Fréttablaðið - 11.01.2006, Side 2
2 11. janúar 2006 MIÐVIKUDAGUR
Viltu hætta að reykja?
Ókeypis aðstoð
ÆTTUM
SAMAN
800 6030
Reyksíminn
SPURNING DAGSINS
Björn, er erfitt að vera
leikari?
„Nei, þetta er frekar þægileg inni-
vinna.“
Björn Hlynur Haraldsson verður meðal 20
evrópskra leikara sem kynntir verða á kvik-
myndahátíðinni í Berlín sem vonarstjörnur á
hvíta tjaldinu. Birni skilst að kynningin gangi
út á kokkteilboð, að brosa og vera hress.
KJARAMÁL Fjórðungur af öllum
leiðbeinendum í leikskólum Kópa-
vogs hefur sagt upp störfum sínum
og taka uppsagnirnar flestar gildi
næstu mánuði nema veruleg brag-
arbót verði gerð á launakjörum
umræddra starfsmanna.
Tæp 60 prósent allra starfs-
manna leikskóla bæjarins eru leið-
beinendur og ljóst að í óefni stefnir
gangi uppsagnir fjórðungs þeirra
eftir. Þar að auki hafa níu menntað-
ir leikskólakennarar tilkynnt upp-
sagnir sínar til leikskólanefndar
og munu því alls tæplega 60 manns
hætta störfum á næstu misserum.
Rúmlega 30 þeirra setja þann
fyrirvara á uppsagnir sínar að batni
launakjör verulega frá því sem nú er
komi til greina að endurskoða upp-
sagnirnar. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins er ekki sjálfgefið að
með því einu að jafna samninga þá
er Reykjavíkurborg hefur gert og
eru hærri en annars staðar í land-
inu eins og meirihluti bæjarstjórnar
hefur mælt fyrir dugi til enda finnst
allnokkrum, sem Fréttablaðið náði
tali af, þeir hafi verið dregnir á asna-
eyrum of lengi og verðskuldi jafnvel
meira. -aöe
TÓMLEGT Margir leikskólar í Kópavogi eru undirmannaðir og tæplega 60 starfsmenn hafa
tilkynnt formlega um uppsagnir. Frekari lokanir deilda virðast því óumflýjanlegar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Uppnám framundan í leikskólamálum Kópavogs:
Sextíu manns hafa sagt upp
LÖGREGLA Karlmaður á sextugs-
aldri sem lögreglan á Ísafirði
hafði til rannsóknar vegna kæra
vegna kynferðisbrota svipti sig
lífi í gærmorgun.
Bróðir mannsins hélt því fram
í samtali við fréttastöðina NFS
í gær að umfjöllun DV um mál
mannsins hefði orðið til þess að
hann tók eigið líf. DV birti í gær
mynd af manninum á forsíðu.
Rannsókn málsins var á frumstigi
hjá lögreglu. ■
Kynferðisbrot í rannsókn:
Svipti sig lífi
������ ��������� ���� ������
��������� �� ���������� ������ ��
������������������������������
������������������������������
���� ������ ������ ������ �����
�����������������������������
�������� ���� ��������� �������
��� ������� ��� ������� ������ ����
���� ����� �������� �������� ���
���������������������� �����
������������������������������
��� ��� ������ ����������� ������
������� �������������� ��� ����
����������������������������������
�������� ��� ���������� ���� ����
���������������������������������
������������������������������
�� ����� ��������� �����������
����� ������ �������������� �����
������������������ ����� ����
��������
���������
ÍSRAEL, AP Líðan Ariels Sharon,
forsætisráðherra Ísraels, virð-
ist fara hægt batnandi. Læknar
hófu á mánudag að vekja hann úr
lyfjadái sem honum hefur verið
haldið í síðan hann fékk alvarlegt
heilablóðfall fyrir viku. Þegar
lyfjagjöfin var minnkuð fór hann
að anda af sjálfsdáðum og hreyfði
hægri hönd og fótlegg. Í gær
hreyfði hann svo vinstri höndina
og þegar sonur hans talaði við
hann, reis blóðþrýstingur Shar-
ons örlítið, að sögn lækna.
