Fréttablaðið - 04.01.2006, Page 10

Fréttablaðið - 04.01.2006, Page 10
10 4. janúar 2006 MIÐVIKUDAGUR ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 3 08 32 1 /2 00 6 www.urvalutsyn.is Ferðir í eina og tvær vikur í janúar á hreint ótrúlegu verði. 39.900* kr. Verð óháð fjölda, þó lágmark 2 í íbúð *Innifalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Skelltu þér í sólina á frábæru verði! Brottfarir Gistingar í boði 11., 18. og 25. jan. Montemar og Bahia Meloneras Fáðu ferðatilhögun, nánari upp- lýsingar um gististaðina og reiknaðu út ferðakostnaðinn á netinu! Verð frá: M I Ð V I K U D A G U R 5 D A G A V E Ð U R S P Á F Y R I R G R A N C A N A R I A 19ºC 18ºC Heiðskírt F I M M T U D A G U R 18ºC 17ºC Heiðskýrt F Ö S T U D A G U R 19ºC 18ºC Heiðskýrt L A U G A R D A G U R 19ºC 17ºC Léttskýjað S U N N U D A G U R 18ºC 17ºC Heiðskýrt SKOÐANAKÖNNUN 35 prósent Íslend- inga telja að persónulegir hagir þeirra verði betri á þessu ári en í fyrra og er þetta fjölgun um sex prósentustig frá því á síðasta ári. Þetta kemur fram í skoðanakönn- un Gallup. 55 prósent telja að hagur þeirra verði svipaður og í fyrra og sex prósent telja að persónulegur hagur verði verri. Íslendingar eru aðeins svartsýnni þegar spurt var út í afstöðu til efnahagsástandsins og telja níu prósent að það verði betra en í fyrra. Fyrir ári töldu 14 prósent að efnahagsástandið yrði betra á árinu. - ss Skoðanakönnun Gallup: Landsmenn bjartsýnni MEXÍKÓ, AP Leiðtogar Zapatista- u p p r e i s n a r h r e y f i n g a r i n n a r í Mexíkó hittu á mánudag forsvarsmenn hagsmunasamtaka fátækra og indíána á opnum fundi í bænum San Cristobal de las Casas við upphaf hringferðar zapatistaforingja um landið sem þeir vonast til að marki upphafið að nýjum tímum í mexíkóskum stjórnmálum. Aðaltalsmaður hreyfingarinn- ar, hinn ævinlega lambhúshettu- klæddi Marcos, mætti á mótorhjóli í broddi fylkingar sinna manna á jeppum og pallbílum. Kvöldið áður hafði Marcos formlega hafið hringferðina með eldheitri ræðu gegn kapítalisma, fríverslun og Mexíkóstjórn. Á hann hlýddu um 15.000 fylgismenn. Talsmenn Vicente Fox Mexíkó- forseta sendu frá sér yfirlýsingu af þessu tilefni þar sem hring- ferð zapatista var fagnað sem áfanga sem gæti styrkt lýðræðið í landinu; að Zapatistahreyfingin reyni að koma pólitískum boðskap sínum á framfæri með friðsam- legum hætti væri framför. - aa „SUBCOMANDANTE“ MARCOS Aðaltalsmaður Zapatista-uppreisnar- hreyfingarinnar leggur af stað í hringferð um Mexíkó. NORDICPHOTOS/AFP Leiðtogar Zapatistahreyfingarinnar í hringferð um Mexíkó: Fagnað sem áfanga að sátt VIÐURKENNINGAR Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Jónu Hrönn Bolladóttur, Bjarna Karlssyni, Hope Knútsson og Kramhúsinu viðurkenningu Al- þjóðahúss fyrir lofsverða frammi- stöðu í málefnum innflytjenda. Viðurkenningarnar, sem nú eru veittar í þriðja skiptið, þjóna þeim tilgangi að vekja athygli á jákvæðu starfi sem unnið er hér á landi í málefnum innflytjenda. - æþe Viðurkenning Alþjóðahúss: Vöktu athygli á innflytjendum Í ALÞJÓÐAHÚSI Viðurkenningar veittar fyrir gott starf í málefnum innflytjenda. PALESTÍNA, AP Stjórnmálaflokkar Palestínumanna hófu í gær formlega kosningabaráttuna fyrir boðaðar þingkosningar þann 25. janúar. Spenna fer vaxandi milli fylkinga Fatah-hreyfingar Mahm- ouds Abbas Palestínuleiðtoga og Hamas-hreyfingarinnar herskáu. Abbas vakti í fyrradag í fyrsta sinn máls á því að til greina kæmi að fresta kosningunum, en áður hafði miðstjórn Fatah skorað á hann að fresta kosningunum, annars vegar vegna