Tíminn - 31.12.1976, Qupperneq 20
20
Föstudagur 31. desember 1976
Föstudagur 31. desember 1976
21
I.
Við þessi áramót er mér efst i hug, hvað áunnizt hef-
ur i landhelgismálinu á þessu ári, og raunar á siðast
liðnum tuttugu og fimm árum. Það er ævintýri likast.
A þessum aldarfjórðungi hefur yfirráðasvæði islenzka
rikisins margfaldazt. Frá 1901-1952 var fiskveiðiland-
helgi við Island um 25 þúsund ferkilómetrar. Eftir út-
færsluna 1952 varð fiskveiðilandhelgin um 43 þúsund
ferkilómetrar. Siðan hefur hún verið færð út i áföng-
um, eins og kunnugt er, fyrst 1958 i sjötiu þúsund fer-
kilómetra, 1972 i 216 þúsund ferkilómetra og nú siðast
1975 i um sjö hundruð fjörutiu og átta þúsund ferkiló-
metra. Þessar tölur sýna, hve stækkunin er stórkost-
leg, og það er ástæða til að rifja þær upp og festa sér
þær i minni.
Útfærsla fiskveiðimarkanna hefur átt sér stað i
áföngum og i öll skiptin með einhliða ákvörðun Is-
lendinga. Enginn áfanginn hefur náðst baráttulaust.
Er af þeirri baráttu allri mikil saga, sem hér vinnst
ekki timi til að rekja. Er þó ekki vanþörf á að minna á
staðreyndir þessara mála ööru hverju, þvi að unnin af-
rek gleymast stundum furðu fljótt, og þeir, sem söguna
skrifa, láta sundum stjórnast af vilsýni.
En hvort sem baráttan hefur staðiö lengur eöa skem-
ur i hvert skipti, og hvort sem átökin hafa verið meiri
eða minni hverju sinni, hafa deilurnar að lokum i öll
skiptin verið settar niöur við samningaborðið, og hefur
þá stundum orðið að veita öðrum þjóðum nokkurn að-
lögunartima. Samningsaðstaðan hefur jafnan byggzt á
frækilegri frammistöðu landhelgisgæzlunnar og óbil-
andi viljafestu og samstöðu alls þorra landsmanna.
Eftir siðustu útfærslu voru samningar gerðir við
nokkrar þjóðir um takmarkaðar veiðiheimildir um
sinn, og gilda nokkrir þeirra samninga fram á næsta
ár. Bretar sendu hins vegar sem fyrr flota sinn og
dráttarbáta inn i fiskveiðilandhelgina og héldu hér
uppi veiðum undir herskipavernd. Kom oft til harðra
og hættulegra átaka á miðunum, en várðskipin hindr-
uðu veiðar hinna brezku lögbrjóta, svo sem kostur var,
og var öll þeirra frammistaða svo frábær og árangurs-
rik, þó að við flota hennar hátignar væri að eiga, að at-
hygli vakti með öðrum þjóðum, Goliat fékk ekki ráðið
við Davið. Þegar Bretar sáu, aö i óefni stefndi fyrir
margra hluta sakir, féllust þeir á að binda endi á deil-
una með samkonulagi, sem gengið var frá i Osló 1. júni
sl., en áður hafði það verið undirbúið, m.a. með orð-
sendingaskiptum. Fengu Bretar samkvæmt þvi tak-
markaðar veiðiheimildir i 6 mánuði, en hétu þvi að
stunda eigi veiðar i islenzkri fiskveiðilandhelgi eftir
þann tima, nema leyfi islenzkra stjórnvalda kæmi til.
Kemur þetta fram i 10. gr. samkomulagsins, sem er
kjarni þess, og ákveðin var samkvæmt tillögu ís-
lendinga. Þar segir svo:
„Samningur þessi skal gilda i 6 mánuði frá gildis-
töku. Eftir aðsamningurinn fellur úr gildi, munu brezk
skip aðeins stunda veiðar á þvi svæði, sem greint er i
hinni islenzku reglugerð frá 15. júli 1975 (þ.e. 200 milna
reglugerðinni) i samræmi við það, sem samþykkt kann
að verða af Islands háifu.”
Skýrari viðurkenningu Breta á 200 milna fiskveiði-
landhelginni var eigi unnt að fá, enda sigldu öll brezku
skipin út fyrir mörkin 1. desember sl., og hafa ekki sézt
á islenzkum fiskimiðum siðan. Það var sögulegur dag-
ur. Þá var náð marki, sem flestir hefðu talið draumóra
fyrir aldarfjórðungi.
Ég held, að ekki sé ofmælt að Islendingar hafi verið
forustumenn i þeirri þróun hafréttarmála, sem átt hef-
ur sér stað á alþjóöavettvangi á siðustu árum. Enn sér
að visu ekki fyrir endann á Hafréttarráðstefnunni, en
æ fleiri þjóöir telja sér ekki fært að biða úrslita hennar.
Þeim þjóðum fjölgar stöðugt, sem taka sér 200 milna
efnahagslögsögu eða gera það nú um þessi áramót.
Það gera riki Efnahagsbandalagsins einnig þ.á m.
Bretar, sem lengst og harðast hafa barizt gegn einhliða
útfærslu á fiskveiðilandhelgi annarra þjóða. Og nú
nefnir enginn alþjóðalög eða alþjóðadómstól. Skyldu
þeir dómendur, sem dæmdu i máli Breta gegn okkur,
aldrei eiga andvökunætur? Hver sem úrslit Hafréttar-
ráöstefnunnar verða, þá er augljóst, að 200 sjómilna
auðlindalögsagan hefur sigraö og nýtur viðurkenning-
ar sem alþjóðalög.
Efnahagsbandalagið lýsir yfir sameiginlegri 200 sjó-
milna fiskveiðilögsögu bandalagsrikjanna frá þessum
áramótum. Það fer með fiskveiðimálin fyrir hönd
bandalagsrikjanna. Þaö leitar eftir samningum viö
aðrar þjóöir um fiskveiðiheimildir, og þá gjarnan á
svokölluðum gagnkvæmisgrundvelli. Það hefur leitað
eftir samkomulagi við Island um fiskverndarmál og
gagnkvæm fiskveiði réttindi, og þá sérstaklega a.m.k.
fyrst i stað fyrir Breta. Viröist einhvers konar bráða-
birgðaframlenging samkomulagsins vð Breta einkum
höfð i huga.
1 samkomulaginu við Breta frá 1. júni er hvorki
fyrirheit né skuldbinding til viðræðna eða neins konar
samkomulags við Efnahagsbandalagið um þessi mál.
Eigi að siður þótti sjálfsagt aö verða við þeirri ósk
Efnahagsbandalagsins að eiga viðtöl við fyrirsvars-
menn þess um þessi efni. Það er ekki islenzka rikis-
stjórnin heldur Efnahagsbandalagið, sem hefur óskað
eftir þessum viðræöum. Þetta er rétt að undirstrika.
A meðan barátta er háð og marki er ekki náð, getur.
það verið stefna að leita eftir samkomulagi. Sam-
komulag getur verið úrræöi til aö ná settu marki. Þeg-
ar menn hafa náð þvi, sem að var stefnt og fengið
viðurkenningu fyrir rétti sinum, getur mótaöilinn sótt
á um samninga. Og stundum geta menn taliö ráðlegt
eða neyözt til að gera samninga. En að jafnaöi reyna
menn þá að standa á rétti sinum eftir þvi sem geta
Ólafur Jóhannesson:
MÐ ÁRAMÓ T
leyfirog skynsamlegt er meö hliðsjón af öllum aöstæð-
um. Þegar á þetta er litið, er augljóst hvilikt öfugmæli
það er i raun og veru að tala um, að það sé stefna is-
lenzku rikisstjórnarinnar að semja við Efnahags-
bandalagið um veiðiheimildir innan isienzkrar fisk-
veiöilandhelgi. Það hlýtur að vera stefna rikisstjórnar-
innar að tryggja Islendingum einum afrakstur is-
lenzkra fiskimiða að þvi marki, sem þeir þurfa á að
halda og eru færir um að nýta þau.
Það er Efnahagsbandalagið, en ekki Islendingar,
sem sækjasteftir samningum. Þaðer sjálfsagt aö ræöa
það mál og skoða. En eins og sakir standa, virðist ekki
grundvöllur fyrir siikum samningum. Aö visu getur
samkomulag um fiskverndarmál átt rétt á sér, sem þá
væri auðvitað ekki einskorðað við islenzka fiskveiöi-
landhelgi eina. En samkvæmt áliti fiskifræðinga, sem
ekki verður framhjá gengiö, geta íslendingar veitt all-
an þann fisk, sem ráðlegt er að veiða á Islandsmiðum á
næsta ári, og á það sérstaklega við um þorsk’veiðarnar.
