Fréttablaðið - 11.01.2006, Page 70

Fréttablaðið - 11.01.2006, Page 70
 11. janúar 2006 MIÐVIKUDAGUR34 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Glæný Ýsa Hrogn Lifur Slagverksdúettinn Steintryggur heldur til Hollands á fimmtudaginn þar sem þeir taka þátt í Eurosonic- hátíðinni. Hún er árlegur viðburður með yfir 180 uppákomum á 25 tónleikastöðum. Þeir Sigtryggur Baldursson og Steingrímur Guðmundsson verða þó ekki eingöngu tveir því með þeim í för verða Sören Venema og Roland Hartwell. Steintryggur verður þó ekki eina íslenska sveitin sem treður uppp fyrir Hollendinga því harðhausarnir í Dr. Spock ætla enn fremur að stilla magnarana í botn á þessari sömu hátíð. Sigtryggur Baldursson var á faraldsfæti þegar Fréttablaðið náði tali af honum, einhvers staðar á rúntinum í Reykjavík með hálf rafmagnslausan síma. Því vandamáli var fljótlega kippt í liðinn þegar splæst var í hleðslutæki. „Það er boðið á þessa hátíð og okkur barst slíkt boð þegar við vorum á tónleikaferðalagi um Evrópu í haust,“ sagði Sigtryggur en þeir félagar spiluðu í fimm Evrópulöndum og kynntu fyrsta diskinn sinn Dialog. „Við keyrðum um í bílaleigubílum og flugum með lággjaldaflugfélögum,“ útskýrir hann en kvartaði þó sáran yfir því að engar grúppíur hefðu verið fyrir hendi. „Annars hef ég aldrei verið í hljómsveitum sem hafa verið duglegar í þeim bransa. Hálfgert klikk,“ sagði Sigtryggur í gríni og hló. Eurosonic-hátíðin er um margt merkileg því þar safnast saman tónleikahaldarar frá gjörvallri Evrópu til að finna hljómsveitir fyrir tónlistarhátíðirnar sem framundan eru í sumar og hafa nokkrir íslenskir tónleikahaldarar lagt leið sína þangað árlega. Nokkrir íslenskir tónlistarmenn hafa gerst svo frægir að spila á þessari hátíð og nægir þar að nefna Leaves og Mugison. „Við spilum á einum tónleikum en reynum síðan að selja okkur eins mikið og mögulegt er,“ útskýrir Sigtryggur enda hátíðin góður söluvettvangur. Framundan hjá Sigtryggi er að klára tvær plötur sem dúettinn er með í smíðum en auk þess vinnur hann að gerð sinnar fyrstu kvikmyndatónlistar í samstarfi við Ástralann Ben Frost. „Hún er við dvd-disk sem Jóhann Sigfússon hjá Profilm gerir en þetta eru náttúrulífsmyndir af Íslandi,“ segir Sigtryggur sem hefur ávallt mikið á sinni könnu. „Hann verður til sölu í flugvélum Flugleiða og ég hugsa til þess með unaðslegum hryllingi að hann verði kominn inn á öll þýsk heimili fyrir næstu jól.“ freyrgigja@frettabladid.is STEINTRYGGUR Var boðið á tónlistarhátíðina Eurosonic eftir velheppnað tónleikaferðalag um Evrópu nú í haust. SIGTRYGGUR BALDURSSON: GERIR TÓNLIST VIÐ NÁTTÚRULÍFSMYND Steintryggur fer á hollenska tónlistarhátíð LÁRÉTT 2 afl 6 frá 8 flýti 9 ætt 11 klukkan 12 það að vera ólæs 14 rót 16 fyrirtæki 17 blundur 18 umhyggja 20 tveir eins 21 vangi. LÓÐRÉTT 1 drykkur 3 guð 4 inúíti 5 frostskemmd 7 felustaður 10 nálægar 13 forskeyti 15 birta 16 samræði 19 ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2 þrek, 6 af, 8 asa, 9 kyn, 11 kl, 12 ólæsi, 14 grams, 16 ms, 17 mók, 18 önn, 20 ii, 21 kinn. LÓÐRÉTT: 1 kakó, 3 ra, 4 eskimói, 5 kal, 7 fylgsni, 10 nær, 13 sam, 15 skin, 16 mök, 19 nn. Köld slóð, ný íslensk sakamálamynd, fer í tökur í næsta mánuði. Myndin er framleidd af Saga Film og Birni Br. Björnssyni auk Angel Production í Danmörku. Það var í síðustu viku sem ljóst varð að Norræni kvikmyndasjóðurinn myndi koma að fjármögnun myndarinnar og með því var tryggt að nægjanlegt fjármagn hefði verið tryggt til að hefja framleiðslu. Köld slóð segir frá íslensk- um blaðamanni sem rannsakar dularfullt dauðsfall á virkjunar- svæði uppi á hálendi Íslands. Það er Þröstur Leó Gunnarsson sem leikur