Fréttablaðið - 19.01.2006, Page 16

Fréttablaðið - 19.01.2006, Page 16
 19. janúar 2006 FIMMTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Ég er nú á síðustu önninni í námi í mínu í Kennaraháskóla Íslands en þar er ég að læra að verða leikskólakennari,“ segir Haraldur Freyr en hann er þekktastur fyrir að tromma í rokk- hljómsveitinni Botnleðju, sem nú er að byrja að nýju eftir hlé. Haraldur hefur komið víða við en að undanförnu hefur hann starfað við dagskrárgerð í sjónvarpi. „Ég er nýbúinn að ljúka upp- tökum á spurningaþáttum um Eurovision-söngvakeppnina en ég og Heiða í Unun, eins og hún er oftast kölluð, stjórnum þeim þáttum. Það var virkilega gaman að vinna við þessa þætti og við hlógum mikið meðan á upptökum stóð.“ Hljómsveitin Botnleðja hefur ekki verið mikið starfandi upp á síðkastið en bassaleikari sveitarinnar hefur búið í Barcelona á Spáni síðustu mánuði. Haraldur Freyr segir hljómsveitina hvergi nærri hætta og segir þá félaga ætla að byrja upptökur á nýjum diski hið fyrsta. „Við munum koma saman á næstunni og þar mun ég auðvitað slá í takt á trommunum. Við eigum mikið efni núna sem við ætlum að taka upp sem fyrst. Það verður kærkomið að byrja aftur eftir langt hlé og ég er viss um að við munum koma frá okkur skemmtilegu efni.“ Haraldur Freyr er mikill áhugamaður um fótbolta og spilar hann einu sinni í viku í Reiðhöllinni, með félögum sínum. Hann er mikill stuðningsmaður FH í íslenska fótboltanum og er einn af aðal- mönnum Hafnarfjarðarmafíunnar svoköll- uðu, sem lætur vel í sér heyra á leikj- um FH í Landsbankadeildinni. „Mér líst ágætlega á FH-liðið fyrir næsta tímabil en er þó hóflega bjartsýnni. Það er erfitt að halda liði á toppnum ár eftir ár. FH hefur orðið Íslandsmeistari í tvö ár í röð og það er alveg ljóst að FH þarf að hafa mikið fyrir því að vinna næsta sumar.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HARALDUR FREYR GÍSLASON TROMMULEIKARI OG NEMI Botnleðja byrjar að nýju af krafti Unnið er að niðurrifi verksmiðju- húsnæðis Lýsis við Grandaveg í Reykjavík. Húsið var reist í kringum 1940 og hýsti megin- starfsemi Lýsis allar götur þar til í fyrra er flutt var í nýtt húsnæði í Örfirisey. Í grennd við Lýsi, ofar við Grandaveginn, var um árabil fisk- verkun á vegum Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Þau hús voru rifin fyrir um tuttugu árum og íbúðir byggðar í staðinn. Síðan þá hefur Lýsi staðið eitt og yfirgefið í tún- fæti íbúðahverfis, við hlið húss Jóns Loftssonar þar sem nokkrar verslanir eru. Íslenskir aðalverktakar keyptu lóðina af Lýsi og er fyrirhugað að á henni rísi þjónustuíbúðir fyrir aldraða en að því verk- efni koma Reykjavíkurborg og Seltjarnarnes. LÝSI VIÐ GRANDAVEG RIFIÐ Bygging þjón- ustuíbúða fyrir aldraða rís á lóðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Áratuga gamalt verksmiðjuhúsnæði víkur fyrir hjúkrunarheimili fyrir aldraða: Lýsi jafnað við jörðu Keppir hann með bolta? „Garcia má fara að æfa með okkur á allra næstu dögum, hann fær að æfa með bolta sem hann hefur ekki getað gert að undanförnu.“ EINAR ÞORVARÐARSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI HSÍ, UM LANDSLIÐSMANNINN GARCIA, NÍU DÖGUM FYRIR EM. MORGUN- BLAÐIÐ. Hefur þetta ekki heyrst áður? „Það er nokkuð ljóst að framgangurinn á þessu var ekki með þeim hætti sem hann hefði átt að vera.