Það eru engar likur að þvi leiddar, að Efnahagsbanda-
lagið geti veitt Islendingum fiskveiðiréttindi, sem vegi
upp á móti þeim veiðiheimildum, sem bandalagsriki
hafa á næsta ári á Islandsmiðum samkvæmt samning-
um, sem enn eru i gildi, hvað þá heldur meira. Sé farið
fram á frekari veiðiheimildir, og þá sérstaklega fyrir
Breta, er þvi i raun réttri farið fram á gjöf, en ekki
byggt á gagnkvæmni, sem sagt er þó, að sé stefnu-
skráratriði bandalagsins. 1 samskiptum við aðrar
þjóðir verður jafnan margs að gæta, og einangrun get-
ur aldrei orðið okkur tslendingum hagstæð. Við leggj-
um mikla áherzlu á góð og vinsamleg samskipti við
Breta og viljum mikið á okkur leggja i þvi skyni, en á
slikum örlætisgerningi höfum við blátt áfram ekki efni.
Það verða Bretar og aðrir Efnahagsbandalagsmenn að
skilja. Má og á þá staðreynd benda, að á sl. ári nam
innflutningur tslands frá Efnahagsbandalaginu nær
45% af heildarinnflutningi, en á sama tima fór aðeins
um 24% af heildarútflutningnum til bandalagsrikj-
anna.
Ég hefi gerzt hér svo margorður um landhelgismálið
— um framvindu þess á árinu og um það við hverju
megi búast i þeim efnum — vegna þess að ég tel það
mál málanna, og langt yfir öll önnur málefni, sem
mörg hver tengjast meir dægurmáiabaráttunni og
taka gjarna nokkrum breytingum eftir viðhorfum lið-
andi stundar. Það er sannfæring min, að ársins 1976
verði lengst minnzt i tslandssögunni vegna landhelgis-
málsins.
II.
Efnahagsmál svokölluð eru sem endranær ofarlega
á baugi við þessi áramót. Sumum finnst e.t.v. að þau
mál séu orðin svo flókin og sérfræöileg, að naumast sé
á færi annarra en hagfræðinga og sérkunnáttumanna
aö brjóta þau til mergjar. Þá er illa komið, þvi að þau
mál snerta daglegt lif og afkomu hvers og eins. Það er
þvi mikilvægt, að sem flestir láti sig þau nokkru varða
og reyni eftirbeztu getu aö átta sig á framvindu þeirra
mála — horfist i augu við staðreyndir og geri sér grein
fyrir orsökum og afleiðingum. Má raunar á það minna,
að naumast er nokkurt mál svo einfalt, að ekki megi
gera það flókið, ef þannig er á máli haldið.
Efnahagsmál horfa að sjálfsögðu miismunandi við
eftir þvi af hvaða sjónarhóli er litið á þau. Dómur at-
vinnurekandans um efnahagsástandið er oft annar en
launamannsins. Mat hagfræðingsins tekur trúlega
fyrst og fremst mið af afkomu þjóðarbúsins — afkomu
þjóðarinnar sem heildar. Hver einstaklingur litur
gjarna fyrst á það, sem honum er næst — á eiginn hag
og afkomu — bóndinn á afkomu bús sins, útgerðar-
maðurinn á afrakstur útgerðarinnar, verkamaðurinn á
kaupið og kaupmáttinn o.s.frv. Þegar fjallað er um
efnahagsmál, verður þvi margs aö gæta, og verða
menn liklega seint á eitt sáttir i þeim efnum, láta sig
jafnvel hafa það aö neita staðreyndum, ef svo ber und-
ir. Þó að talað sé um efnahagsleg lögmál, eru þau held-
ur ekki alltaf byggð á visindalegum grundvelli og má
vera aö þar gæti meir pólitiskra sjónarmiða. Kenni-
setningar, sem eitt sinn voru taldar góðar og gildar
týnast stundum i timans straumi. En eitt er held ég
öruggt, að efnahagsmálin verða ævarandi viðfangs-
efni. Þau eru ekki vandamál eða viöfangsefni, sem
leyst verði i eitt skipti fyrir öll. Þetta er hollt að hafa
hugfast i almennri umræðu um efnahagsmál og efna-
hagsástand.
Þaö er ekki ætlunin að ræða almennt um efnahags-
mál i þessu áramótaspjalli. Það myndi verða lengra
mál en hér væri við hæfi. Hér verður aðeins vikiö að
þvi, hvernig til hefur tekizt á árinu um meginstefnumið
rikisstjórnarinnará efnahagssviðinu. Segja má, að þar
hafi þessi þrjú borið hæst:
Ólafur Jóhannesson.
1. Að tryggja atvinnuöryggi.
2. Að hemla verðbólgu, þannig að vöxtur hennar yrði
eigi örari hér en i helztu viðskiptalöndunum.
