Fréttablaðið - 11.01.2006, Page 63

Fréttablaðið - 11.01.2006, Page 63
erfitt að fá nógu síða boli,“ segir Sunna Dögg sem sótti innblástur í götutísku New York og Japans. Í hönnun sinni notar hún mjúka liti ásamt svörtum, gráum og dökkbláum. Silfurlitur og gylltur koma líka við sögu. Barnalínan skartar þó bjartari litum. „Ég tók fyrst og fremst þátt til að eiga möguleika á að koma hönnuninni minni í framleiðslu því ég sá ekkert nema tækifæri í þessu.“ 10% 70% 60% 50% 40% 30% 20% Hljóðfærahúsið Laugavegi 176 105 Reykjavík www.hljodfaerahusid.is info@hljodfaerahusid.is Sími 591 5340 KOMIÐ OG GERIÐ FRÁBÆR KAUP. ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR! GÍTARAR, TROMMUSETT, UPPTÖKUBÚNAÐUR, NÓTUR, STATÍF, TÖSKUR OG MARGT FLEIRA Á FRÁBÆRU TILBOÐSVERÐI! ÚTSÖLUNNI LÝKUR Á LAUGARDAGINN! Systurnar Sveinbjörg og Þórunn Jónsdætur höfnuðu í þriðja sæti í keppninni. Línan sem þær hönnuðu er ætluð börnum allt frá fæðingu til tólf ára aldurs. Sveinbjörg er menntaður hönnuður úr Myndlista- og Handíðaskóla Íslands og frá skóla í San Diego, og Þórunn er förðunarfræðingur sem hefur starfað í London og París. Línunni er skipt í þrjá flokka: ungabörn, miður aldur og elstu börnin og þær systurnar nýttu sér reynslu sína sem mæður við hönnun hennar. „Við vildum gera smart föt sem væru að sama skapi mjög praktísk og hentuðu íslenskum aðstæðum,“ segir Sveinbjörg. „ Þemað er mjög þjóðlegt og á að vera skemmtilegt með dálitlum húmor. Til dæmis er íslenski vaðfuglinn Tjaldur í endurskinsmerki á regnúlpunni og Krummi á gúmmístígvélunum – og á vinstri fætinum stendur krummafótur. Náttfötin eru öll mjúk og hlý og á þeim stendur til dæmis „Morgunhani“. Náttfötin handa þeim yngstu eru hönnuð þannig að það er auðvelt að skipta á barninu – þú þarft ekki að vekja það upp til að skipta um bleyju.“ Sveinbjörgu fannst líka ákveðnar flíkur vanta fyrir hina séríslensku veðráttu sem börnin leika sér úti í. „Regngallinn okkar er ekki bara vörn gegn bleytu, hann er líka hlýr og er fóðraður með flís-efni, og það eru endurskinsmerki í bak og fyrir á flíkunum fyrir íslenska skammdegið.“ Sveinbjörg starfar hjá Össuri eins og er og Þórunn starfar sjálfstætt, en þær hlakka til að sjá vörurnar fara í framleiðslu. Hagkaup ætla að víkka út línuna þeirra sem verður spennandi að sjá. „Þetta var alveg frábært framtak hjá Hagkaupum,“ segir Sveinbjörg. „ Þetta var tækifærið sem gerði það að verkum að maður dreif sig í að gera dekurverkefnið að veruleika.“ ÞÓRUNN OG SVEINBJÖRG JÓNSDÆTUR Þær höfnuðu í þriðja sæti með praktíska og smart fatalínu. Dekurverkefnið að veruleika NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar Visir.is er stærsta fréttalind landsins. Þar miðla Fréttablaðið og Nýja fréttastofan fréttum allan sólarhringinn og nú er NFS í beinni á VefTV frá morgni til kvölds. Þú færð fréttirnar beint í æð í vinnunni eða heima og upptökur af fréttum dagsins tryggja að þú missir ekki af neinu. MIÐVIKUDAGUR 11. janúar 2006 27

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.