Tíminn - 31.12.1976, Síða 32
32
Föstudagur 31. descmber 1976
Anton AAohr:
Árni og Berit
Ævintýraför um Asíu
iii
í.
barnatíminn
,, Þessari næturf erð
gleymi ég aldrei”, hugs-
aði Berit. Hún var niður-
brotin og sorgmædd.
Hún var ekki að syrgja
það, þótt þau væru tekin
höndum af illræðis-
mönnum i ókunnu landi.
Oft hafði áður litið illa út
fyrir þeim i þessari
löngu ferð, en alltaf
höfðu þáu bjargazt. Hún
minntist þess, er þau
féllu i hendur dverg-
anna, sem grófu Árna i
jörðina og létu aðeins
höfuðið standa upp úr,
en fjötruðu hana sjálfa
við trjástofn. Nei, það
var ekki handtakan,
sem hryggði hana. Það
var dauði frænda hennar
ofurstans. Hann var dá-
inn, horfinn. Aldrei
framar myndu þau njóta
hans hollu ráða og föð-
urlegu hlýju. Hvernig
skyldi þeim nú vegna?
Hún var sljó og utan við
sig. Þau fengu ekki einu
sinni tima til að grafa lik
vinar sins, eða manna
hans. Hún sá i huganum,
hvernig hræfuglar og
villidýr streymdu að
tjaldstaðnum. Nei, það
var of hræðilegt að
hugsa til þess.
Berit reyndi að lita i
kringum sig. Ennþá var
svo dimmt, að hún gat
ekki greint, hve margir
ránsmennirnir væru en
af hófataki hestanna og
frýsi gat hún áætlað, að
þeir væru um þrjátiu
talsins. En hvert skyldu
þeirhalda með þau. Hún
vissi það eitt, að alltaf
var haldið upp i móti.
Þau fóru eftir troðning-
um sem lágu i mörgum
hlykkjum upp á hálend-
ið. Einu sinni fór Ámi að
reyna að átta sig eftir
stjörnunum, en það mis-
tókst, af þvi að vegurinn
lá svo hlykkjótt.
Að lokum birti af degi.
Þá gátu þau loks séð
framan i illræðismenn-
ina. Ekki var hægt að
segja, að þeir vektu
traust eða tiltrú við
fyrstu sýn. Þeir voru
tuttugu og sjö að tölu,
allir riðandi og vel vopn-
aðir. Aldrei fannst Berit
að hún hefði séð menn
harðneskjulegri eða
villtari á svipinn. En
þrátt fyrir það, voru þeir
i raun og veru glæsilegir
og hefðu sómt sér á leik-
sviði eða i konungshirð
fremur en hér úti i
fjallaauðninni. Allir
voru þeir háir og vel
vaxnir, i hárauðum stig-
vélum, hnéháum og
samlitum þröngum bux-
um og fagurbláum jökk-
um, skreyttum með
gylltum snúrum og
borðum. Á höfðinu var
stór vefjarhöttur, að sið
Araba, og við beltið
skeiðarhnifur, sverð og
marghleypa. Og þótt
þessi fatnaður væri
hvorki nýr eða hreinn,
þá voru þeir þó glæsileg-
ir i þessum búningum.
Siðskeggjuð andlitin og
fagurlimaðir, knálegir
reiðskjótarnir full-
komnuðu myndina.
Seinna frétti Árni að
þessir ránsmenn væru
af þjóðflokki sem kall-
aðir væru „lúrarar”,
það er launsátursmenn
eða njósnarar, og væru
þeir þekktir um Vestur-
Asiu fyrir ósvífni,rán og
grimmd. Er sagt að
brjóstgæða geti menn
eins vænzt af hungruðu
tigrisdýri og „lúrara” i
ránsferð. Heimkynni
þeirra eru aðallega i há-
fjöllum austan við
Bagdad, en oft fara þeir
i langferðir til rána.
Stundum alla leið suður
undir Indlandshaf. Það
var i slikri „langferð”
sem þeir hittu á þetta
ferðafólk og handtóku
suma, en drápu hina.
