Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.01.2006, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 19.01.2006, Qupperneq 24
 19. janúar 2006 FIMMTUDAGUR24 Frumvarp sem felur í sér miklar réttarbætur fyrir samkynhneigða er nú í meðförum Alþingis. Af því tilefni hafa orðið nokkrar umræð- ur um afstöðu þjóðkirkjunnar til hjónavígslu samkynhneigðra. Íslenska þjóðkirkjan er hluti af miklu stærra samhengi kirkjunn- ar um víða veröld. Engin kirkju- deild hefur enn stigið það skref að samþykkja hjónavígslu samkyn- hneigðra para. Í því ljósi telja sumir það glapræði af þjóðkirkjunni að taka afstöðu með hjónavígslu sam- kynhneigðra og fara þannig fram úr öðrum kirkjudeildum um víða veröld. Til þess þarf vissulega hug- rekki og óskandi væri að það kæmi frá íslensku kirkjunni. Skiptar skoðanir eru um hvort samkynhneigð pör sem vilja bless- un kirkjunnar yfir sambúð sína eigi að hljóta vígslu eða það sem kallað er bæn og blessun. Augljóst er að með bæn og blessun væri kirkjan að segja að sambúð samkynhneigðra sé ekki jafngild sambúð gagnkyn- hneigðra sem stendur vígslan til boða. Samkvæmt handbók íslensku kirkjunnar vígir kirkjan þjóna sína og hjón en einnig eru kirkjur vígð- ar og kirkjugarðar. Skip, flugvélar og hús eru hins vegar ekki vígð heldur blessuð sé eftir því leitað til kirkjunnar þjóna. Segja má að vígsla sé fyrst og fremst helgun, ákveðin aðgreining. Í vígslunni eru staðir eða manneskjur teknar frá til sérstakrar þjónustu. Ráða- hagur er opinberaður fyrir Guði og mönnum, helgaður, innsiglaður og viðurkenndur. Hjónabandið er skikkan skap- arans og á vissan hátt grunneining samfélagsins. En hefur Biblían að geyma nákvæma innihaldslýsingu á hjónavígslunni? „Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni og þau tvö skulu verða einn maður. Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman má maður eigi sundur skilja.“ Þessi orð frelsarans úr Matteusarguð- spjalli, sem að hluta eru byggð á texta úr fyrstu Mósebók, eru býsna skýr hvað varðar hjónabandið. Vandinn er hins vegar sá að ef við ætlum að nota ákveð- in ritningarvers til að réttlæta það að vígsla eigi aðeins við um sambúðarform karls og konu þá verðum við líka að vera tilbúin að fara alla leið. Kirkjunnar þjónar ættu þá að skella við skollaeyrum þegar talað er um hjónaskilnaði og harðneita að gefa fólk saman nema einu sinni ef þeir ætla að fylgja orðum Jesú í þaula. Svo er það líka gömul saga og ný að kirkjan endurskoði skilning sinn á Ritningunni vegna breyttra aðstæðna og nýrra uppgötvana. Nægir þar að minna á sköpunar- söguna. Harður bókstafsskilning- ur á Ritningunni er ekki líklegur til árangurs og því hlýtur krafan að verða sú að skoða hvert mál út frá víðara sjónahorni. Góða leið- sögn þar gefur frelsarinn sjálfur. Fjölmörg dæmi um það hvernig hann nálgaðist manneskjuna, ekki síst þau sem höfðu orðið útund- an, farið halloka eða voru sett til hliða í samfélaginu hlýtur að telj- ast góður vegvísir. Hann tók til endurskoðunar viðteknar hefðir og setti á þær mælistiku kærleik- ans og umhyggjunar. Við megum aldrei gleyma þessari mynd af frelsaranum, kjarkmiklum og blátt áfram gagnvart mönnum og málefnum samtíma síns. Ekki verður séð hvernig vígsla samkynhneigðra kæmi til með að raska neinu af því sem kirkj- an boðar um hjónabandið heldur kæmi þvert á