3. Að draga úr viðskiptahalla og bæta gjaldeyrisstöðu.
Um fyrsta atriðið er það að segja, að atvinnuástand
hefur almennt verið gott á árinu. Timabundiö atvinnu-
leysi á einstaka stað er alger undantekning. Verður
seint komið i veg fyrir, að slíkt geti átt sér stað. En
þegar litið er til landsins alls, hefur atvinna verið góð,
og stefnumið stjórnarinnar um atvinnuöryggi hefur
verið náð. Það er mest um vert, þvi að atvinnuleysi er
þjóðarböl. 1 þessu efni erum við ólikt betur staddir en
margar aörar þjóðir, og það meira að segja sumar ná-
grannaþjóðir okkar.
öðru stefnumarkinu hefurekki verið náð. Það hefur
ekki tekizt að koma verðbólgunni niður á sama stig og
hjá viðskiptaþjóðunum. En það hefur samt tekizt að
hægja nokkuð á verðbólguhraðanum. Samkvæmt sið-
ustu spá Þjóöhagsstofnunar verður verðbólga hér á ár-
inu 25-30% á móti 35-37% árið áður. Hér hefur þvi þok-
azt i rétta átt. En i þessu efni þarf að gera betur á kom-
andi ári. Þess er þó að gæta, aö stökkbreytingar á
þessu sviði eru ekki æskilegar. Þeim fylgir mikil rösk-
un. Nú talar enginn um stöðvun verðbólgu, en það þarf
jafnt og þétt og i áföngum að draga úr hraða hennar
svo að við séum á svipaðri bylgjulengd á þessu sviði,
eins og nálægar þjóðir og helstu viðskiptalönd. Niður-
staðan er þvi sú, að þvi er stefnumark tvö varðar, að
um er að ræða umtalsverð batamerki, en um áfram-
haldandi bata er allt i óvissu. Framvindan á þessu
sviði er háð mörgum óráðnum atvikum.
A árinu 1976 hefur tekizt að draga úr viðskipta-
hallanum. Þjóðhagsstofnunin segir, að viðskiptahall-
inn, sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, lækki úr 11,5% á
árinu 1975 i 3,6% á árinu 1976. Mikil breyting til batnað-
ar hefur þvi átt sér stað. Samt þarf að gera betur. A
næsta ári eru taldar horfur á áframhaldandi bata á
þessu sviði, en þó hvergi nærri nægilegum að minu
mati, miðað við aðstæður. Ég veit satt að segja ekki
hvernig færi, ef snögglega skipti um til hins verra um
viðskiptakjör.
Dómsorð Þjóðhagsstofnunar um þjóöarbúskapinn á
þvi ári, sem er að kveðja, eru þessi: ,,A árinu 1976 hef-
ur þvi miðað ótvirætt i jafnvægisátt i þjóðarbúskapn-
um, þegar á heildina er litið. Enn er þó viö alvarlegan
verðbólguvanda og viðskiptahalla að etja”.
Kaupgjalds- og kjaramál eru snar þáttur efnahags-
mála og hafa margslungin áhrif á þeim vettvangi.
Kjarasamningar þeir, sem gerðir voru á árinu voru að
mörgu leyti skynsamlegir i meginatriðum, að minum
dómi, þó að lengi megi deila um prósentustig I áfanga-
hækkunum. Þrátt fyrir umsamdar kjarabætur tala
margir um kjaraskerðingu. Vafalaust er þaö rétt, sé
miðað við velgengnisár fyrrverandi stjórnar. Og i öll-
um samanburði á lifskjörum skiptir meginmáli við
hvaða timamörk er miðað, auk þess, sem taka verður
tillit til ýmissa atriða. Hver og einn miðar sjálfsagt viö
reynslu af eigin afkomu. Skal eigi dregiö i efa, að
mörgum veitist erfitt að ná endum saman. Og það er
óreiknanlegt dæmi, hvernig menn lifa af lægstu um-
sömdum daglaunum eða fastakaupi. Það fer ekki á
milli mála, að mikil spenna er nú rikjandi á kjara-
málasviði. Má þvf sjálfsagt gera ráð fyrir kröfum um
verulegar kaupgjaldshækkanir i næstu kjarasamning-
um, en aðalsamningar renna út 1. mai og i júni lok á
næsta ári. Allir góðgjarnir menn hljóta að vona, að þau
mál leysist án þess að til vinnustöövana komi og án
þess að batamerkjum i þjóðarbúskapnum sé stefnt i
hættu.
En hvað segir hin kalda tölvisi um þessi mál? 1
skýrslu Þjóöhagsstofnunar nr. 6 frá 7. desember segir
svo á bls 9: „Viö lok ársins 1976 verða kauptaxtar laun-
þega 13-14% hærri en meðaltal ársins og er hækkunin
svipuð hjá flestum starfsstéttum. Verðlag veröur um
sama leyti rúmlega 12% hærra en ársmeðaltalið, og
kaupmáttur kauptaxta verður þvi heldur meiri en að
meðaltali á árinu”.
