Fréttablaðið - 11.01.2006, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 11.01.2006, Qupperneq 38
MARKAÐURINN F Ó L K Á F E R L I 11. JANÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R I R T Æ K I Intrum Justitia var stofnað í Svíþjóð árið 1923 af Sven nokkrum Göranson, upphaflega sem lögmannsstofa. Fyrirtækið fór þó ekki að taka á sig endanlega mynd fyrr en Bo Göranson, sonur stofnandans, tók við rekstrinum rúmum þrjátíu árum síðar. Göranson breytti Intrum úr lögmannsstofu í alhliða ráðgjafar- og innheimtufyrirtæki. „Þá er ekki lengur um að ræða lögmannsstofu af gamla skólanum heldur fyrirtæki sem fylgir öllu ferlinu. Allt frá því reikningur er gefinn út og þar til fjárhæðin kemur aftur í kassa kröfuhafa,“ segir Sigurður Arnar Jónsson forstjóri. Intrum Justitia er í dag alþjóðlegt fyrirtæki með útibú í tuttugu og einu Evrópulandi auk þess að vera í samstarfi við hundrað og tuttugu umboðsskrifstofur. Hjá fyrirtækinu starfa tvö þúsund og fjögur hundruð manns víðs vegar um Evrópu. Upphaf Intrum á Íslandi má rekja til árs- ins 1980, þegar Ásgeir Thoroddssen lögmað- ur, sem er í dag stjórnarformaður Intrum á Íslandi, stofnaði Lögheimtuna ásamt Ingólfi Hjartarsyni. Árið 1984 hitti Ásgeir Bo Göranson í Lundúnum og gerði við hann umboðssamning. KÚNNAHÓPURINN ENDURSPEGLAR BANKA- MARKAÐINN Árið 1995 var ákveðið að stofna sérstakt fyrirtæki á Íslandi utan um svokallaða milliinnheimtu, ferlið sem kemur á milli lögfræði og bankainnheimtu, og var þá tekið upp nafnið Intrum Justitia. Skömmu síðar keypti Intrum Justitia, sænska móðurfélagið, tuttugu prósent í Intrum á Íslandi. Intrum á Íslandi hefur þá sérstöðu innan Intrum-fjölskyldunnar að vera eina fyrirtækið sem fær að nota vörumerki og þekkingu Intrum Justitia án þess að vera í meirihlutaeigu móðurfélagsins. „Intrum-menn töldu íslenska markaðinn einfaldlega ekki nægilega stóran til að nokkuð væri upp úr honum að hafa. Þeir höfðu þó þann metnað að hafa flagg á öllum Norðurlöndunum. Ég held að þeir hafi nú séð eftir þessu síðan.“ Í dag eiga KB banki, Landsbankinn, tuttugu sparisjóðir og Intrum Justitia bv. sinn hvern fjórðungshlutinn. Gagnrýnisraddir hafa heyrst og telja einhverjir að eignarhaldið gefi Intrum ósanngjarnt forskot. Samkeppnisstofnun hefur rannsakað fyrirtækið en engin niðurstaða fengist. „Það er útbreiddur misskilningur að fyrirtækið grundvallist á viðskiptum við bankana, en staðreyndin er sú að samlögð viðskipti allra hluthafa félagsins eru innan við tuttugu og fimm prósent af veltunni,“ segir Sigurður. UPPHRÓPUN GEGN RÍKJANDI GILDUM Sigurður segir nafn fyrirtækisins, Intrum Justitia, vera lýsandi fyrir hugmyndafræði þess en nafnið er fengið úr latínu og merkir „réttlæti fyrir alla“. Kjörorð Intrum eru „fair pay“. Það er fengið að láni úr knattspyrnunni en Alþjóðaknattspyrnusambandið hefur lengi hamrað á „fair play“ hugmyndinni, að knattspyrnan skuli leikin drengilega. Lögfræðiinnheimta er dýr, segir Sigurður, og á að vera lokaúrræði. „Þar sem markaðurinn er vanþróaður er algengt að forvinnan sé ekki unnin nægilega vel áður en kröfur lenda í lögfræðihöndum. Hafi þessi vinna verið unninn, gerist það oftar en ekki á allt of löngum tíma. Þetta gengur þvert á hugmynd okkar um fair pay,“ segir hann. Sigurður telur það sanngjarnt að kröfur séu efndar og útlagður kostnaður greiddur. Hins vegar snúi sanngirnin ekki síður að greiðanda en kröfuhafa. Ekki eigi að líta á greiðanda sem glæpamann heldur annan aðila viðskiptasambands. Það sé því yfirlýst stefna Intrum að þóknun eigi að taka mið af þeirri vinnu sem raunverulega var lögð í að ná efndum kröfunnar. „Það er raunar einungis hægt að réttlæta það að tvenns konar kröfur fari í lögfræðiinnheimtu, þegar greiðandi hefur ekki greiðslugetu og þegar hann hefur ekki greiðsluvilja. Ef menn eru að missa aðrar kröfur í lögfræðiinnheimtu er það vísbending um að eitthvað megi betur fara í ferlinu. Það má segja að Intrum sé upphrópun gegn þeim gildum sem ríktu þegar lögfræðingar einokuðu markaðinn.