Sharon er ekki lengur talinn í
bráðri lífshættu, að sögn lækna
hans á Hadassah-sjúkrahúsinu í
Jerúsalem, þó ástand hans sé enn
alvarlegt. - smk
Forsætisráðherra Ísrael:
Sharon sýnir
örlitla framför
Í JERÚSALEM Gyðingar biðja fyrir Sharon.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FÉLAGSMÁL Arnþór Helgason, sem
í fyrradag var fyrirvaralaust sagt
upp störfum sem framkvæmda-
stjóri Öryrkjabandalags Íslands,
hefur ákveðið að ráðfæra sig við
lögfræðing vegna starfslokanna.
„Mér var eindregið ráðlagt að
leita til lögfræðings og fá hann til
að gera starfslokasamning fyrir
mig. Enda liggur það í hlutarins
eðli að þegar Öryrkjabandalagið
er með lögfræðing á sínum vegum
þá hlýtur lögfræðingur að koma
að slíkum starfslokasamningi á
mínum vegum,“ segir hann.
Arnþór segir sögusagnir um
samstarfssörðugleika milli hans
og Sigursteins rangar: „Ég studdi
Sigurstein með ráðum og dáð og
hvatti hann áfram frekar en hitt.
Ég hlakkaði til að taka þátt í þess-
um skipulagsbreytingum.“
Sigursteinn Másson, formaður
Öryrkjabandalagsins, segir skipu-
lagsbreytingarnar einu ástæðu
uppsagnarinnar. „Þegar gerðar
eru grundvallarskipulagsbreyt-
ingar verður að gera breytingar á
starfi framkvæmdastjórans líka.“
Arnþór hafi því ekki getað sinnt
því starfi áfram.
Sigursteinn þakkar Arnþóri
óeigingjarnt starf í þágu fatlaðra
og segir nýjan framkvæmdastjóra
verða ráðinn.
Fréttastofan NFS greindi
frá því að Hafdís Gísladóttir,
fráfarandi framkvæmdastjóri
Hverfamiðstöðvar Miðbæjar og
Hlíðahverfis, taki við starfinu.
Sigursteinn segir rétt að hún komi
til greina. Hins vegar sé ekki búið
að ganga frá ráðningu nýs fram-
kvæmdastjóra. - gag
ARNÞÓR HELGASON Fyrrum framkvæmda-
stjóri Öryrkjabandalagsins segir að hann
hafi hlakkað til að taka þátt í skipulags-
breytingunum.
Nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn til Örykjabandalagsins:
Arnþór leitar til lögfræðings
SIGURSTEINN MÁSSON Formaður Öryrkja-
bandalagsins segir að nauðsynlegt hafi
verið að segja Arnþóri upp þar sem breyta
átti starfi hans.
SJÁVARÚTVEGUR Hrun stofnsins
eða breyttar göngur eru mögu-
legar ástæður þess að ekki hefur
fundist loðna í leit Hafrannsókna-
stofnunar. Árni Friðriksson RE,
rannsóknarskip Hafró, er nú víð
síldarleit, en leit að loðnu var hætt
um síðustu helgi og ákveðið að
opna ekki fyrir veiðar að sinni.
„Það er samdóma álit þeirra
sem þátt tóku í leitinn og okkar
hér á Hafrannsóknastofnun að
skynsamlegt væri að gefa þessu
nokkra daga áður en farið yrði
af stað aftur með leit, í þeirri von
að eitthvað breyttist í millitíð-
inni,“ segir Þorsteinn Sigurðsson,
sviðsstjóri á nytjastofnasviði Haf-
rannsóknastofnunar. Hann segir
ekki endanlega ákveðið hversu
lengi verði beðið þar til leit heldur
áfram. „Þrjú skip með tilrauna-
veiðileyfi líta reglulega í kringum
sig og um leið og eitthvað heyrist
frá þeim förum við strax af stað.
Að öðrum kosti förum við ekki að
hugsa um þetta fyrr en undir eða
eftir helgi.“
Þorsteinn segir ekki ljóst af
hverju engin finnst loðnan, en
fræðimenn vilji, að svo stöddu,
ekki leggja út frá því að stofninn
sé hruninn. „Breytingar á göngu-
mynstri og útbreiðslu hennar
hafa verið slíkar síðustu ár,“ segir
hann og bendir á að Ísland sé á
suðurmörkum útbreiðslusvæðis
loðnunnar. Af þeim sökum segir
hann alla hlýnun sjávar hafa nei-
kvæð áhrif á loðnuna hvað varði
komu hennar á Íslandsmið. „Vís-
bendingar eru um að ungloðnan
hafi fært sig vestar og í kaldari
sjó við Vestur-Grænland og af því
að við höfum ekki náð að mæla
ungloðnu af þessum árgangi sem
við erum að fara að stunda veiðar
úr höfum við ekki treyst okkur til
að segja af eða á um þessi mál.