móti til með að festa hjónabandið enn frekar í sessi sem stofnun og um leið vera við- urkenning á fjölbreytileika sköp- unarverksins. Með því að helga ráðahag tveggja einstaklinga sem kjósa að lifa saman í gagnkvæmri ást, virðingu og trúmennsku væri kirkjan líka að sýna í verki viljann til að hlúa að fjölskyldunni. Kirkj- an hefur beitt sér fyrir því að fólk sýni ábyrgð í lífinu og hún hefur líka mótmælt klámvæðingu í sam- félaginu og því að kynlíf sé flokk- að eins og hver annar söluvarn- ingur. Kirkjan hlýtur því að fagna því þegar einstaklingar sem unn- ast kjósa að helga ráðahag sinn og gagnkvæman kærleika. Þjóðkirkjan veltir enn fyrir sér eigin sjálfsskilningi og á meðan bíða samkynhneigðir. Það er ljóst að afstaðan til málefna samkyn- hneigðra innan kirkju sem utan hefur tekið heilmiklum breyting- um í rétta átt á síðustu misserum. Við höfum flýtt okkur hægt. Niðurstöðu er að vænta á Kirkju- þingi 2007. Við skulum nýta tímann vel og halda heiðarlegri umræðu gangandi í kirkju og sam- félagi. Það ber vott um styrkleika kirkjunnar að takast á við veru- leikann laus við ótta og fordóma. Vonandi mun það sjást í verkum íslensku þjóðkirkjunnar gagnvart samkynhneigðum á næstu mánuð- um og misserum. Höfundar eru systkini og prestar í þjóðkirkjunni. Í upphafi árs 2005 tóku ný raforku- lög gildi hér á landi sem hafa haft í för með sér miklar breytingar á raforkuumhverfi landsmanna. Ástæðan er m.a. tilskipun Evrópu- sambandsins um markaðsvæðingu raforkukerfisins. Með nýjum raforkulögum var kostnaður við dreifingu í þéttbýli og dreifbýli aðskilinn. Áður var sama gjaldskrá í þéttbýli og dreif- býli, enda þótt dreifingarkostnaður í dreifbýli væri nánast tvöfaldur á við það sem gerðist í þéttbýli. Þétt- býlisbúar á landsbyggðinni tóku því á sig umtalsverðar byrðar vegna dreifbýlisins umfram aðra lands- menn. Einnig var ákveðið að rík- issjóður myndi greiða niður dreif- ingu á raforku í dreifbýlinu. Nam sú upphæð 230 milljónum króna í fyrra. Er þetta gert til þess að kostnaður við dreifingu í dreifbýli verði a.m.k. ekki hærri en hæsta verð á dreifingu í þéttbýli. Orku- veita Reykjavíkur var í fyrra með hæsta verð á dreifingu í þéttbýli og því þurftu raforkunotendur í dreif- býli ekki að greiða hærra verð fyrir dreifingu rafmagns en raforkunot- endur í Reykjavík gerðu þá. Í nýju markaðsumhverfi er dreifiveitum ekki heimilt að mis- muna notendum á sínu svæði eftir því til hvers raforkan er notuð. Rök geta engu að síður verið fyrir því að taka tillit til magns og notkunar- mynsturs. Hvað varðar orkuverð- ið sjálft, þ.e.a.s. samkeppnisþátt verðsins, þá er ekkert í raforku- lögum sem bannar sérkjör þar. Það sem birtist í fréttum nýverið um að raforkuverð hafi hækkað um tugi prósenta hjá mörgum iðnfyrirtækj- um eftir að ný raforkulög tóku gildi vekur því nokkra undrun. Megin- skýring á þessari verðhækkun er hins vegar af allt öðrum toga en inn- leiðing samkeppni á markaðnum. Orkufyrirtækin notuðu tækifærið fyrir ári síðan til að gera veruleg- ar breytingar á gjaldskrám sínum, sem m.a. fólust í því að leggja niður ódýrt næturrafmagn og ýmis sér- kjör. Sú breyting hefði getað orðið fyrir löngu síðan en sökum þess að endurskoða þurfti alla orkutaxta um s.l. áramót töldu fyrirtækin eðli- legt að gera breytingar sem kunna að hafa verið löngu tímabærar. Ný raforkulög