Vilji menn kalla siðustu kjarasamninga varnar-
samninga, verður varla annað sagt, en að þeir standi
undir nafni. Allir virðast sammála um, að kaup hinna
lægst launuðu þurfi að hækka. Um nauðsyn þess hafa
þegar verið höfð nógu mörg orð. Nú gildir að láta verk-
in tala. En verður ekki að horfast i augu við þá stað-
reynd, að það verður naumast gert án þess að þeir,
sem hærri laun hafa slaki nokkuð á sinum kröfum? Er
þó launamunur hér liklega minni en viðast hvar annars
staðar. Ekki er vafi á þvi, að mál þessi verða i brenni-
punkti á komandi ári og framvinda i efnahagsmálum
ræðst mjög af þvi, hvernig til tekst um lausn þeirra.
III.
Á þvi ári, sem nú er senn á enda, hefur orðið meiri
umræða um dómsmál og löggæzlumálefni en oftast
nær áður. Þaö er eðlilegt. Dómsmálum, bæði á sviði
einkamála og opinberrar sýslu hefur fjölgað mjög á
siðustu árum. Afbrotaalda hefur flætt yfir landið. Hef-
ur þar að sumu leyti verið um nýja og áöur óþekkta
misgerninga að tefla, svo sem fikniefnamál og fjársvik
ýmiss konar, sem önnur afbrot hafa svo stundum
sprottið af. Áfengisneyzla hefur og farið vaxandi og átt
sinn þátt i umferðarbrotum, slysum, smygli og öðru
misferli, sem hér verður ekki tiundað. Breyttar lifsað-
stæður, uppeldishættir og þjóðbrautarlega og sitt hvað
fleira koma hér og við sögu.
Segja má, að þessi óhugnanlega afbrotaalda hafi
borizt að tslandsströndum erlendis frá. Glæpa- og
hryðjuverkafaraldur hefur um skeiö hrjáð margar
þjóðir, bæði nær og fjær. Sá faraldur hefur nú að ein-
hverju marki borizt hingað.
Verkefni þeirra, sem fást við dómsmál og löggæzlu,
hafa þvi margfaldazt að undanförnu. Má sjálfsagt
segja, að starfsliði þar hafi ekki veri fjölgað og starfs-
aðstaða bætt, svo sem þurft hefði. Þó hefur margt
færzt i betra horf á þessu sviði á undanförnum árum,
bæði i mannahaldi og aöbúnaði.
Lögreglumönnum hefur verið fjölgað, bæði við rann-
sóknarstörf og i almennri löggæzlu. Löggæzlan er nú
alfarið á vegum rikisins, en var áður nokkuð þung
byrði á sveitarfélögum. Dómurum hefur verið fjölgað,
bæði sjálfstæðum dómurum og fulltrúum. Sérstökum
dómi og rannsóknardeild i fikniefnamálum hefur verið
komið á fót. Ný löggjöf um fangelsi og vinnuhæli hefur
verið sett. Umbætur i refsi- og réttarfarslöggjöf mætti
einnig nefna, þótt ekki séu þær þess eðlis, að almenna
athygli veki. Nýlegasta dæmið er löggjöfin um stofnun
sérstakrar rannsóknarlögreglu undir stjórn sjálfstæðs
rannsóknarlögreglustjóra. Þar er stigið stórt skref til
umbóta, ef vel tekst til um framkvæmd. Að þvi er hið
ytra varðar, má nefna hina glæsilegu lögreglustöð i
Reykjavik og viöbótarbyggingu við Vinnuhælið á Litla-
Hrauni. Fjárveitingar og lánsheimildir til fangelsa eru
riflegri en nokkru sinni fyrr. Er fyrst og fremst stefnt
að byggingu gæzluvarðhaldsfangelsis af hóflegri
stærð, sem þó gæti einnig rúmað einhverjar aðrar
deildir, t.d. kvennadeild.
Ég hefi hér sieppt að minnast á löggæzluna á hafinu
— landþelgisgæzluna. Ég vona, að þau máiefni séu
mönnum i fersku minni, þ.á.m. efling landhelgisgæzl-
unnar.
Hér hefur ekkert verið greint á milli þess, sem gert
hefur verið i minni tið sem dómsmálaráðherra og þess,
sem fyrirrennarar minir i þvi starfi hafa unnið að,
enda er þar i sumum tilfellum erfitt að skilja á milli.
Ég geri ráð fyrir, að við höfum allir borið svipaða um-
hyggju fyrir þessum málum og haft af þeim álika
áhyggjur. En sannleikurinn er sá, að fjárveitingavald-
inu hafa oft verið önnur mál hugstæöari, þegar tak-
mörkuðu fjármagni hefur þurft aþ skipta. Er þaö ekki
sagt því til áfellis.
