Fréttablaðið - 11.01.2006, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 11.01.2006, Qupperneq 4
4 11. janúar 2006 MIÐVIKUDAGUR EFTIRLAUN Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um eftirlaun ráðherra hafa verið kynnt for- mönnum stjórnmálaflokkanna og er stefnt að því að leggja fram frumvarp fljótlega eftir að þing kemur saman. Ekki fást upplýs- ingar um það út á hvaða tillög- urnar ganga en ráðherra lofaði í janúar í fyrra að breyta fyrir- komulaginu. Í lögfræðiúttektinni kemur þó fram að ekki er einfalt að breyta lögunum, taka þarf meðal annars tillit til þess hvort menn hafi hafið töku eftirlauna og hvort eftirlaunarétturinn sé stjórnar- skrárvarin eign manna eða ekki. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, kveðst líta svo á að málið sé óút- kljáð, ákveðið hafi verið að setja það á ís þar til þingið kæmi saman í janúar. „Við eigum eftir að hitt- ast og fara aftur yfir málið og ná lendingu. Málið er í sjálfu sér lögfræðilega snúið, mistökin eru þegar gerð. Spurningin er hvernig hægt sé að vinda ofan af því þannig að það standist lögfræðilega og hvað menn vilja ganga langt,“ segir hún. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri-grænna, segir óttækt að „menn geti verið á full- um launum og þegið eftirlaun. Við erum tilbúin til að greiða fyrir því að þetta verði að veruleika,“ segir hann. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að stjórnarandstaðan hafi talið rétt að fresta málinu fram í byrjun ársins. „Þannig að við skildum við hans hugmynd- ir og sögðum hvorki já né nei við neinu,“ segir hann og telur að allir hljóti að sjá og viðurkenna að það gangi ekki upp að menn fái eftir- laun samhliða launum. Það verði að afnema í framtíðinni. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, kannast við það að breytingatil- lögur liggi fyrir forsætisnefnd og telur að þverpólitísk samstaða hljóti að nást. ghs@frettabladid.is Skráning fer fram á www.landsbanki.is og í Þjónustuveri bankans í síma 410 4000. Allar nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara er að finna á www.landsbanki.is. Í boði er kaffi og veitingar. Fundargestir verða leystir út með lítilli gjöf. 410 4000 | www.landsbanki.is Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld Fyrirlestur í Íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum, Kópavogi 12. janúar kl. 20 - Efnahagsmál í upphafi árs - Hvar liggja fjárfestingatækifærin? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 3 09 11 01 /2 00 6 SUÐUR-KÓREA, AP Suðurkóreski vísindamaðurinn sem sagðist hafa klónað stofnfrumur fóstur- vísa árið 2004 falsaði niðurstöður sínar á hneykslanlegan hátt og á það skilið að vera hegnt, að sögn níu manna nefndar við Háskólann í Seúl sem Hwang Woo-suk vinn- ur hjá. Yfirlýsing nefndarinnar, sem gert var að rannsaka verk Hwangs, hefur gjöreyðilagt mann- orð hans sem klónunarsérfræð- ings, en í síðasta mánuði upplýsti sama nefnd að hann hefði einnig falsað niðurstöður rannsókna um þróun stofnfrumulína ákveðinna sjúklinga. Hins vegar segir nefndin að Hwang hafi í raun klónað fyrsta hundinn, hinn þriggja ára gamla Snuppy. Árið 2004 birti Hwang grein í bandaríska tímaritinu Science og hélt því fram að hann hefði klónað fóstur og tekið úr því stofnfrumur, en nefndin segir hann ekki hafa nokkra sönnun fyrir þeim árangri. Vísindaheimurinn varð uppnum- inn yfir rannsóknum Hwangs því miklar vonir eru bundnar við notkun klónaðra stofnfruma til lækninga á sjúkdómum svo sem Parkinsons og sykursýki. Hwang hefur viðurkennt mis- tök en segir óvini sína hafa eyði- lagt rannsóknina og fullyrðir að hann búi yfir þekkingu til að geta klónað stofnfrumur. - smk Suðurkóreski vísindamaðurinn svindlaði: Klónaði ekki stofnfrumur WOO-SUK MEÐ HUNDINN Ekki er efast um að hinn þriggja ára gamli Snuppy sé fyrsti hundurinn sem var klónaður. NOREGUR Íslenskur maður er meðal fjögurra skipstjóra sem játað hafa að hafa staðið fyrir umtals- verðu smygli á áfengi og tóbaki til Noregs síðustu þrjú árin. Eru mennirnir skipstjórar á tveimur flutningaskipum Hans- eatic fyrirtækisins og hafa stund- að að kaupa sígarettur og sterkt áfengi í Hollandi og Þýskalandi og smyglað til Noregs en smygl til landsins hefur margfaldast síð- astliðin ár. Dómur ætti að liggja fyrir yfir mönnunum eftir í lok mánaðarsins. Smygl á áfengi og tóbaki: Íslendingur handtekinn VENESÚELA, AP Einn ástsælasti söngvari Bandaríkjanna lýsti for- seta sínum, George W. Bush, sem „skæðasta hryðjuverkamanni heims“ í útvarps- og sjónvarps- viðtali í Venesúela um helgina. „Íslandsvinurinn“ Harry Bela- fonte kallaði Bush harðstjóra, sakaði hann um að hunsa fátæka landsmenn sína og að hafa hafið stríð á hendur Írökum á röngum forsendum. Belafonte var í heimsókn hjá Hugo Chavez, forseta Venesúela, sem hefur látið senda eldsneytis- olíu á niðurgreiddu verði til fátæk- ari svæða Bandaríkjanna. - smk Ádeila á Bandaríkjaforseta: Kallar Bush harðstjóra HARÐAR ÁSAKANIR Söngvarinn ástsæli Harry Belafonte og Hugo Chaves, forseti Venesúela. GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 10.01.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 60,84 61,14 Sterlingspund 107,6 108,12 Evra 73,62 74,04 Dönsk króna 9,869 9,927 Norsk króna 9,238 9,292 Sænsk króna 7,869 7,915 Japanskt jen 0,5325 0,5357 SDR 88,29 88,81 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 103,2039 DÓMSMÁL Tæplega þrítugur maður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir fólskulega árás fyrir utan skemmtistaðinn Rex í Austurstræti í ágúst 2004. Árásin var að mati dómsins „einkar fólskuleg og lítilmann- leg.“ Orðaskipti höfðu átt sér stað milli mannsins og annars um fertugt. Báðir voru drukknir. Sá yngri felldi hinn í jörðina og sló ítrekað í andlitið „jafnvel eftir að ljóst var orðið sá eldri var hætt- ur að sýna nokkur viðbrögð.“ Sá sem fyrir árásinni varð kjálk- abrotnaði, missti tönn og átti lengi í meiðslum sínum. Dómurinn er skilorðsbundinn í tvö ár. - óká Sekur um fólsku og lítilmennsku: Margbarði liggjandi mann Breytingar á eftirlaunum ræddar í forsætisnefnd Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um eftirlaun ráðherra liggja fyrir forsætisnefnd Alþingis en Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra hefur látið gera lögfræðiúttekt á því hvaða leiðir eru færar til breytinga á lögunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.