Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 24
 20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR24 Umsjón: nánar á visir.is Nú þegir Sissener Arion verðbréfavarsla, sem er í eigu KB banka, er orðinn fjórði stærsti hluthaf- inn í norska fjármálafyrirtækinu Storebrand samkvæmt frétt frá Dagens Næringsliv. Í byrjun árs átti Arion um 2,76 prósent hlutafjár í Storebrand og hefur aukið hlut sinn síðan upp í tæp fimm prósent. Blaðið hefur eftir Jónasi Friðþjófssyni, sérfræðingi hjá Íslandsbanka, að starfsemi Storebrand falli vel að uppbyggingu KB banka í Skandinavíu. Hins vegar ber svo við að Jan Petter Sissener, hinn yfirlýsingaglaði forstjóri Kaupþings í Noregi, vill ekkert tjá sig um málið. Baugur og súkkulaðiverksmiðjan Baugur er sagður sveima í kringum breska fyrirtækið Thornton í Bretlandi sem framleiðir og selur súkkulaði. Baugur er sagður bíða þess að tilboð upp á 124 milljónir punda eða þrettán milljarða króna, renni út í sandinn. Baugsmenn hafa lítið gefið út á þennan orðróm, en ljóst er að stærð fyrirtækisins vefst vart fyrir Baugi sem gæti gleypt fyrirtækið í einum bita sem er allra jafna ekki ráðlegt þegar súkkulaði er annars vegar. Gengi Thornton er háð því að sala gangi vel á mjög afmörk- uðum tímabilum og veður- far getur haft áhrif á söluna. Fjárfestar eru hræddir við jafn viðkvæmt félag, en ekki er óhugsandi að Baugsmenn sjái möguleika í tengingum við Juli- an Graves og Whittard. KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.135 +0,74% Fjöldi viðskipta: 504 Velta: 2.707 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 55,80 +1,10% ... Atorka 6,70 +0,80% ... Bakkavör 54,80 +1,30% ... Dagsbrún 5,79 +0,50% ... FL Group 22,40 +1,80% ... Flaga 4,10 -2,40% ... Íslandsbanki 20,30 +0,50% ... KB banki 833,00 +1,00% ... Kögun 65,80 +0,00% ... Landsbankinn 27,50 +0,40% ... Marel 70,00 +0,00% ... Mosaic Fashions 18,30 +0,60% ... SÍF 4,16 +0,50% ... Straumur- Burðarás 17,90 +0,60% ... Össur 112,00 +0,90% MESTA HÆKKUN FL Group +1,82% Bakkavör +1,29% KB banki +0,97% VALGAR‹SSON KJARTAN 3sæti Kosningami›stö› Kjartans Valgar›ssonar ver›ur opnu› á morgun, laugardag, kl. 11. Hallgrímur Helgason rithöfundur tre›ur upp. Allt stu›ningsfólk velkomi›. Laugavegur 170 Sími 578-3320 www.kjartan2006.is kosningami›stö›var Opnun Hlutabréf í bresku verslunarkeðj- unni Woolworths Group féllu mikið á miðvikudaginn þrátt fyrir að jóla- salan hefði gengið mjög vel. Ástæða lækkunarinnar er sú að Tesco, stærsta verslunarkeðja Bretlandseyja, ætlar líklega að slíta samstarfi við sinn aðalbirgi á sviði tónlistar, tölvuleikja og myndbanda árið 2007 en hann er einmitt í eigu Woolworths. Stjórnendur Woolworths greindu einnig frá því að með innleiðingu nýrra reikningsskila- reglna (IFRS) muni hagnaður fyr- irtækisins dragast saman á þessu ári. Gengi Woolworths lækkaði um tólf prósent við tíðindin en hækk- aði á nýjan leik í gær. Baugur Group á um þriggja prósenta hlut í breska félaginu. - eþa Woolworths lækkar Össur hefur fest kaup á banda- ríska stuðningstækjafyrirtækinu Innovation Sports Inc. fyrir tæpa 2,4 milljarða króna. Innovation Sports er leiðandi aðili á sviði þróunar og fram- leiðslu á liðbandaspelkum. Fyrir- tækið sérhæfir sig í framleiðslu og hönnun hnjáspelka sem eru notaðar vegna liðbandaáverka og endurhæfingar en auk þess hannar það stuðningsspelkur fyrir íþróttamenn. Jón Sigurðsson, forstjóri Öss- urar, segir að kaupin styðji mjög við fyrri fjárfestingar Össurar, gefi fyrirtækinu færi á að sækja fram af meiri krafti á sviði stuðningstækja og styrki vöru- línur þess ennþá frekar. Þetta er þriðja félagið sem Össur kaupir á skömmum tíma en á síðasta ári tók fyrirtækið yfir rekstur stuðningstækjaframleiðendanna Royce Medical og IMP Hold- ings. Tekjur Innovation Sports, sem var stofnað árið 1983, eru áætlað- ar 1,2 milljarðar króna á nýliðnu ári. Um helmingur framleiðsl- unnar fer á Bandaríkjamarkað en 40 prósent til Evrópu. Stjórnendur Össurar ætla að verja um 190 milljónum króna til endurskipulagningar og upp- byggingar á Innovation en KB banki fjármagnar kaupin með 2,5 milljarða kúluláni. - eþa Össur eignast Innovation Sports ÁFRAMHALDANDI ÚTRÁS HJÁ JÓNI SIG- URÐSSYNI OG ÖSSURI Össur hefur keypt bandaríska stuðningstækjaframleiðandann Innovation Sports fyrir 2,3 milljarða króna. Upplýsingatæknidagur- inn verður haldinn í fyrsta sinn á þriðju- daginn. Dagurinn og hlutir honum tengdir voru kynntir í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Þá var upplýst um viðræður ráðuneyta um aðgerðir til hjálpar hátækniiðnaði. Ríkisstjórnin ræðir um þess- ar mundir sértækar aðgerðir til stuðnings nýsköpuninni sem bæta á starfsskilyrði fyrirtækja í hátækniiðnaði. Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, greindi frá stöðu málsins á kynningarfundi fyrir UT-daginn, dag upplýsingatækninnar, í gær. Ekki liggur fyrir hvenær tillögur stjórnvalda verða tilbún- ar en málið er rætt á vettvangi iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, fjármála- og forsætisráðuneyt- is og byggir á tillögum starfs- hóps iðnaðarráðuneytisins sem skilað var rétt fyrir áramót. „Veigamesta tillagan lýtur að því að virkja samlagshluta- félagaformið, en það auðveldar þátttöku lífeyrissjóða,“ segir Val- gerður, en tillögur starfshópsins byggja að miklu leyti á tilhögun mála í Noregi, þar á meðal um skattaívilnanir til fyrirtækja sem stunda þróunarstarf. UT-dagurinn verður haldinn í fyrsta sinn næsta þriðjudag og er tilgangur hans að vekja athygli á tækifærum á sviði upplýsinga- tækni, upplýsingatækniiðnaðar og fjarskipta. Að deginum standa ráðuneyti forsætis, iðnaðar- og viðskipta, samgangna og fjármála í samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun, Samtök upplýs- ingatæknifyrirtækja og Skýrslu- tæknifélagið. Auk Valgerðar, kynntu daginn Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri upplýsingasamfélagsins í forsæt- isráðuneytinu. Valgerður segir Ísland standa mjög vel í samanburði við önnur lönd. „Viðamikill þáttur í góðum árangri er áherslan sem lögð hefur verið á aukna nýsköpun,“ segir hún og bendir á að af and- virði sölu Símans hafi 2,5 millj- arðar króna verið eyrnamerktir Nýsköpunarsjóði. Þá nefndi hún einnig stofnun Tækniþróunar- sjóðs, sem leiða á hugmyndir að vísindarannsóknum í að verða söluhæfar afurðir. Á kynningarfundinum í Þjóðmenningarhúsinu voru kynnt ýmiss verkefni, svo sem þjónustuveitan Ísland.is, en þar verður hægt að nálgast alla vef- þjónustu ríkis og sveitarfélaga á einum stað. Þá var fjallað um verkefnið Ísland altengt, sem snýr meðal annars að endurbót- um á GSM-farsímanetinu við þjóðveginn, stafrænu sjónvarpi um gervihnött til sjófarenda, háhraðatengingum í dreifbýli og fleiri hlutum. Upplýsti Sturla Böðvarsson að á næstu fjórum árum yrði hálfum þriðja milljarði króna af söluandvirði Símans varið til þessara mála. „Allir vilja jú vera vel tengdir á netinu og til þess þarf fjarskipti,“ segir Sturla, en undir samgöngu- ráðuneytið heyra fjarskiptamál. Hann segist þessa dagana vera á ferð um landið að kynna verk- efnið Ísland altengt, en markmið ríkisstjórnarinnar segir hann vera að búseta eigi ekki að skipta máli varðandi möguleika á sviði fjarskipta. olikr@frettabladid.is KYNNING Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í forsæt- isráðuneytinu, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Upplýsingar um UT-daginn eru á www.utdagur.is. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Norska leiðin til umræðu Hagnaður Apple nam tæpum 35 milljörðum króna á síðasta árs- fjórðungi ársins 2005. Er það tæp- lega helmingi meiri hagnaður en á þriðja ársfjórðungi. Tekjur fyr- irtækisins námu 350 milljörðum króna og jukust um 64 prósent. Rúmlega fjórtán milljónir Apple iPod-tónlistarspilara seld- ust síðustu þrjá mánuði ársins og átti söluaukningin mestan þátt í bættri afkomu fyrirtækisins. Apple seldi 1,25 milljónir tölva, sem er heldur undir væntingum. „Þetta er besta afkoma í sögu Apple,“ sagði Steve Jobs, forstjóri Apple, og bætti við: „Það koma margar nýjar vörur frá Apple á markað á þessu ári. Ég get varla beðið eftir að sýna þær viðskipta- vinum okkar.“ Afkomuspá Apple fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2006 gerir ráð fyrir tekjum upp á rúma 260 milljarða. Er það heldur undir spá sérfræðinga á markaði. - jsk Hagnaður Apple vex > Úrvalsvísitalan hafði hækkað um tæpt prósent um tvöleytið í gær eftir talsverðar lækkanir á miðvikudag. Mosaic Fashions, FL Group og Bakkavör hækkuðu mest. > Hlutir í Avion Group verða skráðir á Aðallista Kauphallarinnar í dag. Útgefnir hlutir í félaginu eru alls 1.793.599.135 að nafnverði. Útboðsgengi bréfa í Avion Group var 38,3 krónur á hlut. > Japanska Nikkei-vísitalan hækkaði um 2,31 prósent í gær. Mikil skelfing greip um sig í Kauphöllinni í Tókýó á miðvikudag eftir að fréttir bárust af rannsókn lögreglu á meintu fjármála- misferli tölvufyrirtækisins Livedoor. Loka þurfti markaðnum tuttugu mínútum fyrr en vanalega. MARKAÐSPUNKTARPeningaskápurinn... MESTA LÆKKUN Atlantic Petroleum -18,66% Flaga -2,38%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.