Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 40
 20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR28 Eldri borgara er ekki hægt að tala um sem einsleitan hóp í okkar samfélagi. Fjárhagsleg og félags- leg staða þeirra og líkamlegt og andlegt atgervi og þar af leið- andi þarfir eru ólíkar. Okkur ber skylda til að sjá til þess að hugsað sé vel um eldri borgara í okkar samfélagi. Það á vonandi fyrir flestum okkar að liggja að komast í þann hóp. Stefna heilbrigðisyfirvalda er að aðstoða fólk við að vera eins lengi heima hjá sér og unnt er og veita fólki aðstoð til þess. Kann- anir og rannsóknir, bæði íslensk- ar og alþjóðlegar sýna að fólk kýs að vera heima sem lengst. Heimilisaðstoð er undir hatti félagsþjónustunnar þ.e. sveitar- félaga meðan að heimahjúkrun er á ábyrgðarsviði heilsugæslunnar sem er undir ríki. Stór þáttur í starfi sveitarfélaga er að sam- ræma þessa þjónustu ríkis og bæja, sem ég tel vera mjög mik- ilvægan þátt í starfi sveitarfé- laga. Einnig má í þessu sambandi samræma aðgerðir með kirkju og Rauða krossi svo einhverjir aðilar séu nefndir. Hafa ber í huga að heimilisað- stoð felur í sér meira en þrif. Það getur falið í sér smálegt viðhald á húsnæði, keyrslur á milli staða, aðstoð við garðvinnu, sendiferðir, öryggishnappa, aðstoð við þátt- töku í fjölbýli (aðgerðir húsfélags) og snjómokstur. Það er hætta á því að margir eldri borgarar hafi hreinlega ekki komist út úr húsi í þeirri tíð sem verið hefur. Skortur á starfsfólki Í þessari umræðu er óhjákvæmi- legt að ræða um þann vanda sem felst í skorti á starfsfólki í umönn- un. Launin eru lág og framboð annarra minna krefjandi starfa fyrir sömu eða jafnvel hærri laun er töluvert. Heilbrigðisráðuneytið hefur um tíma staðið fyrir námi fyrir þá sem starfa í heimilis- hjálp. Námið jafngildir tveimur árum á framhaldsskólastigi og þeir sem útskrifast fá starfsheit- ið félagsliðar. Sveitarfélögin ættu að leggja áherslu á að ráða til sín aðila með þessa menntun því kann- anir sýna að starfsmannavelta er minni meðal þeirra sem hafa lagt á sig nám sem þetta auk þess sem gæði þeirrar þjónustu sem veitt er verður betri. Við megum ekki gleyma að hópur aldraðra er ekki í stakk búinn til að vera heima né í þjón- ustuíbúðum og þarf umönnun allan sólarhringinn. Í flestum tilfellum er um að ræða einstaklinga með heilabilun. Þessir einstaklingar þurfa vistun á hjúkrunarheimil- um. Tölur sýna að um 75% þeirra sem dvelja á hjúkrunarheimilum eru með heilabilun af einhverju tagi. Nú í janúar voru 57 Kópa- vogsbúar á biðlista eftir slíku plássi og þar af 32 í mjög brýnni þörf. Hafa skal í huga að sam- kvæmt könnun heilbrigðisráðu- neytisins gætu tæplega helmingar þessara aðila verið heima fengju þeir þá aðstoð sem þeir þyrftu. Kannanir sýna að félagsleg ein- angrun þeirra einstaklinga með óskerta andlega heilsu og dvelja á hjúkrunarheimili er meiri inni á hjúkrunarheimilum þar sem þeir eru innan um einstaklinga með skerta andlega heilsu. Þessu fólki liði betur heima hjá sér. Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarfélög setji í forgang samræmingu aðgerða um heima- hjúkrun og heimilisaðstoð og stuðli að því að fólk geti verið lengur heima. Í tengslum við eldri borgara Ég tel mikilvægt að styrk og virk þátttaka í sveitarfélögum í stefnu- mótun á þessu sviði sé grund- vallaratriði til að þessi mál séu í góðum farvegi innan sveitarfé- laga. Ég vil vinna að endurbótum á þessum málum í Kópavogi og koma bænum í fremstu röð á sviði lífsgæða fyrir eldri borgara. Þegar að við eldumst þurfum við óneitanlega meira