Fréttablaðið - 11.01.2006, Side 34
MARKAÐURINN 11. JANÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR10
F R É T T A S K Ý R I N G
Með sölu Straums á tæplega fjórðungshlut í Íslandsbanka
til nokkurra fjárfesta virðist loksins hafa tekist að skapa
kjölfestuhóp eigenda bankans sem stefnir í sömu átt.
Karl Wernersson hefur leitt þá vinnu sem leiddi til
sölu Straums á hlut sínum. Hann leiðir fjárfestingarfé-
lagið Milestone, en tvö systkina hans eru meðeigendur
hans í því félagi. Hann hefur um langt skeið unnið með
Björgólfi Thor Björgólfssyni í stjórn Actavis og var
lykilmaður, sem stór eigandi Delta, í því ferli að sam-
eina Delta og Pharmaco sem leiddi til uppbyggingar
stórfyrirtækis í samheitalyfjageiranum. Upp á síðkastið
hefur Karl aukið samstarf sitt við Baug og Jón Ásgeir
Jóhannesson, en ákveðin togstreita hefur verið á milli
stórveldanna Bónussfeðga og Björgólfsfeðga undan-
farna mánuði og tengsl Karls við báða þessa aðila hafa
sennilega haft mikla þýðingu um það að lending náðist
með sölu hlutar Straums.
BJARNI LEITAR HLUTHAFA
Samstarf Karls Wernerssonar og Bjarna Ármannssonar,
forstjóra bankans, hefur gengið mjög vel og hafa þeir
staðið saman um stefnu og stjórn bankans gegnum þykkt
og þunnt. Bjarni hefur búið við ósætti á heimilinu um
langt skeið og á tímabili var hann með bankaráð yfir sér
þar sem meirihlutinn hafði horn í síðu hans. Bjarna var
nauðsyn á því að fá sterka hluthafa inn í bankann sem
myndu styðja stefnu hans. Fjársterkir aðilar voru ekki á
hverju strái, þótt þeim hafi farið fjölgandi að undanförnu,
og meðal þeirra sem Bjarni fékk til liðs við bankann voru
Karl, Steinunn Jónsdóttir úr Bykofjölskyldunni og Jón
Snorrason, sem er kenndur við Húsasmiðjuna. Einar og
Benedikt Sveinssynir studdu Bjarna, enda hafði Bjarni
staðið með þeim í hræringum þegar Björgólfsfeðgar
keyptu hvert fyrirtækja Kolkrabbans á fætur öðru.
Sameining Sjóvár og Íslandsbanka var klár varnarað-
gerð, en án hennar hefðu aðilar tengdir Landsbankanum
komist yfir fyrirtækið, líkt og Eimskip og fleiri félög
sem féllu nóttina sem kölluð hefur verið “Nótt hinna
löngu bréfahnífa,” þegar stórfyrirtæki landsins skiptu
um eigendur.
ÁSÓKN LANDSBANKANS
Björgólfsfeðgar voru ekki hættir. Þeirra vilji stóð til þess
að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. Landsbankinn
og Burðarás keyptu hlut í Íslandsbanka og var hugsunin
sú að ýta á eftir slíkri þróun. Þessi leið mætti andstöðu
hjá Bjarna og Einari Sveinssyni formanni bankaráðsins.
Landsbankinn varð að koma þessum hlutum frá sér og
Helgi Magnússon, sem verið hafði í bankaráði bankans
og naut þar fulltingis Lífeyrissjóðsins Framsýnar og
fleiri, keypti hlut í bankanum fyrir tíu milljarða með
framvirkum samningum og Orri Vigfússon keypti fyrir
fimm milljarða, einnig með framvirkum samningi. Þótt
þeir eigi báðir vel til hnífs og skeiðar, þá voru þeir í það
minnsta ekki á þessum tíma taldir til milljarðamæringa.
DANSAÐ VIÐ VÍS
Í ljósi þess að Karl hafði unnið með Björgólfsfeðgum
töldu margir að hann myndi á endanum ganga í lið með
þeim. Landsbankamenn töldu í það minnsta sjálfir að þeir
hefðu meirihlutafylgi í hluthafahópnum. Í það minnsta
töldu þeir sig hafa svo sterka stöðu að lagt var á ráðin um
að sameina Vátryggingafélag Íslands og Íslandsbanka.
Þegar til átti að taka höfðu þeir ekki það afl í hluthafa-
hópnum sem þurfti til eignasölu sem var nauðsynlegur
undanfari sameiningar. Karl keypti hins vegar Sjóvá og
styrkti enn stöðu sína. Mikil læti urðu í kringum kaupin
og sauð upp úr á milli Straums og meirihluta stjórnenda
Íslandsbanka. Fulltrúar Straums í stjórninni voru ósáttir
og Steinunn Jónsdóttir mun einnig hafa verið ósátt með
aðdraganda viðskiptanna. Viðskiptin gengu hins vegar í
gegn án athugasemda þar til bærra yfirvalda.
STRANDAR Á KB BANKA
Viðskiptin nú eiga sér töluverðan aðdraganda. Straumur
hafði leitað hófanna víða með sölu á sínum hlut. Ólafur
Ólafsson var heitur á tímabili og meðal þess sem
Straumur hefði fengið sem greiðslu í þeim viðskiptum
hefði verið Olíufélagið með Esso vörumerkið innan-
borðs. Slík býtti voru inn í myndinni rétt fyrir jól þegar
til stóð að Ólafur tæki stóran hlut ásamt Karli, Jóni
Ásgeiri og FL Group. Straumur krafði FL Group um öll
bréf þeirra í KB banka, en menn voru ekki tilbúnir að
láta þau öll af hendi. Upp úr viðræðunum slitnaði milli
jóla og nýárs.
FUNDUR SETUR ALLT AF STAÐ
Karl hitti síðan Björgólf Thor eftir áramótin og þá komst
skriður á málið sem lauk um helgina með sölu Straums.
Eftir viðskiptin stendur Karl Wernersson sterkur í
íslensku viðskiptalífi og er klárlega kominn í hóp þeirra
stóru þar. Karl hefur verið í fjárfestingum í smásölu í
Bretlandi bæði einn og með öðrum, meðal annars með
Baugi. Margir búast við því að tengsl Karls og Baugs eigi
eftir að eflast og í því liggi tækifæri, bæði fyrir bankann
og þá sjálfa.
Eitt er víst að þeir sem nú kaupa bréf fyrir tugi
milljarða í Íslandsbanka eru ekki fyrir kyrrstöðu né eru
sérlega hægfara í fjárfestingum. Því má búast við að
bankinn fari fram með meiri hraða og styrk en áður og
spennandi að fylgjast með fléttunum í framhaldinu. Eitt
er víst að viðskipti helgarinnar voru fyrsti þáttur nýs
kafla í átakasinfóníunni Íslandsbanki.
Næsti kafli Íslandsbankasinfóníunnar
Saga Íslandsbanka undanfarinna ára hefur verið eins og í margslunginni átakasinfóníu. Kaflaskil
urðu um síðustu helgi og búast má við að leikið verði á strengina í næsta þætti af samhentari sveit
en upp á síðkastið þegar ómstríðari hljómar hafa einkennt sinfóníuna. Hafliði Helgason rifjaði upp
nokkra takta í aðdraganda kaflaskiptanna.
GLAÐIR Á GÓÐRI STUND Karl Wernersson stærsti hluthafi Íslandsbanka og Bjarni Ármannsson hafa verið einhuga um störf og stefnu Íslandsbanka. Ný
staða í hluthafahópnum opnar ný tækifæri fyrir bankann.