Tíminn - 31.12.1976, Side 3

Tíminn - 31.12.1976, Side 3
Föstudagur 31. desember 1976 3 Stjarnfræðingurinn telur þetta hafa verið tunglið, en ég er ósammdla honum segir Stefán Guðmundsson, HV-Reykjavik — Ég hef átt við- ræftur við Þorstein Sxmunds- son, stjarnfræðing, um Ijósafyr- irbrigöi þetta. Hann telur vist, að það sem við sáum hafi veriö lungiið, en ég get ekki sætt mig við þá skýringu, þvi tungliö tek- ur ekki á rás um himingeiminn, likt og þetta gerði, sagði Stefán Guðmundsson, Flókagötu 54, i viðtali við Timann í gær. Fyrirbrigði það, sem Stefán talar um, er ljósfyrirbæri, sem hann og fjölskylda hans sáu og fylgdust með á vesturhimni yfir Reykjavik siðastliðið sunnu- dagskvöld. — Við vitum, að hér sjást allt- af öðru hvoru ljósfyrirbæri á himni, sagði Stefán ennfremur i gær, og að mörg þeirra virðast óútskýranleg. Ég setti þetta ljós ekki i samband við neinar kynjaverur frá öðrum sólkerf- um, eða neitt slikt, en ég er þess fullviss, að þetta var ekki tungl- ið. Að minnsta kosti ein fjöl- skylda önnur sá þetta og þeirra lýsing á þvi kemur heim og saman við okkar. bau héldu i fyrstu, likt og viö, að þetta væri tunglið.enégerþess fullviss, að þetta var eitthvað annað. — Meðferð skraufelda og áramóta- sprengja Timanum hefur borizt eftirfarandi frá iæknum hey rna rdeildar Heilsu- verndarstöðvar Reykjavik- ur: Við læknarnir, og heyrnar- deild Heilsuverndarstöðvar Reykjavikur, fáum til með- ferðar marga, einkum börn og unglinga, sem orðið hafa fyrir meira eða minna heilsutjóni að völdum ýmis- konar skrautelda og spreng- inga um þetta leyti árs. Það er þvi full ástæða til að vara alla við hættunni. Það er stórhættulegt og beinlinis glæpsamlegt að kasta „kin- verjum” og álika sprengjum að fólki. Verði sprenging nærri eyra má búast við varanlegri heyrnarskemmd, jafnvel einnig gati á hljóðhimnu. Flugeldar geta sprungið þegari'þeim er kveikt . Gætið þess að andlit eða hendur lendi ekki i stróknum frá eld- flaug. Blinda, brunasár og varanleg örorka hefur þrá- faldlega hlotist af óaðgætni við tendrun eldflauga, og annars þess háttar. Aldrei er of varlega farið með þessa hluti og best að hafa þá ekki um hönd. Eink- um þurfa foreldrar og for- ráðamenn barna og unglinga að vera vel á verði og reyna að sjá til þess að þetta unga fólk hafi ekki sprengjur um hönd, en þær valda einkum alvarlegu og varanlegu heilsutjóni. Margir hafa komið til okk- ar á heyrnardeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavikur með skerta heyrn og sködduð eyru á undanförnum árum. Látum það ekki koma fyrir i þetta sinn. Ymsir munir úr Snæfelli settir á minjasafn og vélin gefin til kennslu — rætt um að sökkva skrokknum á hafi úti K.S. Akureyri — Nýlega var ákveðið af forráðamönnum KEÁ að gefa Akureyrardeild Vélskóla tslands aðalvél gamla Snæfells, en það er 600 hestafla Wickman- vél, sem i framtiðinni verður not- uð til kennslu i Vélskólanum. Snæfelli EA-740 var lagt i nóvem- ber 1973 og við athugun á skipinu kom i ljós, að það þarfnaðist það mikilla viðgerða, ef útgerð þess ætti að halda áfram, að ekki þótti svara kosnaði að leggja i þær við- gerðir. Þá mun fyrirhugað að varö- veita á minjasafni ýmsa muni úr skipinu, en um endalok skipsins er ckki full ákveðið, en heyrzt hefur, að þvi verði sökkt á hafi úti. Snæfell var smiðað i skipa- smiðastöð KEA á árunum 1941- 1943. Skipasmiðameistari þess var Gunnar Jónsson. Snæfell er 165 t. að stærð, smiðað úr eik, og