á öðrum að halda við ýmiss konar þjón- ustu og öflun upplýsinga. Ég tel mikilvægt að miðlun upplýsinga við eldri borgara sé í góðum far- vegi og þjónusta aðgengileg. Við verðum að muna að með aldrinum tapast snerpa og hæfileikinn til að læra. Við getum ekki treyst á að allir eldri borgarar geti notað Netið til að nálgast upplýsingar eða lesið bæklinga með smáu letri. Tryggja verður virka og góða upp- lýsingamiðlun til okkar virtustu borgara. Hugleiðingar Oft hefur verið rætt um að reyna að tengja yngri kynslóðina við hina eldri. Í undirbúningi er verkefni í Menntaskólanum í Kópavogi þar sem nemendur fá einingar fyrir að aðstoða eldri borgara með ýmis viðvik. Svona verkefni eru góðra gjalda verð og vona ég að vel takist til. Í þessu sambandi langar mig til að minnast stuttlega á lífsleikni- nám í skólum. Ég tel mikilvægt að við eflum þann þátt í uppfræðslu barna okkar að kunna að gefa af tíma sínum til annarra. Í dag er allur aukatími okkar fullorðinna og barna okkar fullnýttur í eigin þágu. Við, fullorðna fólkið sinnum okkar vinnu og áhugamálum og fyllum upp í eyður með því að gera eitthvað „fyrir okkur sjálf“, börnin okkar eru í skóla og tómstundum og þess á milli eru þau í Playstat- ion, Gameboy eða í tölvunni. Við kunnum sum ekki lengur að gefa af tíma okkar til annarra. Ég tel mikilvægt að við snúum aðeins til baka og reynum að breyta þessari áherslu og fara að hugsa um tímann sem við getum gefið öðrum, ömmu og afa og okkar nánustu sem eru á lokakafla á lífsins leið. Sá tími er mikilvæg- ari en okkur grunar og mun skilja meira eftir sig en nokkuð annað þegar horft er til baka. Ragnheiður K. Guðmunds- dóttir býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Málefni eldri borgara Á þessu kjörtímabili hef ég setið sem varabæjarfulltrúi í Kópavogi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Vegna starfa minna hef ég kynnst vel stjórn bæjarins og hef m.a. verið formaður umhverfisráðs. Nú sæk- ist ég eftir því að fá 3. sæti á fram- boðslista flokksins og ef kjósend- ur veita mér umboð sitt mun ég að krafti vinna að öllum þeim mál- efnum sem ég tel að séu til góðs fyrir bæinn okkar og íbúa hans. Í mínum huga er lykillinn að árangri Kópavogs ábyrg, traust og öflug fjármálastjórn og ég mun leggja mig fram um að svo verði áfram. Ég mun bjóða áfram krafta mína í umhverfismálum og tel að tekist hafi á kjörtímabilinu að áorka miklu í þessum mála- flokki sem er svo mikilvægur fyrir sveitarfélag í uppbyggingu. Ég hef m.a. beitt mér fyrir því að hjólreiða- og göngustígakerfi bæj- arins sé til fyrirmyndar. Settir hafa m.a. verið upp vatnspóstar við stígana og mun þeim fjölga á næstunni. Ég tel að í skipulags- og bygg- ingarmálum verðum við að leggja okkur fram um að hafa samstarf íbúa og bæjaryfirvalda. Sveitar- félagið þarf að upplýsa vel íbúa og aðra hagsmunaaðila um fyrir- hugaðar skipulagsbreytingar svo svigrúm verði til að leysa ágrein- ingsatriði sem upp kunna að koma. Skólamál eru sífellt í brennidepli enda eru þau mikilvæg í þroska hvers einstaklings. Góður skóli er stolt hvers bæjarfélags. Ég tel mikilvægt að líta á skólagönguna sem heild allt frá leikskóla til loka framhaldsskóla. Fjölbreytni í skólastarfi tel ég vera best tryggt með því að ákvörðunarvald og ábyrgð skólastjórnenda verði sem mest. Kópavogur hefur á þessu kjör- tímabili náð enn frekara forskoti á önnur sveitarfélög í uppbygg- ingu íþróttamannvirkja. Ég sé fyrir mér enn frekari uppbygg- ingu í þessum málum og mun m.a. beita mér fyrir lagningu gervi- grass á Vallargerðisvöll og nýjan golfskála GKG