Fréttablaðið - 11.01.2006, Qupperneq 54
12
Hver er uppáhaldsbúðin þín?
Mér dettur helst í hug
Geisladiskabúð Valda. Þar er allt
sem hugurinn girnist og meira til.
Svo er líka 2001 á Hverfisgötunni
þar sem Kevin Pollak leiðbeinir
manni í DVD-innkaupum. Já og ekki
má gleyma Tónabúðinni.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
kaupa?
Bara þetta venjulega, tónlist, bíó-
myndir, kaffi, hljóðfæri og græjur
þegar maður á pening.
Verslar þú í útlöndum?
Já ég reyni það. Engin stórinnkaup,
bara myndir, diska og plötur sem er
erfitt að fá á Íslandi. Svo ef maður
sér eitthvað ódýrt eða flott. Bootleg
hljómsveitaboli í London og Faxe í
Danmörku.
Einhverjar venjur við innkaup?
Nei, engar venjur. Ég kaupi bara það
sem mig langar í, sama hvað það er,
það er að segja ef ég á fyrir því.
Tekurðu skyndiákvarðanir í fata-
kaupum?
Nei, venjulega ekki. Ef mig vantar
buxur þá kaupi ég þær bara. Ég er
ekkert kaupóður þegar það kemur að
fötum. Reyndar er ég dálítið veikur
fyrir skóm. Ég á alveg fullmikið af
þeim.
KAUPVENJUR
Á of marga skó
Atli Erlendsson, bassaleikari í Morðingjunum, heldur upp á Geisladiskabúð
Valda. Hann er ekki kaupóður þegar kemur að fötum en hefur gaman af
hljóðfærakaupum.
Unnið við gluggaþvott á mildum vetrardegi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
SJÓNARHORN
NFS ER Á VISIR.IS
Bein útsending á VefTV og
upptökur þegar þér hentar
Nú er tækifæri
Nokkur pláss laus á skrifstofubraut I
Skrifstofubraut I er tveggja anna braut þar sem höfuðáhersla er
lögð á viðskipta- og samskiptagreinar.
Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Kennt er frá kl. 12:30 – 17:00
Upplýsingar veitir fagstjóri viðskipta- og fjármálagreina í síma
5944000/8244114. Netfang. ik@mk.is