Þetta er bara algjör óvissa.“
Fordæmi eru fyrir því að loðna
finnist ekki þar sem menn ætla.
að hún sé. Haustið 2004 hafi staðið
yfir umfangsmikil leit að sögn Þor-
steins. „Þá var leitað með mörgum
skipum án árangurs, en svo kom
hún bara upp úr hafinu, og enginn
veit með vissu hvaðan, 6. janúar í
fyrra. Núna eru tveir möguleikar
í stöðunni. Annars vegar að stofn-
inn sé hruninn og hins vegar að
umhverfisaðstæður valdi því að
loðnan komi seint inn og eftir leið-
um sem við ekki þekkjum.“
Gunnþór B. Ingvason, aðstoð-
armaður forstjóra hjá Síld-
arvinnslunni í Neskaupstað, segir
menn ekki enn orðna verulega
áhyggjufulla vegna þess að loðnan
hafi ekki fundist. „En auðvitað er
öll óvissa til að plaga menn,“ bætir
hann við og segir alla hljóta gera
sér ljósan alvarleika þess ef ekki
finnst loðnan. „Óhemjuverðmæti
fara þá forgörðum og fjöldi fólks
bæði til sjós og lands verður fyrir
tekjumissi. Öll keðjan verður fyrir
gríðarlegum skelli, fyrirtæki,
starfsfólk og þjóðarbúið allt.“
olikr@frettabladid.is
LOÐNUSKIP Í NORÐFJARÐARHÖFN Hlé hefur verið gert á leit að loðnu en hjá Hafrann-
sóknastofnun segjast menn gera sér grein fyrir því hversu miklir hagsmunir séu í húfi og
því verði ekki beðið lengi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Óvissa ríkir um af-
drif loðnustofnsins
Hafrannsóknastofnun hefur gert hlé á loðnuleit, en hún hefur staðið yfir án ár-
angurs. Annaðhvort er stofninn hruninn eða hlýnun sjávar hefur breytt göng-
um. Sjávarútvegsfyrirtæki eru í uppnámi. Leit hefst aftur um eða eftir helgina.
VIÐSKIPTI Áfrýjunarnefnd sam-
keppnismála hefur nú til skoðun-
ar kaup FL Group á flugfélaginu
Sterling. Athugunin beinist að því
hvort kaupin hafi verið tilkynn-
ingarskyld hér á landi en ekki var
leitað álits samkeppnisyfirvalda
áður en þau voru gerð.
Kaupin voru tilkynningar-
skyld í mörgum öðrum löndum
en stjórnendur FL Group mátu
að svo væri ekki hér á landi.
Verði niðurstaða samkeppnisyf-
irvalda sú að fyrirtækinu hafi
borið að tilkynna um kaupin er
hægt að rannsaka hvort þau hafa
neikvæð áhrif á samkeppni hér á
landi. ■
Samkeppnisyfirvöld:
Skoða kaup FL
á Sterling
SVEITARSTJÓRNARMÁL Guðmundur
Bjarnason, bæjarstjóri Fjarða-
byggðar, hefur ákveðið að láta af
starfi bæjarstjóra að loknu kjör-
tímabilinu í vor.
„Ég byrjaði af krafti í bæjarmál-
unum í Neskaupstað árið 1973 og
hef verið bæjarstjóri Neskaup-
staðar, og síðar Fjarðabyggðar, frá
árinu 1991. Mér finnst einfaldlega
kominn tími til að hleypa öðrum
að,“ segir Guðmundur.
Þann 9. júní í sumar munu Fjarða-
byggð, Austurbyggð, Fáskrúðs-
fjarðarhreppur og Mjóafjarð-
arhreppur renna saman í eitt
sveitarfélag. Guðmundur segir
ákvörðun sína ekki tengjast sam-
einingunni á nokkurn hátt og hann
segist rísa ánægður úr stóli bæj-
arstjóra. - kk
Fjarðabyggð:
Bæjarstjórinn
hættir í vor
GUÐMUNDUR BJARNASON Hefur gegnt
bæjarstjórastöðu síðan 1991.