Fréttablaðið - 11.01.2006, Qupperneq 67
MIÐVIKUDAGUR 11. janúar 2006 31
FÓTBOLTI Knattspyrnumaðurinn
Gylfi Einarsson hefur skrifað
undir nýjan samning við enska
liðið Leeds United. Samningurinn,
sem handsalaður var í gær, er til
tveggja og hálfs árs.
Í samtali við Fréttablaðið sagð-
ist Gylfi sáttur við nýja samning-
inn. „Þetta hefur verið í burðar-
liðnum í nokkurn tíma og ég er
mjög ánægður með að hafa skrif-
að undir.“ Aðspurður um hvort
hann sjái fram á að spila mikið
segir Gylfi að það sé stefnan.
,,Það er ljóst að ég hefði ekki
skrifað undir nýjan samning
nema ég fengi vilyrði fyrir því að
ég fengi eitthvað að spila. Það er
liggur líka í augum uppi að þeir
láta mig nú ekki hafa samning upp
á tæp þrjú ár nema þeir ætli sér
að nota mig. Ég er auðvitað ekki
búinn að spila síðan í október á
síðasta ári þannig þeir hljóta að
hafa einhverja trú á mér fyrst þeir
semja við mig núna,” segir Gylfi
en Leeds hefur gengið afar vel á
síðustu vikum og fyrir vikið hefur
Gylfi ekki verið í leikmannahópi
liðsins eftir að hann varð aftur
leikfær eftir meiðsli.
Gylfi hefur verið meiddur tölu-
verðan hluta þessa tímabils en
hann er allur að koma til um þess-
ar mundir. „Liðinu gengur vel eins
og er þannig að maður bíður bara
eftir sínu tækifæri. Maður hoppar
ekki bara beint inn í þetta,“ sagði
Gylfi.
- toh
Landsliðsmaðurinn Gylfi Einarsson verður áfram í herbúðum Leeds:
Gylfi fær nýjan samning hjá Leeds
LEEDS Hefur samið aftur við miðvallarleikmanninn Gylfa Einarsson.
KNATTSPYRNA Framherji Arsenal,
Robin van Persie, kom illa út úr
viðureign Arsenal og Cardiff
í enska bikarnum um síðustu
helgi. Þrátt fyrir að van Persie
hafi klárað leikinn fyrir Arsenal
kom seinna í ljós að kappinn mun
hafa tábrotnað í leiknum. Af þeim
sökum gat hann ekki tekið þátt
í deildarbikarleik Arsenal gegn
Wigan í gærkvöldi.
Forráðamenn Arsenal segja að
Van Persie muni ekki þurfa að sitja
á hliðarlínunni í mjög langan tíma.
„Þetta eru ekki alvarleg meiðsli.
Hann mun vafalaust ná sér nokkuð
fljótlega,“ sagði Arsene Wenger,
þjálfari Arsenal. - toh
Robin van Persie:
Tábrotnaði
gegn Cardiff
VAN PERSIE Tábrotnaði í leik gegn Cardiff
án þess að taka eftir því.
FÓTBOLTI Knattspyrnustjóri Burton
Albion, Nigel Clough, hefur viður-
kennt að Burton eigi ekki minnstu
möguleika á að vinna Manchester
United á heimavelli þeirra Old
Trafford þegar liðin mætast aftur
þann 18. janúar næstkomandi.
„Það hefði verið skelfilegt ef
United hefði jafnað undir lokin,
hryllilegt óréttlæti. Það er stór-
kostlegt að hálfatvinnumannalið
skuli ná markalausu jafntefli við
Manchester United. Ég er viss um
að við eigum eftir að tapa seinni
leiknum en ég er jafn viss um að
leikmennirnir hafa enn meira
gaman að þeim leik en þessum.“
Ljóst er að með jafnteflinu er fjár-
hagslegu hliðinni borgið hjá Bur-
ton Albion næstu árin þar sem lið
í bikarkeppninni skipta með sér
gróða af miðasölu. - toh
Nigel Clough stjóri Burton:
Vinnum aldrei
á Old Trafford
NIGEL CLOUGH Er ekki allt of jákvæður á
að sínir menn beri sigur af hólmi á Old
Trafford.
KNATTSPYRNA Manchester United
gekk í gær frá kaupum á franska
landsliðsbakverðinum Patrice
Evra frá Monaco. Hinn 24 ára
gamli Evra skrifaði undir þriggja
og hálfs árs samning við United
eftir að hafa komist klakklaust
í gegnum læknisskoðun á Old
Trafford. Talið er að kaupverðið
sé í kringum 5 milljónir punda.
Fer Evra beint inn í hóp
liðsins sem mætir Blackburn í
deildarbikarnum í dag.
Alex Ferguson var mjög
ánægður með kaupin á bakverð-
inum efnilega. „Hann er á mjög
góðum aldri og er enn að þroskast
sem leikmaður. Við höfum verið
að fylgjast með honum allt tíma-
bilið og hann er frábær leikmaður.
Þetta eru því mjög góð kaup fyrir
Manchester United.“ Inter Milan
hafði einnig áhuga á að landa leik-
manninum en tilboð Manchester
United upp á fimm milljónir virt-
ist of stór biti fyrir þá ítölsku. - toh
Evra skrifar undir:
Beint í hópinn
gegn Blackburn
Enski deildabikarinn:
WIGAN-ARSENAL 1-0
1-0 Paul Scharner (77.).
Iceland Express-deild karla:
HÖTTUR-KEFLAVÍK 73-108
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
FÓTBOLTI Spútniklið Wigan hafði
betur gegn Arsenal í fyrri við-
ureign liðanna í undanúrslitum
deildabikarsins í gær, 1-0. Það var
Paul Scharner sem skoraði eina
mark leiksins þegar rúmur stund-
arfjórðungur var eftir með falleg-
um skalla.
Það er óhætt að segja að Wigan
átti sigurinn fyllilega skilinn þar
sem leikgleðin og baráttan var í
fyrirrúmi hjá leikmönnum liðsins.
Það sama er ekki hægt að segja
um leikmenn Arsenal, þeir náðu
sér engan veginn á strik og virk-
uðu áhugalausir en þó ber að geta
þess að Arsene Wenger stillti ekki
upp sínu besta liði. Liðin mætast á
ný að tveimur vikum liðnum og þá
á Highbury.
- vig
Enski deildabikarinn:
Baráttusigur
hjá Wigan