Fréttablaðið - 19.01.2006, Side 20

Fréttablaðið - 19.01.2006, Side 20
 19. janúar 2006 FIMMTUDAGUR20 hagur heimilanna MATUR & NÆRING BRYNHILDUR BRIEM MATVÆLA- OG NÆRINGARFRÆÐINGUR HJÁ UMHVERFISSTOFNUN > Verð á kílói af kjúklingi í febrúar. Miðað við verðlag á öllu landinu. Heimild: Hagstofa Íslands Útgjöldin Það er ekki eins flókið og margir halda að temja sér hollar matarvenjur. Í því samhengi er gott að muna að margt smátt gerir eitt stórt. Ef breyta á matarvenjum eru skyndiátök og áhlaup ekki líkleg til varanlegs árangurs. Þess vegna er frekar mælt með hægfara breytingum þar sem einstaklingarnir venja sig á hið nýja mataræði þrep fyrir þrep. Fyrst þarf að skoða hverju þarf að breyta, byrja svo smátt og smátt og áður en maður veit af hefur maður tamið sér nýjan lífsstíl. Almennt má segja að fjölbreytni í fæðuvali sé lykilatriði hvað varðar hollt mataræði. Með fjölbreyttu fæðuvali er átt við að borða úr öllum fæðuflokkum, kornvörur (brauð, morgunkorn, pasta), ávexti og grænmeti, mjólkurvörur, kjöt, fisk og baunir. Æskilegt er að hafa fitunotkun í hófi og nota frekar mjúka fitu (svo sem matarolíu) en harða (smjörlíki, smjör). Hægt er að draga úr fitunotkun með því að velja fitus- kertar (léttar) mjólkurvörur, fituminna viðbit á brauðið og sniðganga mjög feitan mat eins og bjúgu, djúpsteiktan mat og feit- ar sósur. Þá er einnig æskilegt að fara sparlega með sykurinn. R e g l u l e g a r máltíðir og hóf- legt magn er nauð- synlegt til að halda þyngdinni í skefjum. Til að tryggja fjölbreytni í máltíðum má hugsa sér að matardiskunum sé skipt í þrjá jafna hluta. Á einn hlut- ann fer grænmetið, á annan kartöflur, pasta eða hrísgrjón og svo kjöt, fiskur eða baunir á þann þriðja. Sá sem er ekki vanur að borða grænmeti með matnum getur byrjað með að hafa grænmetishlutann minni en stækkað hann svo smátt og smátt. Sem dæmi um hvernig hægt er að venja sig á léttar mjólkurvörur er mælt með því að sá sem er vanur að drekka nýmjólk skipti fyrst yfir í léttmjólk og þegar hann hefur vanist henni má snúa sér að f j ö r m j ó l k eða undan- rennu. Eins er hægt að draga úr fitu- notkun með því að smyrja brauðið sparlega og jafnvel sleppa alveg að smyrja undir feitt álegg. Með því að nota matreiðslu- rjóma eða kaffirjóma í staðinn fyrir venjulegan rjóma sparast líka fita. Þegar allar þessar smábreytingar eru lagðar saman kemur í ljós að heildar- fituneysla einstaklings yfir árið hefur minnkað um mörg kíló. www.mni.is Bættar matarvenjur – mataræði þrep fyrir þrep Nýtt íslenskt tryggingafyrirtæki, Elísabet, hefur hafið starfsemi hér á landi en fyr- irtækið lofar viðskiptavinum auknu frelsi og lægra verði en gengur og gerist. Jón Páll Leifsson, talsmaður fyrirtækisins, segir að þessu geti þeir lofað þar sem yfirbygging er engin og öll starfsemi fer fram á netinu. Meðal nýjunga sem Elísabet býður upp á er meðal annars styttri tryggingatími. Viðskiptavinir þurfa aðeins að binda sig þann tíma sem þeir sjálfir kjósa og hafa meira val um hvað þeir tryggja en þekkst hefur áður. Allar upplýsingar um tryggingafélagið má finna á elisabet.is ■ Verslun og þjónusta Tryggingafélag með styttri binditíma ■ Vigdís Stefánsdóttir, nemi í erfða- ráðgjöf, segir að eitt besta húsráðið sem hún viti um sé að skipuleggja vel heimilisþrifin og dreifa þeim yfir vikuna þannig á hverjum degi sé eitthvað smávegis þrifið. „Þá þarf aldrei að þrífa allt í einu og heimilis- þrifin vaxa manni ekki í augum. Maður getur til dæmis skipulagt sig þannig að á mánu- dögum þrífur maður baðið, á þriðjudögum svefnherbergin, á miðvikudögum forstofu og svo framvegis,“ segir hún. „Stærri verkefni eins og að taka skápa í gegn er gott að setja á lista sem mánaðarverk og skipuleggja þá hvenær í mánuði gengið er í þau verk.