Fréttablaðið - 19.01.2006, Page 18

Fréttablaðið - 19.01.2006, Page 18
 19. janúar 2006 FIMMTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Fátt veldur fólki meiri hryllingi en frásagnir af mannáti, en slíkar frásagnir hafa fylgt mannkyninu frá því sögur hófust. Fyrir dómi í Frankfurt í Þýskalandi er nú verið að rétta á ný í máli tölvunar- fræðingsins Armin Meiwes, sem dæmdur var fyrir manndráp árið 2004 fyrir að hafa drepið og etið að hluta mann sem gaf sig fram til þess. Hvað er mannát? Mannát er eins og liggur í orðsins hljóðan þegar maður leggur sér til munns hluta af líkama annars manns. Ýmsir þjóðflokkar hafa í gegnum söguna verið sagðir hafa ástundað mannát, oftast í tengslum við trúarlegar athafnir. Það er hins vegar mjög umdeilt meðal mannfræðinga hversu algengt slíkt hafi verið í raun. Sumir mannfræðingar hallast að því að mannát hafi nær aldrei átt sér stað, en aðrir segja það hafa verið allalgengt í frumstæðum samfélögum. Þekktar eru frásagnir fyrstu Evrópumannanna sem komust í kynni við indíánasamfélög Vesturheims af helgisiðum meðal þeirra sem fólu í sér mannát. Þar sem Ísabella Spánar- drottning leyfði landvinningamönnum sínum aðeins þrælkun indánaþjóða sem stunduðu mannát urðu frásagnir af mannætuindíánum stórlega ýktar. Eru til staðfest dæmi um mannát í nútímanum? Staðfest tilfelli mannáts á síðari tímum tengjast flest annaðhvort hungursneyð, stríði eða geðbiluðum einstaklingum. Dæmi um mannát eru þekkt úr hungursneyðinni miklu í Úkraínu á fjórða áratugnum, í umsátrinu um Leníngrad í síðari heimsstyrjöld, í borgarastríðinu í Kína á fimmta áratugnum og meðal japanskra hermanna í Kyrrahafsstríðinu. Í október 1972 hrapaði flugvél í Andesfjöllum. Eftir nokkurra vikna sult tóku nokkrir úr hópi þeirra sem komust lífs af úr slysinu að borða kjöt af frosnum líkum fólks sem fórst. Meðal þekktra glæpamanna sem dæmdir hafa verið fyrir mannát á 20. öld eru Albert Fish, Ed Gein, Sascha Spesiwtsew, Fritz Haarmann („slátrarinn frá Hannover“) og Andrei Chikatilo, „hinn sovéski Hannibal Lecter“. Þessir menn voru allir raðmorðingjar sem borðuðu hluta af fórnarlömbum sínum. FBL-GREINING: MANNÁT Fátíðara en ætla mætti af frásögnum > Nemar í flugumferðarstjórn hjá Flugmálastjórn Íslands Heimild: Hagstofa Íslands Svona erum við Um 80 prósent kvenna telja sig finna fyrir miklu óöryggi í miðborginni um helgar, af því er fram kemur í nýlegri könnun. „Ég hef aldrei fundið fyrir óör- yggi í miðbæn- um,“segir Birna Þórðardóttir sem er búsett í 101. Er þessi ótti kvenna skiljan- legur? Að sumu leyti. En svo er sagt að óöryggið komi innan frá. Þar sem fólk er saman komið er misjafn sauð- urinn og maður verður að taka mið af því hvort sem maður er staddur í Róm eða Reykjavík. Hefur samsetning mannlífsflórunn- ar breyst? Breytingin sem ég merki fylgir í kjölfar á breyttum opnunartíma skemmtistaða. Það að fólk skuli vera að djamma, djúsa og þess vegna að dópa til sjö eða átta á morgnana getur haft ýmislegt í för með sér. Það er kannski þannig á sig komið að hægt er að gera því ýmislegt, því það er ekki fært um að passa sig. Þá hefur verið meira af spíttdópi í gangi sem getur gert fólk ofbeldissinnað. Það eru samþættar ástæður sem valdið hafa ákveðnum breytingum. BIRNA ÞÓRÐARDÓTTIR Íbúi í miðborginni SPURT & SVARAÐ ÓTTI KVENNA Í MIÐBÆNUM Aldrei fundið fyrir óöryggi Karlar Konur 8 6 6 4 5 3 2002 2003 2004 Sænskir byggingamenn hafa sent hingað til lands sendinefnd til að afla stuðnings við prófmál fyrir Evrópudómstólnum. Málið snýst um það hvort kjara- samningar gistilandsins eða heimalandsins gilda þegar vinnuafl er sent milli landa. Niðurstaðan ræður úrslitum um þróun vinnumarkaðarins. Sendinefnd á vegum Norræna bygginga- og tréiðnaðarsambands- ins er komin hingað til lands til að afla stuðnings stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar í próf- máli fyrir Evrópudómstólnum. Málið snýst um það hvort kjara- samningar heimalandsins eða gistilandsins eigi að gilda þegar fyrirtæki í löndum þar sem laun eru lág tekur að sér verkefni í lönd- um þar sem laun eru hærri og fær með sér vinnuafl að heiman. Um er að ræða svokallað Vax- holm-mál en lettneska fyrirtækið Laval tók að sér að byggja skóla í Vaxholm, nálægt Stokkhólmi. Fyrirtækið flutti inn vinnuafl frá Lettlandi og ætlaði að hafa það á lettneskum kjörum sem eru mun lægri en gilda í Svíþjóð. Bæði byggingamenn og rafiðnaðar- menn mótmæltu harðlega og var málið sent fyrir félagsdóm. Lægri eða hærri laun Vaxholm-málið snýst um grund- vallaratriði á norrænum vinnu- markaði. „Það snýst um það hvort kjarasamningar gistilandsins eða heimalandsins gilda,“ segir Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, sem hefur kynnt sér þetta mál. „Það eru aðilar innan ESB sem vilja að kjarasamningar heima- landsins gildi. Það bætir stöðu verktakafyrirtækja í fátækari löndum en gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Norður-Evrópu þar sem launastigið er hærra.“ Fyrir Evrópudómstólnum er því tekist á um jafnvægi PRÓFMÁL FYRIR EVRÓPUDÓMSTÓLNUM Lettneskt fyrirtæki kom með lettneska byggingamenn til Svíþjóðar og greiddi þeim samkvæmt lettneskum kjarasamningum sem eru langt undir þeim sænsku. Ef niðurstaða í Evrópudómstólnum verður Lettunum í vil kemst norrænn vinnumarkaður í uppnám. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vill stuðning fyrir prófmál Alla r úlp ur -40% Nú fer hver að verða síðastur til að gera góð kaup. Risaútsölunni lýkur laugardaginn 21. janúar! Opið fimmtudag 19. janúar kl. 8–18 – föstudag 20. janúar kl. 8–18 – laugardag 21. janúar kl. 10–16 Fjalla reiðh jól Áður 16.9 00 k r. Nú 6.9 00kr. Barn abíls æti Áður 2.47 0 kr. Nú 1.8 53kr. Char -Broi l CB 50 00 7.900 kr. Húfu r 199kr . Skíð ahan skar 295kr . V aðstí gvél 1.995 kr.G öngu skór frá 3.3 18kr. Dian a Pa ulo Herr a-, dö mu- og barn aflísp eysu r -40% Grandagarði 2, sími 580 8500 Útsöl lok25–80% afslá ttur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.