Ég hefi rifjað upp framangreind atriði, af þvi að mér
'hefur fundizt, að gagnrýni á löggæzlu, dómstóla og
réttarkerfið almennt hafi oftast verið fremur neikvæð.
Gagnrýni á löggæzlu og meðferð dómsmála, eins og á
aðra opinbera sýslu, er sjálfsögð og eðlileg. Hún getur
veitt nauðsynlegt aðhald og verið gagnleg. Hún getur
m.a. orðið hvati að endurbótum. En það er æskilegt, að
gagnrýnendur þessara mála hafi nokkra þekkingu á
þeim grundvallarreglum rannsókna og réttarfars, sem
viðurkenndar eru i réttarrikjum. Ennfremur þurfa
þeir að hafa i huga, að þeir eru stundum að skrifa um
harmsögulega samtimaviðburði og eiga ekki að taka
dómsvaldið i sinar hendur, á meðan mál eru á rann-
sóknarstigi.
Sumt i,gagnrýni’um þessi mál hefur að minu mati
einkennzt meir af fullyrðingum en rödstuddum mál-
flutningi. Mér hefur oft þótt gæta þar meir getsaka og
dómgirni en umbótaáhuga. En sleppum þvi. Sinum
augum litur hver á silfrið. Aðalatriðið er, að ég tel
ásakanir á hendur starfsliði i dómgæzlu og lögreglu al-
mennt ómaklegar. Auðvitað verða öllum á mistök. Og
oft er seinagangur i rannsókn og dómsmálum meiri en
æskilegt er. Mestu skiptir þó jafnan, að rétt niðurstaða
fáist.
Ég er þeirrar skoðunar, að rækileg rannsókn myndi
leiða i ljós, að langflest meiri háttar sakamál upplýsist
hér á landi að lokum og sekir hljóti sinn dóm. Það má
fyrst og fremst þakka dugmiklu starfsliði, sem að
þessum málum vinnur. Auðvitað eru til undantekning-
ar. Sum mál upplýsast aldrei, eða a.m.k. ekki á þann
hátt, að sekt sé sönnuð. En af tvennu illu vil ég þó held-
ur, að sekur gangi laus en saklaus maður sé dæmdur.
Hitt er svo annaö mál, hvort náðunum er beitt hér i of
rikum mæli. Mat á þvi er ekki hvað sizt viöfangsefni
fyrir félagsfræðinga og sakfræðinga. En hitt er vist, að
náðanir hafa hér tiðkazt um langa hrið, og að i þvi efni
hefur verið farið eftir nokkuð föstum reglum.
Ég hefi talið rétt að minnast hér lauslega á þessi
mál, sem svo mjög hafa verið á vörum manna á árinu.
Ég hefi þó ekki viljað ræða þau i neinum þrætubókar-
stil, heldur hefi ég kosið aö koma á framfæri fáeinum
almennum hugleiðingum um þessi vandasömu mál,
svo sem þau horfa við frá minum bæjardyrum séð.
Við þurfum að horfast i augu við þá staðreynd, að i
brotamálum og misferli margs konar er miklum
vanda að mæta. Viö þeim vanda ber að snúast af ein-
beitni og með viðeigandi úrræðum, þ.á m. með aukinni
löggæziu og refsingum. En hitt er ekki siöur mikilvægt
að kanna hinar félagslegu orsakir og reyna að byrgja
brunninn, áður en barnið er dottið ofan i hann. Þar er
margs að gæta, svo sem þjóðlifsháttá, lífsþæginda-
kapphlaups, uppeldis- og skólamála, t.d. hvort skyldu-
námið sé ekki komið út i öfgar að magni námsefnis og
lengd skólatima, og þannig mætti lengi telja. En i
þessu sambandi er ekki hægt að fara nánar út i slikt,
heldur rétt aðeins nefna þessi atriði, eins og innan
sviga.
Ég hefi þá trú, að mál þau, sem mest hafa verið höfð
á oddi, upplýsist, söguburðurinn hjaðni og sannleikur-
inn sigri. Ég tek mér þvi i munn hið fornkveðna:
„Spyrjum að leikslokum, en eigi að vopnaviðskipt-
IV.
