Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 6
6 20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR
KJÖRKASSINN
Á að gera jarðgöng frá Bolungar-
vík að Vestfjarðagöngum?
Já 71%
Nei 29%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Hefurðu keypt þér bíl á síðustu
12 mánuðum?
Segðu skoðun þína á visir.is
DÓMSMÁL „Það hefur ekki enn
verið skilað inn gögnum sem sýna
fram á það að formlegri kröfu um
endurupptöku málsins í Englandi
hafi verið komið til dómstóla þar
í landi,“ sagði Sigríður Rut Júlíus-
dóttir, lögmaður Jóns Ólafssonar
í máli hans gegn Hannesi Hólm-
steini Gissurarsyni, prófessor við
Háskóla Íslands, en í munnlegum
málflutningi um frestun málsins
í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær
krafðist Heimir Örn Herbertsson,
lögmaður Hannesar, þess að mál-
inu yrði frestað þar til niðurstaða í
málinu í Englandi lægi fyrir.
Lögfræðingarnir deildu nokk-
uð harkalega um hvort nægilega
traust gögn hefðu verið lögð fram
í málinu og hélt Sigríður Rut því
fram að ekkert benti til þess að
málið verði endurupptekið í Eng-
landi þar sem engin beiðni um það
hefði verið lögð fram. Hannes var
fyrir nokkru dæmdur til þess að
greiða Jóni tólf milljónir króna
vegna meiðandi ummæla í garð
Jóns á heimasíðu sinni.
Heimir Örn ber því við að
málið sé í eðlilegum farvegi þar
sem formleg beiðni um endur-
upptöku málsins hafi verið lögð
fram í málinu. „Það er búið að
krefjast þess að málið verði tekið
upp að nýju í Englandi og skjalið
frá dómurum þar í landi, sem ég
hef lagt fram, sýnir það skýrt og
greinilega. Almenn skynsemisrök
leiða til þess að fyrst ber að stað-
reyna hvort enski dómurinn er
gildur og síðan hvort efni standi
til fullnustu hér á landi.“
Greinilegt var á háttalagi lög-
fræðinganna að þeir litu á þær
upplýsingar sem fyrir lágu í mál-
inu með gjörólíkum hætti. Þau
Heimir og Sigríður hristu höfuðið
yfir málflutningi hvors annars í
sífellu og sagði Heimir Örn meðal
annars að Sigríður styddist við
sjónarmið, máli sínu til stuðnings,
sem hvergi væri að finna nema í
höfðinu á henni sjálfri. Sigríður
neitaði því að hún bæri fyrir sig
hugarburði en benti Heimi hins
vegar á það að það væri alltaf
mikið að gerast í hausnum á henni
í dómssal.
Sigríður sagðist ekki skynja
neina sérstaka óvild í þessu máli
en játti því þó að lögmennirnir
tækjust harkalega á. „Ég skynja
alls ekki sérstaka óvild í þessu
máli, en það hefur harkalega verið
tekist á frá upphafi. Þrátt fyrir öll
stóru orðin er að sjálfsögðu um
gagnkvæma virðingu að ræða hjá
okkur lögmönnunum.“ Bæði Hann-
es og Jón voru staddir erlendis í
gær. magnush@frettabladid.is
Hart deilt um hvort
málinu skuli frestað
Lögmenn Jóns Ólafssonar og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar deildu harka-
lega um það í gær hvort dómsmáli þeirra á milli skuli frestað. Lögmaður Hann-
esar krefst frestunar á málinu hér á landi en lögmaður Jóns aftekur það.
HEIMIR ÖRN HERBERTSSON OG SIGRÍÐUR RUT JÚLÍUSDÓTTIR Lögmennirnir tókust í hendur
eftir nokkuð harðorðar ræður hvort í annars garð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Virtist
fara vel á með þeim þrátt fyrir orðaskakið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið telur
að KB banki hafi ekki unnið óeðli-
lega með skuldabréfaviðskipti
sama dag og Íbúðalánasjóður var
með útboð á markaði.