í tengslum við golfklúbbinn. Ég mun einnig beita mér fyrir því að siglingafélagið Ýmir í Fossvogi fái nýja félagsað- stöðu í tengslum við nýtt bryggju- hverfi og ég vil einnig standa vörð um athafnasvæði hestamanna í Glaðheimum. Ég tel að eitt af því sem skil- ur á milli góðra sveitarfélaga og annarra er hvernig það býr að öldruðum. Heimahjúkrun og heimilishjálp þurfa að vera hjá bæjarfélaginu til þess að koma í veg fyrir að aldraðir einangrist og verði afskiptir. Það sem mér finnst þó mestu máli skipta er að aldraðir geti búið sem lengst á heimilum sínum og notið alls þess sem venjulegt líf hefur að bjóða. Þetta tel ég að verði best gert með að styðja þá með heimaþjónustu og byggja sérbýli á einni hæð. Með þessu getum við aukið á fjöl- breytni í húsnæðismálum þeirra og bætt þar með frelsi þeirra til athafna á ævikvöldinu. Það er bjart yfir Kópavogi og nú líður senn að prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar. Það er mikilvægt að mynda öfluga forystusveit sem getur unnið að málefnum bæjar- ins. Ég sækist eftir stuðningi í 3. sæti listans og ef mér tekst að ná því sæti þá mun ég beita mér af öllu afli í þágu íbúa Kópavogs og tryggja að það verði að fjórum árum liðnum enn bjartara yfir bænum. Höfundur er bæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Stefnufesta er lykillinn UMRÆÐAN MÁLEFNI KÓPA- VOGSBÆJAR MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR Skólamál eru sífellt í brenni- depli enda eru þau mikilvæg í þroska hvers einstaklings. Góður skóli er stolt hvers bæjar- félags. UMRÆÐAN ELDRI BORGARAR RAGNHEIÐUR KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Við megum ekki gleyma að hópur aldraðra er ekki í stakk búinn til að vera heima né í þjónustuíbúðum og þarf umönnun allan sólarhringinn. Í flestum tilfellum er um að ræða einstaklinga með heila- bilun. Þessir einstaklingar þurfa vistun á hjúkrunar- heimilum. Sjálfstæðismenn í Garðabæ héldu prófkjör um daginn. Í framboði voru sjö konur og fimm karlar. Ekki var gerð athugasemd við fram- kvæmdina svo vitað sé og prófkjör- ið því talið vera lögmætt. Niður- staðan varð sú að karlar voru valdir í fjögur efstu sætin, en efsta konan í það fimmta. Og þá fóru menn á límingunum. Lærðir sem leikir tóku að súpa hveljur. Garðabær var orðinn „Karl- abær“. Prófkjörsleiðin sjálf fékk sitt og var álitin „þunnt lýðræði“. Leiðin talin „yfirborðsleg“ og nái „ekki að endurspegla fjölbreytileikann,“ eins og haft var eftir Þorgerði, dósent í kynjafræðum. Kári Jónasson, rit- stjóri, sagði í Fréttablaðinu að próf- kjör sværu ekki lýðræðisleg, því „það eru einkum þeir sem hafa yfir að ráða vel smurðum kosningavélum sem fara með sigur af hólmi“. Jæja, þá vitum við það. Sem sagt, enn er vitlaust gefið. Aðferðin meingölluð. Þess vegna óviðunandi útkoma. Eða hvað? Liggur „glæpurinn“ í „þunnu lýðræði“ og skertum fjölbreyti- leika prófkjörsins? Kemur virki- lega ekkert annað til greina? Hvað með eftirfarandi – til dæmis: Kusu kannski of margir karlar karla í efstu sætin? Kusu kannski of marg- ar konur karla í efstu sætin? Kusu kannski of fáar konur yfirleitt? Voru kannski of margir af hæfustu frambjóðendunum karlkyns? Ég held að rætur „glæpsins“ séu að finna í spurningunum hér að ofan. Ekki í aðferðafræðinni, próf- kjörsleiðinni. Hafi ég þar rétt fyrir mér, þá voru það fyrst og fremst sjálfstæðiskonur í Garðabæ sem stofnuðu „Karlabæ“ og það er því þeirra að una því fyrirbæri – eða breyta. Prófkjör GUNNAR INGI GUNNARSSON LÆKNIR SKRIFAR UM PRÓFKJÖR Í GARÐABÆ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.