Við íslendingar erum fámenn þjóð. Hvert mannslif
og þroski sérhvers manns, sem elst upp hér á landi, er
okkur þeim mun meira virði. 1 augum umheimsins er-
um viö harla smáir og sjálfsagt ekki metnir á marga
fiska. En það gefur okkur þó gildi, að við erum sérstök
þjóð með gamalgróna þjóðmenningu, og þannig erum
við einn strengur i hörpu veraldarinnar. Vegna fæðar
okkar og smæðar verðum við að ætlast til meiru af
hverjum og einum heldur en gengur og gerist. En fæð
okkar og smæð má ekki leiða til neins konar minni-
máttarkenndar. Við verðum þvi umfram allt að eiga
einhverjar þær hugsjónir, sem auka reisn okkar og efla
dáð okkar. Þvi megum við ekki gleyma á kaldrifjaðri
efnishyggjuöld. Það er engin hugsjón að berjast
þindarlaust fyrir meiri lifsgæðum handa sér og sinum.
Það kann að vera mannlegt, en flokkast þó undir
breyskleika, einna helzt sérgæzku og ágirnd, þegar
þeir, sem nóg hafa fyr.ir eða meira en það, vilja samt
keppa eftir enn þá meiru á skiptavelli þjóðfélagsins.
Réttmætt er aftur á móti aö halda sinum hlut fram, og
meira að segja sjálfsagt, þegar i hlut eiga þeir, sem við
þröngan kost búa. Það er ekki heldur nein hugsjóna-
barátta að streitast við að koma andlitinu á sjálfum sér
á framfæri og keppa með öllum ráðum eftir frægð og
frama. Það eru verkin ein, sem geta helgað orðstir og
upphefð — verk manna sjálfra.
Það er dyggð að vinna hvert eitt verk svo vel sem
hæfileikar leyfa, og það er hugsjón að skila landinu
betra og byggilegra i hendur niðjanna en við þvi var
tekið — ylja það og lýsa, rækta þaö byggja, og prýöa,
án þess að þeir, sem þar leggja hönd að verki hugsi
fyrst og fremst um það, að hve miklu leyti þeir njóta
þess sjálfir. Það er hugsjón að efla þjóðlega reisn,
glæða þjóðarvitund og treysta þá samhygö, sem ekki
þolir, að einum sé misboöiö öðrum til hagnaðar.
Ræktun lands og lýðs var kjörorð ungmennafélag-
anna og það kjörorð er enn i fullu gildi og lýsir þvi i
stuttu máli, sem ætti að vera leiðarstjarna okkar. Ung-
mennafélögin hafa verið sökuð um oröagjálfur og
vafalaust hefur kveðið talsvert að þvi. En eigi að siður
var þessi grundvallarhugsun runnin mörgum i merg
og blóð. Hún var aflvaki, og það mun koma æ betur i
ljós, þegar könnuð eru rök þess, hverju tslendingar
fengu áorkað i fátækt sinni framan af þessari öld. Það
var sönn og ómenguð hugsjón, an fyrirvara eða bak-
þanka um eiginn hagnað/sem knúði fólk til margvis-
legra samtaka i þágu samfélags sins. Og það var
ósvikin fórnarlund, sem upp af þessu hugarfari spratt,
þegar bláfátækar vinnukonur, rauðeygðar af eldhús-
reyk og með vinnulúnar hendur af ævilöngum þræl-
dómi, tóku aurana, sem þær höfðu dregiö saman á ára-
tugum, til þess að kaupa fyrir þá hlutabréf i Eimskipa-
félaginu, ekki af þvi að þær væntu sér hagnaðar af þvi,
heldur af þvi að þær vildu leggja sitt til þess, að þjóðin
eignaðist sjálf skip og gæti hrundið af sér oki útlendra
skipafélaga. Það var voldug húgsjón, sem bar uppi
góðtemplararegluna i kringum síðustu aldamót, sem
varð meiri félagsmálaskóli en flest annað á þeim tima.
Og kannski rennir okkur ekki einu sinni grun i, hvaða
þrek og áræði fátækir og skuldugir bændur þurftu að
hafa til að bera til þess að brjóta af sér einokun og
skuldaklafa selstöðu verzlunarmanna meö stofnun
samvinnufélaganna. A sama hátt eigum við nú bágt
með að gera okkur rétta grein fyrir þvi, hvaða
manndómi þeir verkamenn, sem fyrstir efndu til
verkalýðssamtaka við fullan f jandskap ráðandi manna
i landinu, urðu að vera gæddir.
Hvað segir þetta okkur, sem i rauninni höfum flest
allt til alls, að minnsta kosti miðað við fyrri tið? Hvers
ættum við ekki að vera umkomin, ef við vildum eitt-
hvað viðlika á okkur leggja fyrir framtiöina?