“ GÓÐ HÚSRÁÐ SKIPULEGGJA HEIMILIS- ÞRIFIN 2002 2004 2005 51 5 kr . 36 7 kr . 34 4 kr . 55 6 kr . 2003 Á heimasíðu Neytendastofu er nú hægt að reikna út hversu mikið er hægt að spara í raforkukostnaði með því að færa viðskipti frá einu orkufyrirtæki til annars. Annars vegar er hægt að slá inn póstnúmer og í hvernig húsnæði er búið og reiknast þá út hvað meðalárs- reikningur hvers heimilis yrði hár, miðað við að kaupa rafmagnið frá helstu sölufyrirtækjunum. Ef slíkur útreikningur gefur ekki rétta mynd af orkunotkun heimilisins, er hægt að endurreikna og styðjast við réttan fjölda kílówattstunda sem notuð eru. ■ Verslun og þjónusta Nú er hægt að reikna út raforkusparnað Eyrún Magnúsdóttir, einn umsjón- armanna Kastljóssins í Ríkissjón- varpinu, hefur keypt margt nyt- samlegt um ævina en nefnir þó fatnað í báðum tilvikum, þegar hún er innt eftir því hvað séu bestu og verstu kaup sem hún hafi gert. Eyrún nefnir strax rússneska loðhúfu sem uppáhalds flíkina sína en lýsir um leið eftir henni, þar sem hún hefur verið týnd í dágóðan tíma. „Ég held að ég verði að nefna loðhúfu sem ég keypti á Rauða torginu í Moskvu sem bestu kaup sem ég hef gert. Hún kost- aði tæplega þúsund krónur en er afskaplega hlý og notaleg. Þó að það sé af mörgu að taka get ég ekki staðist að nefna þessa húfu því hún hefur reynst vel. Því miður hef ég ekki fundið hana lengi og lýsi hér með eftir henni.“ Eyrún segir útsölur oft hafa leikið sig grátt þar sem hún freistist til þess að kaupa á þeim föt sem hún hafi lítið með að gera, einungis hagstæða verðsins vegna. „Ég get ekki nefnt neinn einn hlut sem verstu kaup ævinnar en ég hef lært í gegnum tíðina að forðast útsölur fatabúðanna, þar sem ég enda alltaf á því að labba út úr búðunum með föt sem ég hef ekkert með að gera. Þetta á einungis við um föt en ekki alla hluti.“ NEYTANDINN: EYRÚN MAGNÚSDÓTTIR SJÓNVARPSKONA Rússneska loðhúfan sem týndist VERÐKÖNNUN Á VETRARDEKKJUM* Bræðurnir BS Bíla- Dekkja- Hjólbarða- Hjólbarða- Gúmmí- Ormsson verkstæði höllin verkstæði Bæjardekk höllin Sólning vinnu- Reykjavík Neskaupstað Akureyri Ísafjarðar Mosfellsbæ Reykjavík Kópavogi stofan Ný vetrardekk + umfelgun 37.000 20.704 31.347 43.952 32.725 37.420 31.150 34.048 Ný nagladekk + umfelgun 43.000 26.704 37.347 50.752 38.546 43.600 38.350 40.223 Loftbóludekk/sambærileg + umfelgun 45.000 24.664 45.000 65.488 52.730 - - - * Í öllum tilfellum er um að ræða fjóra hjólbarða sem umræddir söluaðilar mæltu með en ekki endilega þau ódýrustu. Ekkert mat er lagt á gæði eða aðra þjónustu. Dekkjastærðin er algeng fólksbílastærð: 195/65/15. Hafa ber í huga að ekki er um tæmandi lista að ræða. Þegar farið er í framkvæmdir getur borgað sig að leigja iðnaðarryksugu til að ná upp sagi og jafnvel vatni sem venjulegar heimilisryksugur