“ Lögfræðingar hafa talsvert gagnrýnt Intrum. Samkvæmt lögum um lögmenn frá árinu 1998 er einungis lögmönnum heimilt að eiga hlut í lögmannsstofum og engum öðrum, sama hversu lítill sá hlutur kann að vera. Þá hindrun yfirstíga Intrum-menn með samstarfi við nokkrar lögmannsstofur. Umfangsmest er samstarfið við Lögheimtuna sem er í eigu Bjarna Þ. Óskarssonar hæstaréttarlögmanns. RÉTTARKERFIÐ AÐ BREGÐAST Sigurður telur íslenskt lagaumhverfi ýta undir einokun lögmanna. Víða í kringum okkur, til að mynda í Svíþjóð, sé leyfilegt að fara með svokallaðar óumdeildar kröfur í gegnum réttarkerfið, kröfum sem ekki er mótmælt af hálfu stefnda, án þess að njóta aðstoðar lögmanns. „Við erum endalaust að senda háskólamenntað fólk út um borg og bí til að rúnta með kröfur þar sem allir eru sammála um hver skuldar hverjum hvað.“ Sigurður segir mikinn viðskiptakostnað fólginn í því að þurfa að senda lögmann í réttarsal í hvert skipti sem krafa er tekin fyrir, jafnvel þótt hún sé óumdeild. „Þarna vil ég meina að íslenska réttarkerfið og upplýsingasamfélagið, sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og fleiri hafa viljað standa fyrir, sé algerlega að bregðast. Afleiðingarnar eru hærri viðskiptakostnaður, bæði í formi hærri kostnaðar greiðanda og hins vegar að í sumum tilfellum kann krafa að vera svo lág að ekki sé áhættunnar virði að taka hana gegnum dómskerfið. Í þessu er að mínu mati ekki fólgið mikið réttlæti.“ Hjá Intrum starfa hundrað og tíu manns í sjö starfsstöðvum víðs vegar um landið. Óhætt er að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan Sigurður hóf störf í maí 1997. „Ég kom hingað inn sem framkvæmdastjóri og réð þá yfir einni óléttri skrifstofustúlku. Þá var þetta nú eiginlega frekar viðskiptahugmynd en fyrirtæki. Það er varla hægt að segja annað en að við höfum veitt lélega þjónustu hérna fyrstu tvö árin, en ég held að ég geti sagt að tryggustu viðskiptavinir okkar hafa uppskorið ríkulega fyrir sýnda þolinmæði.“ Sigurður segir Íslendingunum í fyrstu hafa verið tekið með kostum og kynjum þegar þeir sýndu sig í höfuðstöðvunum í Svíþjóð. Nú séu hins vegar breyttir tímar. Landsbankinn sé orðinn stærsti einstaki hluthafinn í sænska móðurfélaginu, ráði tæplega sautján prósenta hlut, og Sigurjón Árnason bankastjóri hafi tekið sæti í stjórn. „Þeir eru hættir að hlægja að okkur úti í Svíþjóð og fáum við nú höfðinglegar móttökur enda erum við á margan hátt leiðandi í grúppunni. Við erum þó hvergi nærri hættir og munum opna skrifstofu í Færeyjum áður en langt um líður. Það verður fyrsta skrefið í frekari útrás.“ Upphrópun gegn ríkjandi gildum Sigurður Arnar Jónsson er forstjóri Intrum Justitia á Íslandi. Starfsmannafjöldi fyrirtækisins hefur hundraðogtíufaldast síðan Sigurður tók við árið 1997 og rekur Intrum nú sjö starfsstöðvar víðs vegar um landið. Jón Skaftason spjallaði við Sigurð í höfuðstöðvum Intrum að Laugavegi 99. SIGURÐUR ARNAR JÓNSSON FORSTJÓRI INTRUM Intrum Justitia er að sjötíu og fimm prósenta hlut í eigu íslenskra bankastofnana. Sigurður segir gagnrýni sem beinist að eignarhaldinu til komna vegna vanþekkingar. Intrum Justitia Eigendur: Landsbankinn 25%, KB banki 25%, tuttugu sparisjóðir 25% og Intrum Justitia bv. 25%. Starfsmenn: 110. VALDÍS ARNARDÓTTIR hefur verið ráðin kynningarstjóri Atorku Group. Valdís útskrifaðist úr viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1998 og lauk meistaraprófi í viðskiptafræði frá sama skóla 2004. Valdís hefur unnið síðastliðin þrjú ár í markaðsdeild Sjóvá. En þar áður vann hún hjá IMG og Landsbanka Íslands. Eiginmaður Valdísar er Þorlákur Runólfsson og eiga þau tvo drengi. Harpa Hermannsdóttir hefur verið ráðin í greiningu og eignastýringu Atorku Group. Harpa útskrifaðist úr viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík 2002. Harpa hefur unniðð við fjárstýringu hjá Sparisjóðabanka Íslands síðastliðin 3 ár. Maður Hörpu er Jón Gunnar Geirdal og eiga þau eina dóttur. Um áramótin urðu þær breytingar á yfirstjórn eignarhaldsfélagsins L&H, móðurfélags lyfja- verslana Lyfja & heilsu, að Hrund Rudolfsdóttir, sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri Lyfja & heilsu, hefur snúið sér alfarið að framkvæmdastjórn móðurfélagsins. Mun hún leiða áframhaldandi fram- sækni félagsins og auka umsvif og vöxt dótturfyrirtækjanna. Hjalti Sölvason hefur tekið við framkvæmdastjórnar- starfi Lyfja & heilsu í hennar stað. Þá hefur Arnar Hallsson tekið við starfi rekstrarstjóra af Hjalta Sölvasyni og Rúnar Höskuldsson tekur við starfi markaðsstjóra. NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.