hafa haft í för með sér verulega jöfnun orkukostnaðar í landinu og í dreifbýli hjá RARIK hefur verðið til notenda til að mynda lækkað um 7-17%. Sem dæmi um þetta má nefna að viðskiptavin- ur RARIK sem notar 10.000 kWst borgaði áður 25,5% hærra verð en sambærilegur notandi í Reykjavík, en borgar núna 0,8% lægra verð en hinn reykvíski. Miðlungsstórt fyrirtæki á þéttbýlissvæði RARIK sem notar 500.000 kWst. borgar eftir breytinguna 20,8% lægra verð en áður og lækkar reikningur hans um 735 þús. kr. á ári. Breyting- arnar hafa því í mörgum tilvikum leitt til lækkunar, m.a. á raforku til almennrar notkunar á þéttbýl- issvæðum á landsbyggðinni og til fiskvinnslufyrirtækja og annarra iðnfyrirtækja á landsbyggðinni. Sökum þess að mismunur á verði hvað varðar dreifingu var afnuminn féllu afslættir fyrirtækja á dreifingu raforku til hitunar niður. Því hefur húshitunarkostnaður sums staðar hækkað nokkuð frá því sem áður var. Má þó benda á að um árabil hefur raf- orka til húshitunar verið niðurgreidd af opinberu fé. Frá árinu 1983 til 2004 eru uppsöfnuð útgjöld ríkissjóðs til niðurgreiðslna á rafmagni 15 millj- arðar króna miðað við verðlag í árslok 2004. Var brugðist við fyrrgreindum hækkunum með enn auknum niður- greiðslum úr ríkissjóði að upphæð um 135 milljónir króna og fóru þannig á síðasta ári um 900 milljónir króna til niðurgreiðslna á rafhitun húsa. Rúm- lega 12 þúsund heimili nutu þeirra og var um 85% af heildarraforkunotkun á rafhituðum svæðum niðurgreiddur, þó að hámarki 35 þúsund kílóvatt- stundir á ári. Þrátt fyrir þetta hafa rafmagns- reikningar hækkað hjá þeim sem nota hlutfallslega mjög mikla orku til húshitunar, hjá bændum sem fengu rafmagn á svokölluðum mark- taxta og því á lægra verði til m.a. búrekstrar en þeir bændur sem ekki voru með rafhitun, og hjá ýmsum atvinnurekendum sem nutu sérkjara hjá dreifiveitum. Til að koma til móts við þá sem hafa orðið fyrir mestum hækkunum hefur ríkisstjórnin sam- þykkt, að tillögu iðnaðarráðherra, að hækka framlag til niðurgreiðslna á þessu ári. Þetta þýðir að þakið verð- ur hækkað í 40 þúsund kílóvattstund- ir á ári. Iðnaðarráðuneytið er einnig að kanna möguleika á því að veita beina styrki til bættrar einangrun- ar húsa sem skera sig úr varðandi mikla orkunotkun. Lokaþáttur gildistöku nýrra raforkulaga varð svo um síðustu áramót þegar fullt frelsi tók gildi í viðskiptum með rafmagn. Nú geta landsmenn keypt rafmagn af þeim raforkusala sem þeir kjósa helst, hvort sem er til atvinnurekstr- ar, heimilisnotkunar eða annarra hluta. Eitt af markmiðum laganna er m.a. að samkeppni í raforku- markaði hafi áhrif í átt til lækkun- ar. Virðist það hafa tekist að nokkru marki því raforkusalar hafa á liðn- um vikum keppst við að auglýsa og kynna lægri verðskrár. Höfundur er iðnaðar- og viðskipta- ráðherra. Má kenna nýjum lögum um allt? UMRÆÐAN VERÐ Á RAFORKU VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Eitt af markmiðum laganna er m.a. að samkeppni í raforku- markaði hafi áhrif í átt til lækkunar. Virðist það hafa tekist að nokkru marki því raf- orkusalar hafa á liðnum vikum keppst við að auglýsa og kynna lægri verðskrár. Er hjónaband einkaeign gagnkynhneigðra? SIGRÚN ÓSKARSDÓTTIR OG ÓSKAR HAFSTEINN ÓSKARSSON SKRIFA UM HJÓNAVÍGSLUR SAMKYNHNEIGÐRA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.