ólgunnar á Gazasvæðinu og hins vegar vegna áforma Ísraela um að banna pal- estínskum íbúum Jerúsalem að kjósa. Tilgreindi Abbas sérstak- lega að ekki væri hægt að una því síðarnefnda. Róstursamt hefur verið á her- teknu svæðunum að undanförnu, sérstaklega á Gaza eftir að Ísrael- ar höfðu sig þaðan á brott í sept- ember síðastliðnum. Uppþot og mannrán hafa færst mjög í vöxt og í síðustu viku var lögreglu- þjónn skotinn til bana. Á mánudag gerðu um tvö hundruð palestínskir lögreglu- menn stutta uppreisn og lögðu undir sig nokkrar opinberar byggingar í Rafah á Gaza til að mótmæla getuleysi stjórnvalda við að halda uppi lögum og reglu. Rósturnar eru taldar veikja stöðu Fatah verulega og óttast liðsmenn hreyfingarinnar að það muni gagnast erkikeppinautunum í Hamas vel, en þeim hefur verið spáð góðu gengi í kosningunum. Talsmenn Hamas kröfðust þess í gær að ekki yrði hvikað frá því að kosningarnar færu fram samkvæmt áætlun. Ólíklegt þykir að Abbas muni fyrirskipa frestun þeirra án samþykkis Hamas. Yfirmaður Shin Bet-öryggis- lögreglunnar í Ísrael tjáði þing- nefnd á Ísraelsþingi í gær að gangi það eftir að Hamas fái góða kosningu boði það „mikil vand- ræði“ fyrir Ísrael. - aa / -sg Spenna vex milli fylkinga Stjórnmálaflokkar í Palestínu hófu í gær formlega kosningabaráttu fyrir þingkosningar sem boðaðar hafa verið 25. janúar. Spenna fer vaxandi milli fylk- inga og auknar líkur virðast á frestun kosninganna. KOSNINGABARÁTTAN HAFIN Palestínsk ungmenni sleppa blöðrum í palestínsku fánalitun- um á kosningafundi Fatah-hreyfingarinnar í Ramallah í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÚGANDA, AP Helsti leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Úganda, Kizza Besigye, kallaði í gær forseta landsins einræðisherra sem ætti að leiða fyrir rétt fyrir hryðjuverk. Hann lét þessi hörðu ummæli falla daginn eftir að hann var látinn laus úr fangelsi uns ákærur á hendur honum sjálfum verða teknar fyrir dóm, en ákærurnar segir Besigye að séu allar uppspuni frá rótum, ætlaðar til að hindra sig í að etja kappi um forsetaembættið í kosn- ingum í febrúar. Hryðjuverk og landráð eru meðal ákæruatriða á hendur Besigye. Á blaðamannafundi í höfuðborginni Kampala í gær sagði hann handtöku sína hafa verið pólitíska. Hann hafði verið í gæsluvarðhaldi síðan 14. nóvember. Besigye er fyrrverandi samherji Yoweri Museveni forseta, sem setið hefur við völd í landinu í 19 ár, en er nú talinn skeinuhættasti mótherji hans. ■ Stjórnarandstaða í Úganda: Segir forsetann einræðisherra KIZZA BESIGYE Stjórnarandstöðuleiðtoginn ásamt eiginkonu sinni, Winnie Byanyima, á blaðamannafundi í Kampala í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HÁTÍÐ Um áramótin hófst tíunda starfsár Byrgisins og af því tilefni var blásið til veislu á Ljósafossi þar sem starfsemin fer fram. Fyrrverandi og núverandi vistmenn stigu á stokk og léku tónlist sem yfirleitt er í harðari kantinum í Byrginu. Fluttur var leikþáttur og Guð- mundur Jónsson forstöðumaður rakti sögu Byrgisins. Um kvöld- ið var svo kaffihlaðborð þar sem meðal annars var boðið upp á ráðherratertu og vífillengju með sultu og rjóma. - jse Tíunda starfsárið hafið í Byrginu: Rokk og ráðherraterta ROKKARAR Í BYRGINU Jósep og Sigurjón Ingi úr hljómsveitinni Parsonsband rokk- uðu feitt í Byrginu. ÞOKA Í ÞESSALÓNÍKU Vegfarendur í grísku borginni Þessalóníku létu ekki þokumóðu á sig fá í gær heldur nutu þeir göngunnar meðfram strandlengjunni. Regnhlífar Georgs Zongolopoulos speglast í pollinum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.