Fréttablaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 22
[ ]
“Kom skemmtilega á óvart. Mjög vel skipulögð og góð kennsla.
Frábær kennari og gott námsefni!”
Aldís Einarsdóttir, 39 ára Háskólanemi.
...næsta námskeið hefst 30. janúar
...SELFOSS 25. janúar
Skráning er hafin á www.h.is
og í síma 586-9400.
Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið:
Frábært, markvisst, hnitmiðað, nytsamlegt, áhugavert,
krefjandi, skemmtilegt, mjög gott, þægilegt, lipurð,
skipulagning, einbeiting, jákvæðni, mikil aðstoð, góður
kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta.
Námstækninámskeið - 2 vikna - hefst 14. janúar
(nokkur sæti laus).
Vorönn 2006
Viltu rifja upp grunnskólafögin?
Í prófadeild Námsflokkanna er kennd enska, danska, íslenska og stærðfræði á
grunnskólastigi. Grunnnám samsvarar 8. og 9. bekk og fornám samsvarar 10. bekk.
Námið er ætlað þeim sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi eða vilja upprifjun frá grunni.
Vantar þig áfanga í heilbrigðisgreinum?
Nokkrir áfangar í heilbrigðisgreinum verða kenndir á vorönn;
NÆR 103 • LYF 113 • ASU 104 • ÖLD 105 • SÁL 123 • FOS 104 • FTL 103
Áfangar á grunn- og framhaldsskólastigi eru kenndir er í Mjódd frá 16. jan. Skólagjöld miðast
við kennslustundafjölda. Innritun fer fram frá 6. jan. kl. 9:00-16:00 í Mjódd, Þönglabakka 4 og
í síma 567 7050.
Viltu bæta lestrar- og skriftarkunnáttu þína?
Námsflokkarnir veita greiningu í lestri og sérkennslu í lestri, ritun og stafsetningu þar sem hverjum
og einum er mætt þar sem hann er staddur.
Upplýsingar veitir María I. Hannesdóttir lestarsérkennari í síma 551 2889 og Björg Árnadóttir
forstöðumaður Námsflokkanna í síma 411 7000.
Íslenska fyrir útlendinga
Námsflokkarnir standa fyrir íslenskukennslu fyrir útlendinga í samvinnu við Mími-símenntun.
Innritun og upplýsingar hjá Mími-símenntun í síma 580 1800.
www.namsflokkar.is • nfr@namsflokkar.is
Djúpt í ölduna er yfirskrift
námskeiðs í fimm rytma dansi
sem verður haldið í Fólkvangi
á Kjalarnesi helgina 20. til 22.
janúar. Sigurborg Kr. Hannes-
dóttir veit meira um það.
„Fimm rytma dans er góður
fyrir líkama og sál og er iðkaður
við margs konar tónlist. Ef ég
á að skilgreina hann nánar get
ég sagt að hann sé nær jóga en
hefðbundnum dansi. Í rytmunum
fimm þarf ekki að læra nein
spor en í þeim er mismunandi
öndun, hreyfing og orka og þetta
er sérlega áhrifarík leið til að
opna fyrir tjáningu og losa um
hindranir.“ Sigurborg lýsir því
síðan hvernig dansað er í gegnum
þessa fimm rytma sem kallast
flæði, stakkató, kaos, lýrík og
kyrrð. „Það er byrjað hægt og
farið mjúkt af stað en keyrt smám
saman upp þar til hápunkti er náð
– sem er kaos – og svo er farið
hægt niður aftur. Þetta gerist
eiginlega af sjálfu sér og þegar
dansað er í gegnum þessa röð
myndar dansinn öldu.“
Leiðbeinandi á námskeiðinu
er Alain Allard frá Bretlandi. Að
sögn Sigurborgar er þetta fimmta
námskeið hans hér á landi, það
fyrsta var árið 2000. „Alan hefur
mikla reynslu af kennslu og er
það vinsæll að hann er bókaður
allt að ár fram í tímann,“ segir
hún. Hún segir námskeiðið henta
öllum, án tillits til aldurs, kyns,
lögunar eða reynslu. Það eina
sem þurfi sé löngun til að einbeita
sér að hreyfingunni. En er það
meiningin að dansa alla helgina?
„Það er alveg frjálst. Annaðhvort
er að dansa alla helgina eða mæta
bara á föstudagskvöldið. Það er
svo magnað að þó að maður sé að
niðurlotum kominn eftir öldudal í
dansinum öðlast maður nýja orku,
bæði líkamlega og tilfinningalega
og getur haldið áfram. Þannig
yfirstígur maður hindranir og sú
reynsla nýtist manni líka í daglegu
lífi. Dansinn tengir líkama og sál
og það eru svo yndislegir hlutir
sem gerast í dansinum, kannski
strax og kannski síðar. Það er
eins og opnist blóm.“
Sigurborg gefur nánari
upplýsingar um námskeiðið í síma
866 5527. ■
Dans sem tengir
líkama og sál
Endurmenntunarstofnun verð-
ur með sjálfsstyrkingarnám-
skeið fyrir konur í janúar.
Námskeiðið heitir Sjálfsstyrking
og samskipti fyrir konur og er
þar aðaláhersla lögð á að auka
sveigjanleika og sjálfsöryggi í
samskiptum. Námskeiðið verður
haldið 16.-23. janúar og er kennt
á mánudögum og miðvikudögum
frá klukkan 16.30-19.00. Kennarar
á námskeiðinu eru Álfheiður
Steinþórsdóttir og Guðfinna
Eydal, sérfræðingar í klínískri
sálfræði, og námskeiðsgjald er
32.800 krónur. ■
Námskeið
fyrir konur
„Sumir stunda hugleiðslu, aðrir fara út að
skokka en dansinn er mín leið til að rækta
sjálfa mig,“ segir Sigurborg.
Alain Allard hefur mikla reynslu í að kenna hreyfingu og hefur UKCP-réttindi í
sálfræðimeðferð.
Sjálfstraust er mikilvægt í samskiptum.
Vatn er bráðnauðsynlegt öllum námsmönnum. Með því að drekka
mikið af vatni má meira að segja halda sér vakandi heilu næturnar.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI