Fréttablaðið - 19.01.2006, Side 64

Fréttablaðið - 19.01.2006, Side 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 DEKKJAÞJÓNUSTA I LÁGMÚLA 9 SALA: 5-333-999 [GSM: 896-0578] Verkstæði: 5-333-997 [GSM: 899-2844] ���������� ���������� Það er lúmskur rígur á milli kristinna söfnuða. Margir álíta að þeir séu í „Hinum eina og sanna söfnuði“ en aðrir í misjafnlega röngum. Hvernig er hægt að vera á móti þeim sem í grundvallar- atriðum trúa á það sama og maður sjálfur? Ég er kaþólskur en ég hef ekkert á móti mótmælendum, hvítasunnufólki eða aðventistum. Er þetta ekki allt bara kristið fólk sem trúir á sama Jesús og ég þótt það tilbiðji hann á ólíkan hátt? KRISTIN trú er kærleikstrú. Hún gengur ekki út á ytra útlit heldur inntak. Ég held að þessi sundrung sé sprottin af hroka. „Ég er heilag- ari en þú!“ hugsunarhátturinn. Það er sérstaklega óviðeigandi því inn- tak þess að vera kristinn er að vera þjónn. Og kristinn söfnuður hefur fyrst og fremst skyldur við þá sem ekki eru í honum, týnda sauði. ALLIR kristnir menn viðurkenna að kristinn maður á persónulegt samband við Jesús. Jesús er per- sónulegur guð. Hvað segir að hann þurfi að eiga eins samband við alla? Ég á til dæmis mjög mismun- andi samband við vini mína. Og ég krefst þess ekkert að allir aðrir geri nákvæmlega það sama og ég. KRISTINN maður hefur auðmýkt sig og er orðinn þjónn. Og ekki bara hvaða þjónn sem er. Hann á að reyna að vera góður þjónn. Á góðum veitingastað eru þjónarnir ekki að kýta úti í horni og rífast hver við annan og metast um það hver sé bestur og mestur heldur leggjast þeir á eitt við að þjónusta viðskiptavinina sem eru allir sem eru ekki þjónar. OG góðir þjónar þurfa að hafa umburðarlyndi, þolinmæði og enda- lausa þjónustulund til að bera. KRISTNIR menn eru eins og þjón- ar sem beðnir eru um að þjóna í veislu konungs. Þeim ber að standa saman og styðja hver annan. Ef þeir standa í sífelldum erjum eða metast um það hver þekki kónginn best og sé í uppáhaldi hjá honum, þá misferst þeim starf sitt hrapalega. Gestunum verður ekki þjónað til borðs. Veislan er ónýt. Allt er unnið fyrir gýg. Kóngurinn verður aðeins reiður út í lélegu, sjálfselsku þjón- ana. Og engum er skemmt nema óvinum kóngsins. HVER þjónn er ólíkur trúflokkur og ber fram ólíka rétti handa mis- munandi kúnnum. En allir réttirnir koma frá Kokkinum í Eldhúsinu. Maturinn er góður. En ef þjónustan er léleg þá koma engir kúnnar. ■ Kristilegur kærleikur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.