Fréttablaðið - 19.01.2006, Síða 44

Fréttablaðið - 19.01.2006, Síða 44
 19. janúar 2006 FIMMTUDAGUR28 ■ Sudoku dagsins Fylltu út í reitina þannig að hver lína, hver dálkur og hver 3x3 kassi rúmi allar tölurnar á bilinu 1 til 9. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar sinnum í sömu línu, sama dálki eða sama 3x3 kassa. Engin stærðfræðikunnátta er nauðsynleg þó leikið sé með tölum. Þrautin er leyst með rökhugsun og útsjónarsemi. Lausnir, ráðleggingar og upplýsingar eru á www.sudoku.com. Lausn þrautarinnar birtist á sama stað í blaðinu á morgun. Lausn á gátu gærdagsins MEDIUM # 62 2 5 9 6 4 3 1 8 7 9 5 7 2 8 7 4 2 4 6 9 2 5 6 4 8 1 # 61 5 6 9 2 1 3 4 7 8 8 7 1 6 5 4 2 9 3 2 3 4 9 8 7 1 5 6 1 4 3 8 6 5 7 2 9 7 8 5 4 2 9 3 6 1 6 9 2 7 3 1 8 4 5 9 5 7 1 4 8 6 3 2 3 2 8 5 7 6 9 1 4 4 1 6 3 9 2 5 8 7 CAFÉ OLIVER Föstudagur DJ BLING með gel og allt klárt Laugardagur DJ JBK með drottningu í búrinu Sunnudagur: THE JAZZY HAVANAS frá kl. 22 NASA Föstudagkvöld: Árslistakvöld Breakbeat.is Heiðursgestur er EL HOMET úr Pendulum DJAMMIÐ UM HELGINA: MEIRA UM DJAMMIÐ Á NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar Fram að þessu hef ég ekki haft nokkra einustu löng- un til þess að eignast jeppa, og ég hef verið á móti því að nota nagladekk í Reykjavík fyrir þessa tvo daga á ári þegar allt er á kafi í snjó. Fyrr í vikunni breyttist þetta viðhorf mitt á einu augnabliki. Eftir að hafa fest mig kirfilega á bílastæðinu heima hjá mér, og spólað nokkrum sinnum á jafnsléttu, var mér skapi næst að rjúka í næsta bílaumboð og kaupa mér risajeppa með stærstu og illi- legustu nagladekkjunum á mark- aðinum. Bíllinn minn, sem ég hef verið nokkuð sátt við hingað til, varð að óþolandi fyrirbæri sem mig langaði mest til að henda á haugana. Og heilsársdekkin, sem ég taldi þrælfín, voru á svipstundu algerar blöðrur sem ætti ekki að setja undir nokkurn bíl. Þegar ég komst loksins út af bílastæðinu, með aðstoð góðra manna, þorði ég varla að leggja í stæði þar sem ekki var búið að skafa burt hvert einasta snjókorn. Meðan ég ók hálf móðursjúk um bæinn tók ég reyndar eftir því að það voru fleiri en ég sem lentu í vandræð- um og fólk stökk úr bílum sínum og hjálpaði fólki af einstökum náungakærleik. Þá fór geðsýkin aðeins að rjátlast af mér og mér fannst það allt í einu ekkert svo slæmt að ég hefði fest mig. Mér var nú einu sinni hjálpað. Um leið og ég fór að róast, varð ég kaldari í akstri og ók heldur greitt í snjó- mikla beygju og var næstum búin að festa mig aftur. Aftur á móti hafði ég lært af reynslunni og tókst að koma mér fimlega fram- hjá snjóskaflinum sem ég virtist ætla að stefna á, rétt einsog ég væri í alvörunni komin á jeppann góða sem var ljóslifandi í huga mér. Mynd hans skolaðist þó fljótt úr höfði mér um leið og regndrop- arnir fóru að leka niður bílrúðurn- ar næsta morgun á mínum ágæta bíl, sem er kannski ekki svo slæm- ur eftir allt saman. STUÐ MILLI STRÍÐA Draumurinn um risajeppann KRISTÍN EVA ÞÓRHALLSDÓTTIR SPÓLANDI Í SNJÓNUM ��������� ������������������ ���������� ���������������������� �������� ����������� ��������� ��������������� ����������������������� ����������� ������������������� �������� ����� �������� ������������ ������������ �������� ��� �������� ������������������������������� ����������������������������� ������������� ������������������������������� ��������������������� ������� ������ ������ ����������� ���������� ������������������������� ���������������������������

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.