Vitaskuld lifum við á breyttum timum, og hugsjónir
okkar þurfa ekki endilega að miða sérstaklega að
meira rikidæmi. Lifshamingja er æðri peningum, sem
eru umfram raunverulegar þarfir, og hugsjónir nú-
timamanna eiga ekki siður að stefna að þvi að tryggja
og auka þau gæði, sem eru mikils virði, þótt öröugt sé
að meta þau til fjár, en eru samt undurstaða þess, að
fólki geti liðið vel, og geta orðið niðjum okkar góður
arfur. Þar á meðal er ræktun eða glæðing þess hugar-
fars, aö hver og einn kjósi sér ööru fremur að vera
nýtur þegn á þeim vettvangi, er hann hefur valið sér eö;
lifið skákað honum á — þegn með fullri reisn og sjálfs-
vitund og frjálsu og fordómalausu skyni og vilja til
þess að láta gott af sér leiða — ekki eðeins fyrir sina
nánustu, heldur einnig aðra. Hugarfar, sem metur og
viðurkennir hvert það starf, sem samfélaginu er nauð-
synlegt eða til heilla en lokast ekki innan einhvers
hrings þröngra sérhagsmuna.
Gerum fyrst kröfur til okkar sjálfra siðan til
annarra. Stöndum samfélaginu skil á skuld okkar við
það, áður en við gerum kröfur á hendur þvi. Þá hugsun
þarf að rækta með þjóðinni. Þá dafnar hér traust og
„gróandi þjóðlif”.
Jæja, þá er hann nú farinn að predika, segja menn.
Já, vist má það til sanns vegar færa. Og ætli það sé þá
ekki bezt að vitna til Predikarans: „Varpa þú brauði
þinu út á vatnið, þvi þegar margir dagar eru um liðnir,
munt þú finna það aftur. Skiptu hlutanum sundur i sjö
eða jafnvel átta, þvi aö þú veizt ekki, hvaða ógæfa
muni koma yfir landið.” „Sá sæöi þinu að morgni og lát
hendur þinar eigi hvilast að kveldi, þvi að þú veizt ekki,
hvað muni- heppnast, þetta eða hitt, eða hvort hvort
tveggja verður gott”.
Þetta er forn speki, sem nútimamanni kann að koma
undarlega fyrir sjónir. En ég held, að þarna sé hinn
spaki maður i raun og veru að boða fyrirhyggjuna, sem
vill vera viðbúin þvi, sem að höndum ber. Þessi kenn-
ing um fyrirhyggjuna á brýnt erindi til okkar. tslend-
ingar eru áhlaupamenn, en trúa meira en góðu hófi
gegnir á slembilukkuna, uppgripin og þvi, sem þau
gefa af sér. Sáðu og biddu uppskerunnar með þolin-
mæði, þótt svo hún falli þér ekki i skaut, heldur þeim,
sem eftir þig koma, og vertu viðbúinn hverju sem að
höndum ber — þetta er hugsunin bak við ivitnuð orð
hins spakvitra höfundar þeirra. An fyrirhyggju
megum við íslendingar sizt af öllu vera á komandi ári.
Við eigum að minnast fortiðarinnar og læra af
sigrum og ósigrum fyrri manna, en lifa i nútiðinni með
framtiðina i huga. Og hennar verður dómurinn um
verk okkar.
„Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur it sama, en
orðstirr deyr aldregi hveim er sér góðan getur”, segir i
Hávamálum, og það er orðstirinn einn, sem eftir
stendur, þegar fram liða stundir. Það er þó ekki fyrst
og fremst vegna hans, heldur vegna þess gildis, sem
verk okkar og viðhorf hafa fyrir ókomna tið, að við
verðum aö fella lif okkar og gerðir i þann farveg, að
við höfum betur lifað en ekki. Að þessu skulum við
hyggja á komandi ári. An hugsjóna, umbótavilja og
fórnarlundar, verður lifið fátæklegra, hvað sem öllum
lifsþægindum og ytri gæöum liöur. Lifshamingjan er
ekki hvað sizt fólgin i réttu gildismati.
V.
Brátt gengur gestur i garð — árið 1977. Viö heilsum
þvi og bjóðum það velkomið. Enginn veit, hvað það
hefur i fórum sinum. En allir bera fram óskir um, aö
það veröi gott ár og farsælt.
Ég vona, að það verði ár hófsemi á sem flestum svið-
um. Ég vona að þaö verði ár jafnvægis, bæði út á við og
inn á við. Sú er min von og bæn, að gerningahrið glæpa
og alvarlegra afbrota sloti á árinu. Ég vona og bið
þess, að reynt verði aö afstýra hvers konar slysum
eftir þvi, sem i mannlegu valdi stendur. Megi friður
rikja um heimsbyggðina, og samábyrgðar tilfinning
mannkyns vaxa.
Ég lýk þessum áramótahugleiðingum meö því aö
flytja Framsóknarmönnum þakkir fyrir samstarf á
árinu. Landsmönnum öllum óska ég góðs og farsæls
nýs árs.