ráða ekki við. Hjá Byko kostar leiga á ryksugum 3.000 krónur fyrir fyrsta daginn og 1.500 fyrir hvern dag eftir það. Ef leigutíminn er innan við fjórir tímar er leigugjaldið 1.500 krónur. Einnig er hægt að leigja vatnsryksugur og kostar þá fyrsti dagurinn 2.330 krónur. Hver dagur eftir það, sem og hálfur dagur kostar 1.165. Þá þarf að kaupa ryksugupoka sem kostar 850 krónur. Hjá Húsasmiðjunni kostar leigan á iðnaðarryksugu 2,682 fyrir fyrsta sólarhringinn, en 1.490 fyrir hvern sólar- hing eftir það. Ef leigutíminn er innan við fimm klukkustundir er verðið 1.490 krónur. Þá er hægt að leigja ryksugu eftir klukkan fjögur á daginn og skila henni fyrir níu morguninn eftir og greiða 1.490 kr. ■ Hvað kostar... að leigja iðnaðarryksugu Hærra verð fyrir fyrsta daginn Þeir sem enn hafa ekki skipt yfir á vetrardekk gætu spar- að sér talsverðar upphæðir með því að gera verðsam- anburð en tugum þúsunda getur munað á vetrardekkj- um milli dekkjaverkstæða. Landsbyggðin stendur sig vel. Mikill atgangur hefur verið á hjól- barðaverkstæðum víða um land alla þessa viku en sérstaklega suðvest- anlands, eftir að snjó fór að festa á jörð. Gerið verðsamanburð Samkvæmt úttekt Neytendasamtak- anna borgar sig að gera verðsam- anburð áður en ný dekk eru keypt undir fjölskyldubílinn. Á meðfylgj- andi töflu má sjá að verðmunur er talsverður milli verkstæða og eins landshluta þegar kemur að kaupum á dekkjum og umfelgun þeirra. Mesti munurinn er á verði loftbóludekkja og umfelgun á milli BS Bílaverk- stæðis á Neskaupstað og Hjólbarða- verkstæðis Ísafjarðar, en munurinn er um 40 þúsund. Vitaskuld er um gæðamun að ræða milli dekkjateg- unda en ekkert mat er lagt á það í þessari könnun. Aðeins var farið fram á að viðkomandi staðir gæfu upp verð á ónegldum og negldum vetrardekkjum sem viðkomandi mælti með undir meðal fjölskyldu- bíl. Að auki var tekið með verð á svokölluðum loftbóludekkjum sem mörgum þykja góð enda sýna rann- sóknir að þau standa nagladekkjum að mörgu leyti framar. Hafa ber í huga að til eru ýmsar tegundir slíkra loftbóludekkja og ekki er alltaf um sömu tegund að ræða hér. Umfelgun ein og sér kostar á flestum stöðum milli fjögur og sex þúsund krónur og þá upphæð geta þeir sparað sér sem hafa til þess tíma og aðstöðu. Sami fjöldi á sumardekkjum Fregnir hafa borist af því að undanförnu að mikið sé af bílum í umferðinni sem séu illa búnir til vetraraksturs og margir jafnvel á sumardekkjum. Að sögn ýmissa sem rætt var við á hjólbarðaverkstæðunum er ekki meira um það nú en venjulega en alltaf fjölgi þeim þó sem reyni að komast hjá því að skipta enda hefur veturinn styst í báða enda á flestum stöðum á landinu síðustu ár. Þess misskilnings hefur víða gætt undanfarið að óheimilt sé að vera á sumardekkjum í ófærð á borð við þá sem verið hefur í höfuðborginni síðustu dægrin. Það er rangt en hafa ber í huga að tryggingafélög geta takmarkað bætur sínar þyki sannað að slitin dekk eða sumardekk hafi átt þátt í að slys eða árekstur átti sér stað. albert@frettabladid.is ANNRÍKI Mikið annríki hefur verið á dekkjaverkstæðum borgarinnar alla vikuna. Á Gúmmí- vinnustofunni í Skipholti höfðu menn hraðar hendur enda margir sem biðu. Mikill verðmunur á vetrardekkjum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.