aðalhlutverkið en auk hans fara þau Elva Ósk Ólafsdóttir, Helgi Björnsson og Hjalti Rögnvaldsson með stór hlutverk. Þá mun Anita Bríem einnig leika í myndinni en þetta verður hennar fyrsta hlutverk í íslenskri kvikmynd. Þá leikur hinn danski Lars Brygman í myndinni. Að sögn Lárusar Halldórssonar, markaðsstjóra hjá Saga Film, er undirbúningur núna í fullum gangi og er reiknað með að tökur fari af stað strax í byrjun febrúar. „Hún verður að mestu leyti tekin upp við Búrfellsvirkjun,“ útskýrir Lárús og segir þá vera alls óhrædda við vetrarhörkurnar. „Við viljum bara veturinn,“ bætir hann við. Köld slóð hefur þegar verið seld til TV 2 í Danmörku og segir Lárus að hið danska framleiðslufyrirtæki hafi nýst vel í þeim samningaviðræðum en áætlað er að myndin verði frumsýnd í lok þessa árs hér á landi. - fgg Köld slóð á leiðinni í tökur ÞRÖSTUR LEÓ GUNNARSSON Leikur harðsnúinn blaðamann sem rannsakar dularfullt andlát við virkjun á hálendinu. HRÓSIÐ ...fær Björn Hlynur Haraldsson fyrir að vera kynntur á „European Shooting stars“ hátíðinni í Berlín. Slapp nokkuð vel Nei, ekki séns. Enda bara held ég að ég hafi komið nokkkuð vel út úr þessu. Ég missti mig alveg ágætlega í jólaátinu eins og aðrir en mér sýnist þetta hafa sloppið. Magni Ásgeirsson söngvari. Hreyfi mig reglulega Ekkert frekar. Ég held ég fari jafn mikið í ræktina fyrir og eftir jól. Eru ekki konur alltaf í einhverju átaki? Það er í kjólinn fyrir jólinn og bikiníið fyrir sumarið. Ég tek þetta bara jafnt og þétt og hreyfi mig reglulega. Sigrún Bender fegurðardrottning. Bý á fimmtu hæð Nei, ég geri það nú ekki. Ég er allt of löt við að hreyfa mig. En ég bý í fjölbýlishúsi á fimmtu hæð og það er mín hreyfing. Sóley Kristjánsdóttir, plötusnúður. ÞRÍR SPURÐIR: LÍKAMSRÆKTARSTÖÐVARNAR FYLLAST AF FÓLKI ÞESSI MISSERIN Ferð þú í átak eftir allt jólaátið? FÓLK Í FRÉTTUM Spennan magnast enn í kringum Sundance-hátíðina þar sem Baltasar Kormákur sýnir mynd sína A Little Trip to Heaven. Sigurjón Sighvatsson, fram- leiðandi myndarinnar, ætti einnig að vera spenntur því auk A Little Trip verður Destricted sýnd á hátíðinni en Sigurjón er aðalframleiðandi þeirrar myndar. Um er að ræða sex erótískar stuttmyndir eftir unga og upprennandi leikstjóra en meðal þeirra eru Matthew Barney, betur þekkt- ur sem maðurinn hennar Bjarkar, og Larry Clarke, sem á heiðurinn af kvikmynd- um á borð við Kids og Ken Park. David Poland, þekktur bandarískur kvik- myndarýnir, velur nokkrar athyglis- verðar myndir á heimasíðu sinni fyrir hátíðina og þessar tvær myndir eru á meðal þeirra. NFS ER Á VISIR.IS Íslenska kvikmyndin Strákarnir okkar, í leikstjórn Róberts Douglas, verður sýnd í Panorama-flokknum á kvikmyndahátíð Berlínar í byrjun febrúar en hátíðin er ein af þeim allra stærstu í Evrópu og meðal þeirra virtustu í heimi. Hún þykir standa Cannes lítt að baki hvað gæði varðar þó að glamúrinn sé auðvitað fyrirferðarmeiri á Ríveríunni. Samkynhneigðu knattspyrnu- kapparnir keppa um Panorama-áhorf- endaverðlaunin en árlega taka um 18 þúsund manns þátt í þeirri kosningu en myndin verður í mjög góðum félagsskap þar. Leikstjórar á borð við Michel Gondry, Neil Jordan og John Hillcoat eru allir með verk sín í þessum flokki og má búast við miklum stjörnufans þegar myndir þeirra verða frumsýndar enda stórleikarar í hverri rullu. Aðstandendur myndarinnar hljóta gleðjast yfir góðu gengi myndarinnar á erlendri grundu því eins og greint var frá í Fréttablaði gær- dagsins þá er aðalleikari Strákanna okkar, Björn Hlynur Haraldsson, ein af von- arstjörnum Evrópu á hvíta tjaldinu sem verða kynntar við þetta tæki- færi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.