Fréttablaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 4
4 4. janúar 2006 MIÐVIKUDAGUR
Afsögn ráðherra Fjármálaráðherra
Póllands, Andrzej Mikosz, hefur sagt
af sér vegna ásakana um að hann hafi
verið viðriðinn fjármálamisferli. Forsæt-
isráðherrann, Kazimierz Marcinkiewicz,
greindi frá þessu í gær.
PÓLLAND
Eldur í borpalli Rúmlega eitt
hundrað menn þurftu að yfirgefa
norska olíuborpallinn Snorra B
undan ströndum Noregs vegna
eldsvoða í fyrrinótt. Eldurinn kom
upp í rafmagnstöflu og var öllum
starfsmönnum umsvifalaust skipað
að fara um borð í björgunarbáta.
Ekki kom til þess að þyrfti að sjósetja
bátana því öryggisvörðum tókst að ráða
niðurlögum eldsins á skömmum tíma.
NOREGUR
BANDARÍKIN Enda þótt uppbygg-
ingin í Írak sé skammt á veg
komin ætlar Bandaríkjastjórn
ekki að fara fram á frekari fjár-
veitingar til hennar. Helming-
ur þess fjárs sem ætlað var til
uppbyggingar fór í baráttuna við
uppreisnarmenn og réttarhöldin
yfir Saddam Hussein.
Þegar fjárlög næsta árs verða
rædd á bandaríska þinginu í
febrúar ætlar ríkisstjórn George
W. Bush ekki að fara fram á neitt
fé til viðbótar við þá 18,4 millj-
arða dala, eða 1.158 milljarða
íslenskra króna, sem þegar hefur
verið úthlutað til uppbyggingar-
starfs í Írak. Að því er stórblaðið
Washington Post hermir á enn
eftir að ráðstafa fimmtungi þess
fjár en búist er við að það klárist
í lok þessa árs. Bandarískir emb-
ættismenn í Bagdad segja að þá
verði írösk yfirvöld, í samvinnu
við erlendar ríkisstjórnir, að sjá
um þá uppbyggingu sem eftir
er. „Bandaríkin ætluðu aldrei
að reisa Írak algerlega upp úr
rústum sínum,“ sagði William
McCoy, undirhershöfðingi og
umsjónarmaður uppbyggingar-
innar í landinu, á blaðamanna-
fundi á dögunum. Þessi ummæli
eru reyndar í mótsögn við orð
Bush forseta frá því í ágúst 2003
þegar hann sagðist ætla að gera
innviði íraska samfélagsins að
þeim traustustu í Mið-Austur-
löndum, en þá var uppreisnin í
landinu varla hafin.
Síðan uppbyggingin hófst eftir
innrásina 2003 hafa hundruð
milljarða króna sem átti að verja
til endurbóta á úr sér gengnu
veitukerfi landsins, svo og á skól-
um, sjúkrahúsum og opinberum
byggingum, verið sett í staðinn í
verkefni sem tengjast löggæslu
og hernaðarmálum, til dæmis
uppbyggingu öryggissveita og
fangelsa. Auk þess hefur drjúgur
skildingur runnið til rannsóknar
á máli Saddams Hussein og rétt-
arhaldanna yfir honum.
Fyrir þá peninga sem eftir
eru á að reisa 900 skóla, 160
heilsugæslustöðvar og lagfæra
götur og vegi um allt land. Aftur
á móti er talið að það muni kosta
tugi milljarða Bandaríkjadala að
koma innviðum Íraks í eðlilegt
horf en þeir voru nánast í molum
eftir þrjú stríð og tólf ára við-
skiptaþvinganir. Olíuframleiðsla
er enn víða minni en hún var
fyrir innrásina og að meðaltali
njóta íbúar Bagdad rafmagns
í einungis sex klukkustundir á
sólarhring.
Í annarri grein Washington
Post frá því í gær er svo greint
frá því að bandarísk stjórnvöld
hyggist á árinu draga verulega
úr umsvifum sínum í Afganist-
an. Mestu munar þar um fækkun
um 2.500 manns í herliði Banda-
ríkjamanna í suðurhluta lands-
ins þar sem uppreisnin gegn her-
setunni hefur verið hvað mest.
Áformað er að hermenn á vegum
Atlantshafsbandalagsins komi í
stað þeirra.
