Fréttablaðið - 19.01.2006, Page 29

Fréttablaðið - 19.01.2006, Page 29
FIMMTUDAGUR 19. janúar 2006 Í GARÐINUM HEIMA HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM POTTAPLÖNTUR STELLIÐ: CANARIAS Canarias er vorlegt stell sem fæst í versluninni Búsáhöld í Kringlunni. Stellið Canarias er búið til af Vista Alerge, einum stærsta og virtasta framleiðanda eldhúsvara í Portú- gal. Litirnir minna á strend- ur og sól og lífga upp á heimil- ið. Can- a r i a s h e f u r fengist hér á landi um margra ára skeið og er úr fyrsta flokks postulíni sem þolir bæði að fara í uppþvottavélar og ofn. Það er með hefðbundnu sniði og því tilheyrir allur venjulegur borðbúnaður bæði fyrir kaffi og mat. Verið velkomin að Dalvegi 18. Gallerí Húsgögn Sími 554 5333 ÚTSALAN ENN Í FULLUM GANGI ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR Leður sófasett 3ja sæta + 2 stólar frá kr. 99.000 Borðstofuhúsgögn og skenkar úr gegnheilu tekki á frábæru verði Opnunartími: Virka daga frá kl. 11-18 Laugardaga frá kl. 11-16 Sunnudaga frá kl. 13-16 Bollarnir myndarlegir. Litirnir blandast á víxl í Canarias-borðbún- aðinum. Diskarnir eru með hefðbundnu formi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Þrennt þarf til svo að pottaplöntur þrífist sæmilega: Hita, raka og birtu. Og það þarf að vera jafnvægi milli þessara þátta. En því miður hallar nú oftast á. Með nútíma- tækni og sjálfvirkum hitastillum helst hit- inn jafn, hvort sem er á nóttu eða degi árið um kring. Það hefur þau áhrif á loftr- akann að hann er yfirleitt minni en æski- legt þykir, bæði fyrir fólk og gróður. Lágur loftraki kallar líka á meiri uppgufun frá plöntunum og moldinni en eðlilegt væri, þannig að vökva þarf oftar. Á veturna er betra að vökva oft, en bara lítið í einu og varast ber að rennvæta moldina. Meðan birta er ekki næg falla flestar pottaplönt- ur í eins konar hvíldar- eða dvalaástand og þá er hætta á að rætur þeirra byrji að rotna ef þær eru í mjög blautri mold. Á veturna er því æskilegast að halda fremur svölu kring um plönturnar og raða þeim saman þannig að þær verndi hverja aðra með því að hækka loftrakann í kring um sig. En þessu verður varla við komið á skrifstofum eða í heimahúsum og marg- ir hafa gripið til þess að auka birtuna með raflýsingu og reyna þannig að bæta ástandið. Er þörf á sérstakri blómalýsingu? Birtan er þriðji aðalþátturinn í lífi hverr- ar pottaplöntu. Eins og ég sagði í síð- asta pistli eru flestar okkar pottaplöntur komnar frá þeim svæðum jarðar þar sem ekki gætir mikils árstíðamunar og birta er jöfn árið um kring. Birtuþörf þeirra er nokkuð mismunandi eftir því hvort um „grænar plöntur“ eða „blómplöntur“ er að ræða. Grænu plönturnar koma flestar úr skógarbotnum þar sem birtan er að jafnaði ekki meiri en 10.000 til 20.000 lúx og geta jafnvel gert sér að góðu að vaxa við mun lakari birtuskilyrði, eða allt niður í 2500 lúx. Til viðmiðunar er dags- birta við létta skýjahulu á hádegi utan- húss um 100.000 lúx. Blómplönturnar hins vegar gera stífari birtukröfur. Flestar þeirra kalla á 20.000 lúx eða meira til að skila því sem til er ætlast af þeim. Margir hafa gripið til þess ráðs að setja upp lýsingarbúnað fyrir plönturnar sínar á veturna. Þar sem því verður við komið er það sjálfsagt og úrval af þar til gerðum ljósgjöfum er töluvert. Menn setja það samt fyrir sig að ljósaútbúnaðurinn þarf að vera vel ríflegur og að hann tekur pláss, fyrir utan það að vera yfirleitt ekkert fyrir augað. Þess vegna er oftar hætt við, en látið reyna á þá birtu sem Guð gefur dag hvern í skammdeginu. Plönturnar spjara sig svo sem „svona almennt séð“ og þó að ein og ein láti undan skammdegis- farginu, sætta menn sig bara bærilega við það. Í skarðið má alltaf fá frískar og orkuhlaðnar plöntur sem nóg framboð er af hjá blómasölunum árið um kring. Skammdegið hrjáir þær ekkert í gróð- urhúsunum og þar hafa þær líka fengið sérstaka og faglega „gróðurlýsingu“ eins og þörf hefur kallað á. Lýsing samt! Þeim sem vilja setja upp blómalýsingu í heimahúsum verður að benda á að nota ljósarör sem skila litrófinu að mestu á bláu, gulu og rauðu nótunum. Sú sam- setning nýtist plöntunum best til ljóstillíf- unar. Ljósrör af þessu tagi eru t.d. GroLux frá Sylvania og fást m.a. hjá Rafkaupum í Ármúla. Best er að nota 40W (120cm) rör en vegna þess hve sýnileg birta af þeim er dauf og dumbrauð (litir verða óeðli- legir) er betra að blanda saman GroLux- rörum og venjulegum dagljósarörum til helminga. Við það fæst eðlilegri birta svo að litirnir brenglast minna. Tvö rör, hlið við hlið, af GroLux gerðinni og í um eins metra hæð ofan við plönturnar dugar til að halda flestum pottaplöntum í góðum vexti og blóma mánuðum saman án þess að dagsbirtu þurfi til. Glóðarperur, halogenljós og venjuleg ljósarör henta ekki fyrir plöntulýsingu. Slíkir ljósgjafar eru gerðir til að gefa frá sér sem mest af sýnilegri birtu, þ.e. litróf þeirra er sterkast á gulgræna-græna skal- anum sem auga okkar er næmast fyrir og skynjar sem „birtu“. Ljóstillífun plantna nýtir ekki þessa ljósgeisla. Þess vegna eru plönturnar „grænar“; þær endurvarpa grænu geislunum. Hið græna endurvarp plantnanna er einmitt sá eiginleiki sem gerir þær okkur svo hjartfólgnar. Tilraunir með fólk í umhverfi sem allt grænt var fjarlægt úr sýna að án græna litarins í umhverfinu eigum við erfitt með að átta okkur á ýmsum hlutum og langtímavist- un í gjörsamlega „grænsnauðu“ umhverfi getur hleypt af stað geðtruflunum eins og þunglyndi og ofsóknarkennd, sé veila til staðar. Þetta vandamál hefur komið upp í verksmiðjum þar sem horfið var frá hefðbundinni „hvítri“ lýsingu yfir í flóð- lýsingu með rauðgulum og orkusparandi kadmíumlömpum. Næst: Blómstrandi kóraltoppur og stofu- lyngrós. Pottaplönturnar þurfa jafnvægi, hita, raka og birtu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.