Fréttablaðið - 04.01.2006, Side 19

Fréttablaðið - 04.01.2006, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 4. janúar 2006 Í Öldungadeild eru nokkrir áfangar kenndir í dreifmennt. Dreifnám er sambland af fjarnámi og staðbundinni kennslu. Þannig aukast möguleikar á að stunda nám í fleiri áföngum í sama stokki. Áfangar sem eru kenndir í dreifnámi eru: UPP103, LAN103, SAG200, SAG393, ÍSL303, og SPÆ603. Innritun fer fram 4.-6. janúar nk. Sjá nánar www.mh.is. Sími 595-5200. Vorönn 2006 Viltu rifja upp grunnskólafögin? Í prófadeild Námsflokkanna er kennd enska, danska, íslenska og stærðfræði á grunn- skólastigi. Grunnnám samsvarar 8. og 9. bekk og fornám samsvarar 10. bekk. Námið er ætlað þeim sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi eða vilja upprifjun frá grunni. Vantar þig áfanga í heilbrigðisgreinum? Nokkrir áfangar í heilbrigðisgreinum verða kenndir á vorönn; NÆR 103 • LYF 113 • ASU 104 • ÖLD 105 • SÁL 123 Áfangar á grunn- og framhaldsskólastigi eru kenndir er í Mjódd frá 16. jan. Skólagjöld miðast við kennslustundafjölda. Innritun fer fram frá 6. jan. kl. 9:00-16:00 í Mjódd, Þönglabakka 4 og í síma 567 7050. Viltu bæta lestrar- og skriftarkunnáttu þína? Námsflokkarnir veita greiningu í lestri og sérkennslu í lestri, ritun og stafsetningu þar sem hverjum og einum er mætt þar sem hann er staddur. Upplýsingar veitir María I. Hannesdóttir lestarsérkennari í síma 551 2889 og Björg Árnadóttir for- stöðumaður Námsflokkanna í síma 411 7000. Þarftu náms- og starfsráðgjöf? Um þessar mundir eru að taka til starfa náms- og starfsráðgjafar á vegum Námsflokkanna, en þeir verða staðsettir í þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Þjónusta þeirra stendur Reykvíkingum eldri en sextán ára til boða, sem ekki eru þegar í námi þar sem námsráðgjöf býðst. Upplýsingar veitir Björg Árnadóttir forstöðumaður Námsflokkanna í síma 411 7000. www.namsflokkar.is • nfr@namsflokkar.is British Embassy Reykjavík STYRKIR TIL NÁMS Breska sendiráðið býður íslenskum námsmönnum að sækja um Chevening skólastyrkinn til framhaldsnáms við breska háskóla skólaárið 2006-2007. Umsækjendur þurfa annað hvort að hafa tryggt sér skólavist eða hyggja á Masters- eða Doktorsnám við breskan háskóla. Styrkirnir eru eingöngu veittir til greiðslu á hluta af skólagjöldum. Í samvinnu við sendiráðið mun fyrirtækið GlaxoSmithKline á Íslandi einnig bjóða styrk til náms í einhverri heilbrigðisgrein og KB banki býður tvo styrki. Umsóknareyðublöð fást í breska sendiráðinu, Laufásvegi 31, 101 Reykjavík, sími 550-5100, virka daga frá 9.00-12.00. Eyðublöðin fást einnig á vefsíðunni www.britishembassy.is. Umsóknum ber að skila í sendiráðið ekki seinna en 10.febrúar 2006. Umsóknir sem berast eftir þann dag fá ekki afgreiðslu. Umsóknarfrestur um diplómanám í alþjóða- samskiptum og opinberri stjórnsýslu á vorönn rennur út 8. janúar hjá Háskóla Íslands. Kennsla hefst 17. janúar. Þetta er ræða fimmtán eininga nám á meistarastigi og forkrafa er BA-próf í einhverri grein. Báðar námsleiðirnar eru hluti meistaranáms við stjórnmála- fræðiskor skólans. Meistara- og diplómanámið í alþjóðasamskiptum hófst síðastliðið haust og stunda það tæplega fimmtíu manns, en meistaranámið í opinberri stjórnsýslu á sér lengri sögu og stunda það um 150 manns. Reynt er að haga kennslu þannig að auðvelt sé að stunda námið samhliða starfi. Diplómanámið í opinberri stjórnsýslu er einnig í boði sem fjarnám og stunda það um 30 nemendur víðs vegar um landið. Diplómanemar geta sótt um fullt meistaranám og fengið einingar sínar metnar inn í það. Einnig geta nemendur tekið hluta meistaranámsins við erlenda háskóla sem bjóða meistaranám á þessum sviðum. Markmið alþjóðasamskipta- námsins er að mæta vaxandi þörf fyrir menntað starfsfólk með þekkingu á alþjóðasamskiptum. Í tímum er meðal annars fjallað um utanríkismál Íslands, hlutverk alþjóðastofnana og skipulag og samningatækni í alþjóðasamskiptum, fjölmenningu og margt fleira. Meistaranám í opinberri stjórnsýslu býr fólk undir fjöl- breytt störf á vettvangi ríkis, sveitarfélaga, sjálfseignarstofnana, ráðgjafarfyrirtækja og einkafyrir- tækja sem starfa náið með opinberum aðilum. Nemendur fræðast um sérstöðu opinbera geirans, hvernig lagaumhverfi er háttað og um áhrif nálægðarinnar við hið pólitíska vald. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu félagsvísindadeildar http://www. hi.is/ undir stjórn- málafræðiskor, en auk þess er hægt að fá upplýsingar hjá Margréti S. Björnsdóttur forstöðumanni í síma 525-4928 og Kolbrúnu Eggertsdóttur deildarstjóra framhaldsnáms fél- agsvísindadeildar í síma 525-4253. Býr fólk undir fjölbreytt störf Margrét S. Björnsdóttir er forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.