Afganskir embættismenn
sem blaðið ræddi við hafa af
því áhyggjur að brottflutning-
ur bandarísku hermannanna sé
ótímabær og ákvörðunin ráðist
frekar af pólitískum þrýstingi
heima fyrir en aðstæðum á vett-
vangi. Lið NATO hefur eink-
um séð um friðargæslu á þeim
svæðum þar sem rósturnar hafa
verið minni og því er ekki víst
að það sé í stakk búið til að eiga
í átökum við talibana og aðra
hópa uppreisnarmanna sem þar
hafast við. Því eru ríki á borð
við Holland sögð vera að velta
því alvarlega fyrir sér hvort þau
eigi að senda hermenn sína í svo
hættuleg verkefni.
sveinng@frettabladid.is
FYRIRBOÐI Írakskur hermaður horfir á eftir bandarískri herþyrlu í bænum Baqouba.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Fjárveitingum til Íraks hætt
Bandaríkjastjórn ætlar ekki að fara fram á frekari fjárveitingar frá þinginu til uppbyggingarstarfs í Írak. Þá ætla
Bandaríkjamenn einnig að rifa seglin í Afganistan og láta Atlantshafsbandalagið taka að sér fleiri verkefni.
104,6979
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur 62,64 62,94
Sterlingspund 108,34 108,86
Evra 74,43 74,85
Dönsk króna 9,973 10,031
Norsk króna 9,333 9,387
Sænsk króna 7,935 7,981
Japanskt jen 0,5342 0,5374
SDR 89,87 90,41
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 03.01.2005
PARÍS, AP Ríkisstjórn Frakklands
ákvað í gær að aflýsa neyðar-
ástandi sem lýst var yfir eftir að
óeirðir brutust út í hverfum inn-
flytjenda víðs vegar um landið í
haust.
Upphaflega var áætlað að
neyðarlögin giltu til febrúarloka
en að sögn Jacques Chirac forseta
hefur ástandið batnað svo mikið
að ástæðulaust væri að halda lög-
unum til streitu.
Neyðarlögin heimiluðu yfir-
völdum að setja á útgöngubann
og gera umfangsmiklar húsleitir
en fá sveitarfélög nýttu sér þær
heimildir. ■
Franska stjórnin:
Neyðarlögin
numin úr gildi
VAKTIN STAÐIN Franska lögreglan hafði
í nógu að snúast í haust þegar reið
ungmenni brutu allt og brömluðu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLA Við húsleit í Vestmann-
aeyjum á mánudagskvöld fann lög-
regla rúmt kíló af hassi. Leitin var
hluti af rannsókn fíkniefnamáls sem
upp kom á gamlársdag. Einn situr í
gæsluvarðhaldi og kona hefur játað
umfangsmikla fíkniefnasölu.
Að sögn lögreglu hefur verið leitað
í fjölmörgum húsum í bænum með
fíkniefnahundi. Nýjasti fundurinn
var í húsnæði tengdu manninum
sem situr í gæsluvarðhaldi. Síðan
á gamlársdag hafa fundist um 1,3
kíló af hassi og 20 grömm af amf-
etamíni.
Maðurinn hefur kært gæslu-
varðhaldsúrskurðinn til Hæst-
aréttar. - óká
Lögreglan í Vestmannaeyjum:
Fann kíló af
hassi í viðbót
KJARAMÁL „Okkar afstaða til
félaga og fjárfestinga kemur fram
í aðgerðum á markaði,“ segir Ari
Edwald, formaður stórnar Gildis
lífeyrissjóðs, sem er einn af tíu
stærstu hluthöfunum í FL Group.
Sjóðurinn á um 1,6 prósenta hlut í
félaginu.
Fjöldi þingmanna og forystu-
menn samtaka launafólks hafa for-
dæmt ofurlaun og hundruð millj-
óna króna starfslokasamninga
við Sigurð Helgason og Ragnhildi
Geirsdóttur fyrrverandi forstjóra
FL-group og Icelandair.
„Við einbeitum okkur aðeins
að ávöxtunarmöguleikum. Um 20
prósent af eignum sjóðsins er til
ávöxtunar erlendis og við höfum
ekki farið út á þá braut að hafa
afskipti af þessum hlutum,“ segir
Ari.
Haft var eftir Helga Laxdal
varaformanni stjórnar Gildis í
kvöldfréttum Ríkisútvarpsins
í gær að umræddir starfsloka-
samningar væru út úr öllu korti.
„Hinir betur launuðu gefa skít
í samhljóminn og skynsemina,“
segir í ályktun sem stjórn
Verkalýðsfélagsins Vöku á
Siglufirði hefur sent frá sér
vegna málsins.
„Bilið eykst stöðugt milli
þeirra sem vinna á umsömdum
launatöxtum og hinna sem taka
laun eftir ákvörðunum stjórna
fyrirtækja eða fá laun sín
ákvörðuð eftir öðrum leiðum,“
segir einnig í ályktuninni. - jh
Ari Edwald, stjórnarformaður lífeyrissjóðs í hópi hluthafa FL Group:
Aðeins horft á ávöxtunina
ÞEGAR ALLT LÉK Í LYNDI Hannes Smárason,
Jón Karl Ólafsson, Ragnhildur Geirsdóttir
og Sigurður Helgason þegar breytingarnar á
forystu flugfélagsins voru tilkynntar í fyrra.