Fréttablaðið - 19.01.2006, Síða 12

Fréttablaðið - 19.01.2006, Síða 12
12 19. janúar 2006 FIMMTUDAGUR ����������������������������� �������� ������������������ ������������������� ��������������� ������������������ ��������� � �������� ���� TILLÖGUR UM JARÐGÖNG MILLI ÍSAFJARÐAR OG BOLUNGARVÍKUR Steinþór Bragason verkfræðingur kynnti eftirfarandi tillögur á fundi íbúa og sveitarstjórnar- manna við norðanvert Ísafjarðardjúp. Lengd í Áætlaður kostn- Tillaga kílómetrum aður í milljörðum 1. Gegnum Óshyrnu í fyrsta áfanga, nyrsti áfanginn, og síðar tvenn önnur göng um Óshlíð í áföngum* 1,2 1,0 2. Frá Skarfaskeri við Hnífsdal að Fremriós við Bolungarvík 5,7 3,4 3. Úr Hnífsdal í Syðridal 2,3 2,2 4. Úr Múlalandi í Syðridal 6,0 3,6 5. Úr Tungudal í Syðridal 5,3 3,1 6. Úr Syðridal að Gatnamótum Suðureyrar- og Flateyrarafleggjara í Vestfjarðargöngum 6,1 3,9 7. Úr Syðridal að Suðureyrarafleggjara í Vestfjarðargöngum 5,2 3,2 * Sú tillaga sem Vegagerðin er að kanna. Lengd og kostnaður m.v. 1. áfanga. SAMGÖNGUR Íbúar og sveitar- stjórnarmenn sem sátu fund í Bolungarvík á laugardag um sam- göngur milli þéttbýlisstaða á norð- anverðum Vestfjörðum skoruðu á samgönguyfirvöld, þingmenn og ráðherra að beita sér fyrir því með öllum ráðum að tryggja varanlega lausn í samgöngumálum á svæð- inu. Í ályktun fundarins segir að tryggja verði öruggar samgöngur milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur og svo milli Ísafjarðar og Súða- víkur svo líta megi á svæðið sem heildstætt atvinnu- og þjónustu- svæði. Fyrirhugað var að Sturla Böðv- arsson yrði viðstaddur en af því varð ekki þar sem ekki var hægt að lenda á Ísafjarðarflugvelli. Ríkisstjórnin samþykkti í september síðastliðnum að Vega- gerðin skyldi hefja undirbúning að jarðgangagerð í janúar, það er að segja í þessum mánuði, svo að framkvæmdir gætu hafist næsta haust. Í tillögunni fellst að gerð verði 1.220 metra löng göng milli Einbúa og Hrafnakletta, eða gegnum Óshyrnu, og síðar verði hugsanlega bætt við fleirum göngum á leiðinni. Harpa Gríms- dóttir, forstöðumaður Snjóflóða- setursins á Ísafirði, kynnti nið- urstöðu skýrslu sem hún hefur unnið en þar kemur fram að fyr- irhuguð göng gegnum Óshyrnu tækju aðeins 60 prósent af áhætt- unni sem fylgir því að aka þessa leið daglega. „Það sem nær allir voru sam- mála um á þessum fundi var að þeir vildu heildræna lausn en ekki margar skyndilausnir,“ segir Pálína Vagnsdóttir sem fer fyrir hópi áhugafólks um málefnið. Um 1500 hafa skrifað undir þá kröfu hópsins um að ein göng verði lögð frá Syðridal við Bolungarvík og í Vestfjarðargöng. Steinþór Bragason, verkfræð- ingur og áhugamaður um bætt- ar samgöngur á svæðinu, kynnti nokkrar jarðgangatillögur á fund- inum en hafði einnig í farteskinu skóflu með vestfjarðakjálkann útskorinn á skóflublaðið en hann hugðist gefa samgönguráðherra gripinn til að halda honum við efnið. Vegagerðin hóf í þessum mánuði rannsóknir á berginu við Óshlíð vegna fyrirhugaðrar gangagerðar. jse@frettabladid.is Vilja göngin frá Syðridal Fyrirhuguð gangagerð um Óshyrnu minnkar áhætt- una við að