Allan daginn var þeyst
eitthvað inn á hálendið
sem leit út fyrir að vera
nær þvi óbyggt og gróð-
urlaust. Hvað eftir ann-
að var farið fram hjá
klettóttum, gróðurlaus-
um fjallatindum. Milli
fjallgarðanna voru viða
djúpir, þröngir dalir og
sjóðheitir. Eftir dölun-
um rann ætið lækur eða
litil á, og meðfram ánni
talsverður gróður. Hér
voru fátækleg bændabýli
á við og dreif. I kringum
fátækleg bæjarhúsin
ræktuðu bændurnir
bygg, hrisgrjón og syk-
urrófur. Auk þess fylgdu
hverju býli nokkur
pálmatré með döðlum
og appelsinutré.
Þegar Berit sá I fyrsta
sinni þessa gullnu ávexti
fullþroskaða rétt hjá
götunni, gat hún ekki
staðizt freistinguna, en
sneri hestinum út af
veginum og ætlaði að
slita eina appelsinu, en i
sama bili hvein við i
svipuól, sem skall bæði á
henni og hestinum, og
hún var rekin áfram upp
á veginn aftur. „Ó, hve
appelsina hefði verið
kærkomin”, hugsaði
Berit. Hún harkaði af
sér sársaukann eftir
svipuólina en tárin blik-
uðu á hvörmunum.
Þá sýndi einn ræning-
inn það, að hann hafði
mannlegar tilfinningar.
Er hann sá hvað Berit
var sárþjáð af þorsta, þá
sneri hann hesti slnum
út úr götunni, braut
grein af einu trénu með
ávöxtum áogfékk Berit.
Seinna náði hann lika i
ávexti fyrir öll hin. Við
þetta hresstust þau öll
mikið.
En þessar appelsinur
voru það eina matar-
kyns sem þeu fengu að
bragða allan daginn.
Annars héldu þau áfram
hvildarlaust langt fram
yfir sólsetur, og stönz-
uðu aðeins til að vatna
hestunum. Oftast fóru
þau á hröðu brokki. öll
voru þau þvi örmagna af
þreytu, er loks var num-
ið staðar um kvöldið. Nú
fengu þau lika fyrstu
máltiðina þennan langa
dag. Það var eins konar
grautur, búinn til úr
hrisgrjónum, byggi,
hveiti og uppbleyttu
brauði. Með þessum
graut fengu þau nóg af
mjólkurlausu kaffi,
sætu. Þau fengu leyfi til
að nota eitt af sinum eig-
in tjöldum til að sofa i
um nóttina. Þau fleygðu
sér öll út af i öllum föt-
um.
2.
Fyrir sólaruppkomu
var aftur haldið af stað.
Áður en lagt var upp,
fengu þau brauð, döðlur
og svart kaffi. Siðan var
stigið á bak. Fætur Árna
voru ekki f jötraðir undir
kvið á hestinum, eins og
daginn áður. Ræn-
ingjarnir töldu það ó-
þarft þar sem þeir voru
komnir svo langt inn i
landið. Auk þess höfðu
þeir tekið af honum
marghleypuna. Allt var
annars með liku sniði og
daginn áður. Aftur sáu
þau gróðurlaus, há fjöll
og fóru yfir djúpa
þrönga dali, þar sem
hitinn var óþolandi. Ber-
it hélt að þetta ferðalag
og þetta óbreytanlega
landslag ætlaði aldrei að
taka enda. t Og ennþá
var hún sárhrygg yfir
örlögum frænda sins og
vinar. Ekki hafði hún
fengið að segja eitt ein-
asta ástarorð við hann,
áður en hann lézt, og þau
höfðu ekki einu sinni
fengið að jarða hann.
Þarna lá hann eftir liðið
lik. Þessi sorglega sýn
hvarf ekki frá augum
hennar.
Þegar leið að hádegi
varð hitinn nær óþol-
andi. Ekkert þeirra var
útbúið i svona langferð á
hesti, og öll fengu þau ó-
Dúfa
...HVER fJÐ Aerr/7 l//£Ri /ifíA/OSLY5 ?