erstærsta skip sem smiðað var i skipasmiðastöðKEA. Er það fór i reynsluferð sina, 1. júli 1942, var mörgum framámönnum boð’ið með, sem enn i dag minnast þeirrar ferðar og sennilega ekki sizt vegna þess, að allir höfðu þeir eftir ósk og áskorun reynds út- gerðarmanns, fórnað Ægi höfuð- fötum sinum Snæfelli til heilla. En svo sem kunnugt er reyndist Snæfell alla tið hið mesta heilla- og happaskip, og var um fjölda ára eitt aflasælasta skip islenzka fiskveiðiflotans. m------------->■ Snæfell Timamynd: K.S. Almannavarnir: Sérstakar aðgerðir við stórbruna og sprenging- ar í mannmörgum húsum Gsal-Reykjavik. — í því neyðarskipulagi fyrir Reykjavík, sem verið er að Ijúka við, er gert ráð fyrir sérstökum aðgerðum, þegar um stórbruna eða sprengingar er að ræða í mannmörgum húsum, sagði Guöjón Petersen fulltrúi Almannavarna ríkisins i samtali við Timann. — Varðandi brunann i Æsufelli 2, hélt Guðjón áfram, var haft samband við Almannavarnir og fulltrúi frá okkur fór ásamt fram- kvæmdastjóra Rauða krossins upp i Fellahelli, en Rauði krossinn sér um þann þátt i þessu , skipulagi, sem flokkast undir að sjá um heimilislausa — veita þeim húsaskjól og þess háttar. 'Þeir könnuðu hvort einhverjir ibúa Æsufells 2 hefðu ekki höfði sinu að halla einhvers staðar, og voru gerðar ráðstafanir til þess að hafa laust pláss á Hótel Loft- leiðum, en ekki þurfti til þess að koma. — Hvert er hlutverk Almanna- varna við stórbruna eða sprengingar i fjölbýlishúsum samkvæmt neyðarskipulaginu? — Það er ekki gott að lýsa þvi i stuttu máli, en ef stórbruni verður á þvi stigi, samkvæmt okkar skipulagi, aö nauösynlegt sé að virkja meira hjálparstarf heldur en hinar daglegu öryggis- stofnanir ráða við, — er það eins og i öðrum neyðaráætlunum, aukið er við liði, opnaðar eru fjöldahjálparstöðvar, fæði og húsaskjól veitt og fleira og fleira. 1 stuttu máli, almennt björgunar- og hjálparstarf. 2 skip leita loðnu — strax eftir áramót gédé Rvik — Það er unnið að áætlun skipa Hafrann- sóknarstofnunar núna, og þvi liggur hún ekki fyrir enn, sagði Jón Jónsson forstöðu- maöur stofnunarinnar i gær. Jón sagði, að þó væri ákveðið, að tvö rannsóknar- skipanna færu að fylgjast meö loðnugöngu stras eftir árainótin, annað vestur fyrir land en hitt austur. Það er rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson, sem mun halda vestur fyrir land i loðnuleit, og verður Hjáimar Vilhjálmsson fiskifræðingur leiðangursstjóri þar um borð. Rannsóknarskipið Arni Friðriksson fer á loðnumiðin fyrir Austurlandi og verður Eyjólfur Friðgeirsson fiski- fræöingur leiðangursstjóri. Um aðrar rannsóknar- ferðir hefur enn ekki verið tekin endanleg ákvörðun. MIKLAR SKEMAADIR — í bruna í Hafnarfirði á miðvikudagskvöld HV-Reykjavik. — Rétt um klukkan 21 á miðvikudagskvöld, var til- kynnt uni eld i risi hússins að Strandgötu 50 I Hafnarfirði, sem er gamalt timburhús. Slökkvilið Hafnarfjarðar kom á staðinn, en þar sem erfiölega gekk að komast að eldinum stóð slökkvistarf fram undir miðnætti og miklar skemmdir urðu af völdum vatns I fjórum íbúöum I húsinu. Skemmdir af völdum eldsins sjálfs urðu mestar i risinu sem er geymsluris, en mikill hluti þaksins brann. Þó tókst eldinum að kom- ast gegn um gólf og valda nokkru tjóni í einni íbúö. Ekki lá Ijóst fyrir i gær hvað valdið hefði eldinum, en taliö var óliklegt að það væri af völdum rafmagns. (Timamynd G.E.)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.