aka til Bolungarvíkur um 60 prósent. Heimamenn krefja yfirvöld um heildarlausn. DANMÖRK Danskur læknir á fang- elsisdóm yfir höfði sér fyrir að hafa í maí 2004 gengið fram hjá meðvitundarlausum og deyjandi manni á götu, að sögn Berlingske Tidende. Maðurinn fékk hjarta- áfall sem dró hann til dauða. Þetta er í fyrsta sinn sem réttað er í máli sem þessu, en samkvæmt dönskum lögum ber öllum dönsk- um borgurum skylda til að hjálpa til eftir fremsta megni komi þeir að einhverjum í lífshættu. Málið er talið alvarlegra þar sem hinn ákærði er læknir. Verði læknirinn fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm. ■ Mál gegn dönskum lækni: Sinnti ekki hjartveikum DANMÖRK Íbúasamtök Kristjaníu í Kaupmannahöfn íhuga máls- höfðun á hendur ríkinu í kjölfar ákvörðunar um framtíðarskipulag svæðisins. Hluti núverandi byggð- ar stendur á gömlum virkisgarði sem yfirvöld hyggjast endurreisa. Því þarf að rífa eða flytja fimmtíu og þrjú hús á svæðinu. Aðrir íbúar svæðisins fá að búa áfram í húsum sínum næstu 18 mánuði en þurfa að þeim tíma loknum að greiða leigu. Íbúum Kristjaníu var kynnt þessi ákvörðun stuttu fyrir jól. Íbúar „fríríkisins“ Kristjaníu hyggjast stefna ríkinu vegna þessarar ákvörðunar að sögn talsmanns þeirra í dagblaðinu Politiken. Segir hann að fyrirvar- inn sé of skammur og ekki liggi fyrir hvernig málum verði hátt- að í framtíðinni. Til dæmis hafi ekkert komið fram um hversu há leigan verði eða hverjum verði heimilt að búa á svæðinu. Í júní 2004 náðist þverpólitísk samstaða fyrir því á danska þing- inu að breyta skipulagi byggðar- innar í Kristjaníu. - ks Íbúar Kristjaníu ætla að stefna danska ríkinu: Fimmtíu hús rifin KRISTJANÍA Íbúarnir telja fyrirvarann of skamman og ekki komi fram hverjir megi búa á svæðinu. FÓLKSFJÖLDI Íbúar í Reykjavík eru nú af tæplega 120 mismunandi þjóðernum samkvæmt tölum Hagstofunnar og segir það sína sögu um þær breytingar sem átt hafa sér stað í margbreytileika íslensks samfélags á undanförn- um árum. Langflestir eru með íslenskt ríkisfang en Pólverjar eru næstfjölmennastir eða um 430. Filippseyingar eru þriðji fjöl- mennasti hópurinn eða um 400 manns, þar næst koma Danir sem eru um 370. Um 330 manns í Reykjavík koma frá ríkjum fyrr- um Júgúslavíu og Bandaríkja- menn losa rétt um 300 manns. Síðan koma Taílendingar sem eru um 270, Litháar sem eru um 250, Þjóðverjar eru ríflega 200 og Víetnamar eru sömuleiðis um 200 manns. Í mörgum tilfellum eru ekki margir einstaklingar að baki hverju þjóðerni, þannig eru þeir þjóðernishópar sem tíu eða færri teljast til alls um helmingur heildarfjöldans eða um 60. Og þar af eru þeir sem einungis einn tilheyrir um 20. Til samanburðar við þessar tölur eru Kópavogsbúar alls af rúmlega 60 mismunandi þjóðern- um og Akureyringar af um 40. - ssal Fjölbreytileiki íslensks samfélags fer vaxandi: Þjóðerni í Reykjavík um 120 FRÁ FUNDI UM INNFLYTJENDAMÁL Í ALÞJÓÐAHÚSI Samsetning íslensk samfé- lags verður æ fjölbreyttari og nú eru íbúar Reykjavíkur alls af um 120 mismunandi þjóðernum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.