma 567 7050. Viltu bæta lestrar- og skriftarkunnáttu þína? Námsflokkarnir veita greiningu í lestri og sérkennslu í lestri, ritun og stafsetningu þar sem hverjum og einum er mætt þar sem hann er staddur. Upplýsingar veitir María I. Hannesdóttir lestarsérkennari í síma 551 2889 og Björg Árnadóttir for- stöðumaður Námsflokkanna í síma 411 7000. Þarftu náms- og starfsráðgjöf? Um þessar mundir eru að taka til starfa náms- og starfsráðgjafar á vegum Námsflokkanna, en þeir verða staðsettir í þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Þjónusta þeirra stendur Reykvíkingum eldri en sextán ára til boða, sem ekki eru þegar í námi þar sem námsráðgjöf býðst. Upplýsingar veitir Björg Árnadóttir forstöðumaður Námsflokkanna í síma 411 7000. www.namsflokkar.is • nfr@namsflokkar.is British Embassy Reykjavík STYRKIR TIL NÁMS Breska sendiráðið býður íslenskum námsmönnum að sækja um Chevening skólastyrkinn til framhaldsnáms við breska háskóla skólaárið 2006-2007. Umsækjendur þurfa annað hvort að hafa tryggt sér skólavist eða hyggja á Masters- eða Doktorsnám við breskan háskóla. Styrkirnir eru eingöngu veittir til greiðslu á hluta af skólagjöldum. Í samvinnu við sendiráðið mun fyrirtækið GlaxoSmithKline á Íslandi einnig bjóða styrk til náms í einhverri heilbrigðisgrein og KB banki býður tvo styrki. Umsóknareyðublöð fást í breska sendiráðinu, Laufásvegi 31, 101 Reykjavík, sími 550-5100, virka daga frá 9.00-12.00. Eyðublöðin fást einnig á vefsíðunni www.britishembassy.is. Umsóknum ber að skila í sendiráðið ekki seinna en 10.febrúar 2006. Umsóknir sem berast eftir þann dag fá ekki afgreiðslu. Umsóknarfrestur um diplómanám í alþjóða- samskiptum og opinberri stjórnsýslu á vorönn rennur út 8. janúar hjá Háskóla Íslands. Kennsla hefst 17. janúar. Þetta er ræða fimmtán eininga nám á meistarastigi og forkrafa er BA-próf í einhverri grein. Báðar námsleiðirnar eru hluti meistaranáms við stjórnmála- fræðiskor skólans. Meistara- og diplómanámið í alþjóðasamskiptum hófst síðastliðið haust og stunda það tæplega fimmtíu manns, en meistaranámið í opinberri stjórnsýslu á sér lengri sögu og stunda það um 150 manns. Reynt er að haga kennslu þannig að auðvelt sé að stunda námið samhliða starfi. Diplómanámið í opinberri stjórnsýslu er einnig í boði sem fjarnám og stunda það um 30 nemendur víðs vegar um landið. Diplómanemar geta sótt um fullt meistaranám og fengið einingar sínar metnar inn í það. Einnig geta nemendur tekið hluta meistaranámsins við erlenda háskóla sem bjóða meistaranám á þessum sviðum. Markmið alþjóðasamskipta- námsins er að mæta vaxandi þörf fyrir menntað starfsfólk með þekkingu á alþjóðasamskiptum. Í tímum er meðal annars fjallað um utanríkismál Íslands, hlutverk alþjóðastofnana og skipulag og samningatækni í alþjóðasamskiptum, fjölmenningu og margt fleira. Meistaranám í opinberri stjórnsýslu býr fólk undir fjöl- breytt störf á vettvangi ríkis, sveitarfélaga, sjálfseignarstofnana, ráðgjafarfyrirtækja og einkafyrir- tækja sem starfa náið með opinberum aðilum. Nemendur fræðast um sérstöðu opinbera geirans, hvernig lagaumhverfi er háttað og um áhrif nálægðarinnar við hið pólitíska vald. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu félagsvísindadeildar http://www. hi.is/ undir stjórn- málafræðiskor, en auk þess er hægt að fá upplýsingar hjá Margréti S. Björnsdóttur forstöðumanni í síma 525-4928 og Kolbrúnu Eggertsdóttur deildarstjóra framhaldsnáms fél- agsvísindadeildar í síma 525-4253. Býr fólk undir fjölbreytt störf Margrét S. Björnsdóttir er forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.