“ BERGUR ELÍAS ÁGÚSTSSON BÆJARSTJÓRI Í VESTMANNAEYJUM UM VEÐSETNINGU VATNSTANKA BÆJARINS. FRÉTTABLAÐIÐ. „Ég er nú ekki sjálfstæðiskona en auðvitað finnst mér agalegt að heyra að konur séu ekki jafn sterkar í pólitík og karlmennirnir,“ segir Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari um úrslit kosninga í prófkjöri sjálfstæðismanna í Garðabæ. Þar náði engin kona kosn- ingu í fjögur efstu sætin. Þórey Edda segist að vísu ekki hafa fylgst mikið með prófkjörinu í Garða- bæ en finnst vont að heyra að konur séu að gefa svona mikið eftir. Upp hefur komið sú hugmynd að einhver karlanna í efstu sætunum gefi sæti sitt eftir fyrir konu. Þórey Eddu líst tæplega á þá hugmynd. „Það er erfitt því það var jú fólkið sem valdi þetta og kosningar eru einu sinni þannig að meirihlutinn ræður,“ segir hún. SJÓNARHÓLL ENGIN KONA Í FJÓRUM EFSTU SÆTUM Í PRÓFKJÖRI SJÁLF- STÆÐISMANNA Í GARÐABÆ Agalegt að heyra ÞÓREY EDDA ELÍSDÓTTIR Þorgrímur Kristmundsson, rennismíðameistari, söngv- ari og munnhörpuleikari í Vinabandinu, leikur á heimasmíðað hljóðfæri með hljómsveitinni. Hann smíðaði munnhörpuna sína sjálfur og segir hljóminn í henni mjög góðan. „Þjóðverjar smíða heimsins bestu munnhörpur og þær eru gerðar úr silfri,“ segir Þorgrím- ur sem kominn er á níræðisaldur. Slíkar munnhörpur kosta sitt eða um og yfir fimm hundruð þúsund krónur. „Ég hafði ekki efni á því og smíðaði mína því sjálfur með hjálp fagmanna,“ segir hann. Þorgrímur hefur smíðað þrjár munnhörpur um ævina, þá fyrstu úr kopar en form hennar var ekki rétt. „Þá smíðaði ég aðra úr kopar og hún kom ágætlega út en hljómaði þó ekki eins og silf- urmunnharpa. Ég vil aðeins það besta og fékk mér því silfur enda vil ég hafa þetta almennilegt.“ Og almennilegt er það, hljómur- inn er mjög góður og Þorgrímur alsæll með hljóðfærið sitt. Hann keypti efnið frá hljóð- færaframleiðandanum Hohner en þar á bæ er byggt á reynsl- unni; Hohner hefur framleitt hljóðfæri frá 1857. „Ég keypti raddplöturnar og fjaðrirnar og setti munnhörpuna saman. Þetta er mikið nákvæmnisverk og það má bara skeika hundraðasta parti úr millimetra svo hljóm- urinn verði ekki falskur,“ segir Þorgrímur sem vitaskuld byggði á menntun sinni og kunnáttu þegar hann setti munnhörpuna saman. Rennismíðameistari til áratuga kann jú ýmislegt fyrir sér. Þorgrímur er músíkalskur og hefur leikið á munnhörpu frá blautu barnsbeini. Hann lék líka á harmoniku og var að eigin sögn með harmonikudellu en seldi nikkuna sína til að fjármagna munnhörpusmíðina. Og tónlistin er líf og yndi Þorgríms eftir að hann hætti að vinna. „Við í Vina- bandinu förum vítt og breitt um borgina og spilum fyrir eldri borgara til að lífga upp á þá. Það hefur verið mín aðalvinna undanfarin ár.“ bjorn@frettabladid.is ÞORGRÍMUR KRISTMUNDSSON MUNNHÖRPULEIKARI Fann hinn eina sanna hljóm í silfur- munnhörpunni sinni. Hann seldi harmonikuna sína til að fjármagna munnhörpusmíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þorgrímur í Vinabandinu smíðar munnhörpurnar sínar sjálfur SILFURMUNNHARPAN Nýtt út úr búð kostar svona hljóðfæri um hálfa milljón króna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FEIMIN EN FARIN AÐ VENJAST SVIÐSLJÓSIN UI I I I I ÍSDROTTNINGIN DORRIT Í VIÐTALI VIÐ TIMES Djásn og dýrmæti Íslendinga

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.