Íbúðalánsjóður hækkaði útlána-
vexti sína í kjölfar útboðsins og
kvartaði undan því að KB banki
hefði með sölu húsnæðisbréfa
hækkað ávöxtunarkröfu á mark-
aði sem leiddi til þess að sjóðurinn
varð lögum samkvæmt að hækka
íbúðalánavexti sína í kjölfarið.
Rannsókn Fjármálaeftirlitsins
beindist að því hvort um markaðs-
misnotkun hafi verið að ræða.
Fjármálaeftirlitið kallaði eftir
svörum KB banka og telur þau
hafa verið fullnægjandi. Ekki sé
því ástæða til frekari meðferðar
málsins.
„Það lá alltaf fyrir að þessi
viðskipti fóru fram með eðlileg-
um hætti og því kemur það ekki á
óvart að Fjármálaeftirlitið hafi nú
staðfest að aðdróttanir Íbúðalána-
sjóðs hafi með öllu verið tilhæfu-
lausar,” segir Ingólfur Helgason,
forstjóri KB banka á Íslandi um
úrskurðinn. - hh
INGÓLFUR HELGASON
Forstjóri KB banka á Íslandi segir alltaf hafa
legið fyrir að bankinn hafi starfað eðlilega
og fagnar niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins.
Kvörtun Íbúðalánasjóðs til Fjármálaeftirlitsins vegna KB banka:
Skýringar bankans fullnægjandi
HANNES
HÓLMSTEINN
GISSURARSON
Lögmaður
Hannesar krafðist
þess í gær að
dómsmál hans
og Jóns yrði
frestað þar til
niðurstaða í
Englandi liggur
fyrir.
JÓN ÓLAFSSON
Lögmaður Jóns
hélt því fram að
ekkert benti til
þess að málið
verði tekið upp
aftur í Englandi,
þar sem engin
beiðni hefði
verið lögð fram.
LAXELDI Stjórn Laxeldisins Sæsilf-
urs hefur ákveðið að laxafram-
leiðslu verði hætt árið 2008. Jón
Kjartan Jónsson framkvæmda-
stjóri segir ástæðuna vera þá að
hátt gengi krónunnar og hækkun
á raforkuverði í kjölfar nýju raf-
orkulaganna geri þeim ekki kleift
að halda rekstrinum áfram. Hann
segir að hugsanlega færi menn
starfsemina þangað sem rekstr-
arumhverfið er betra.
Sæsilfur, sem er að mestum
hluta í eigu dótturfyrirtækja Sam-
herja, er langstærsti laxaframleið-
andinn á landinu en undanfarin
fimm ár hefur 10 þúsund tonnum af
laxi verið slátrað þar. Ellefu manns
starfa við laxeldisstöð fyrirtækis-
ins í Mjóafirði á Austfjörðum.
„Þegar nýju raforkulögin tóku
gildi hækkaði raforkukostnaður-
inn en hann er nú meiri en 10 millj-
ónir á ári. Svo fellur samkomulag
okkar við Landsvirkjun úr gildi
eftir tvö ár og þá er fyrirséð að
þessi kostnaður hækki um 20
milljónir til viðbótar. Þetta þýðir
að þessi kostnaðarliður hækkar
um 100 prósent á þremur árum.
Það sjá það allir að slík ógnar-
hækkun stuðlar að því að fiskeldi
sem atvinnugrein þrífst ekki hér á
landi,“ segir Jón Kjartan.
Hann segir ennfremur að rætt
hafi verið við Landsvirkjun um
nýtt samkomulag en þar hafi
menn ekki verið til viðræðu um
slíkt og borið fyrir sig nýju raf-
orkulögunum. - jse
Laxaframleiðslu Samherja í Mjóafirði verður hætt eftir tvö ár:
Raforkulög og gengið kæfa reksturinn
LAXELDI Sæsilfur hættir laxeldi hér á landi árið 2008 en þar eru menn farnir að hugsa sér
til hreyfings, þangað sem rekstrarumhverfið er betra. Gengið og nýju raforkulögin gera
reksturinn of erfiðan hér á landi.