Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 8
 20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR SKATTAR Árni Mathiesen fjármála- ráðherra segir að samanburður Stefáns Ólafssonar prófessors sé ekki samanburðarhæfur og telur að prófessorinn rugli saman útsvari, tekjuskatti og fjármagns- tekjum og breytingum sem hafi orðið á átta til sautján ára tímabili þegar hann haldi því fram að skatt- byrði hafi hækkað verulega í þjóð- félaginu síðustu árin. Stefán hefur sagt að skattbyrði lágtekjufólks hafi aukist langmest og ójöfnuður hafi aukist stórlega. „Stefán dregur þær saman í niðurstöðu og eignar einhverjum þróun sem úr því fæst. Hann ítrek- ar einnig alkunnar staðreyndir eins og þær að eftir því sem tekj- urnar hækka hækkar skattbyrðin. Allir hafa verið sammála um það hingað til að þannig ætti það að vera,“ segir Árni. Stefán hefur sagt að skattbyrði almennings hafi aukist á síðustu árum. Skattbyrði um 90 prósent heimila hafi aukist verulega og dregið hafi úr kaupmáttaraukn- ingu fólks. Þá hafi dregið úr stuðningi með barna- og vaxta- bótum. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, tekur undir málflutning Stefáns og segir hann í samræmi við útreikninga ASÍ. Skattprósentan hafi lækkað en hún hafi bara ekki lækkað hjá öllum. Árni segir að persónuafsláttur- inn hafi verið breytilegur frá því kerfið var tekið upp fyrir 1990 og hann hafi stundum fylgt verðlagi og stundum ekki. Persónuafslátt- urinn hafi fylgt verðlagi síðustu sex ár og verið látinn fylgja niður- stöðum kjarasamninga. „Það er rétt sem fjármálaráð- herra segir að skattbyrðin tengist hækkandi tekjustigi en hitt er líka að skattkerfisbreytingarnar í tíð síðustu ríkisstjórna eru þess eðlis að þær hafa fært meiri skatta- lækkanir til tekjuhærri hópa en þeirra tekjulægri,“ segir Gylfi. Árni segir að um miðjan tíunda áratuginn hafi verið gerðar mikl- ar breytingar á sköttum og þá hafi sérstaklega verið reynt að draga úr áhrifum jaðarskatta. Þess hafi verið gætt að allir hópar fengju jafn mikið út úr breytingunum. Á svipuðum tíma hafi tekjuskatts- og útsvarshlutfallinu á milli ríkis og sveitarélaga verið breytt. „Eftir aldamótin var síðan farið að lækka skatta á ný hjá ein- staklingum, nú síðast um áramót- in, og fleira stendur til um næstu áramót. Ef þetta væri allt tekið með í reikninginn yrði sú mynd sem Stefán dregur upp allt önnur,“ segir Árni. - ghs/jh B Ó K A B Ú Ð S T E I N A R S Ú T S A L A M Ö R G H U N D R U Ð E R L E N D I R T I T L A R O p i ð l a u g a r d a g f r á k l . 1 2 - 1 8 M I K I L L A F S L Á T T U R B e r g s t a ð a s t r æ t i 7 S í m i 5 5 1 2 0 3 0 F a x 5 6 2 6 4 3 0 s t e i n b o o k @ h e i m s n e t . i s O p i ð v i r k a d a g a 1 3 - 1 8 1 0 1 0 .7 8 ÁRNI MATHIESEN „Eftir aldamótin var síðan farið að lækka skatta á ný hjá einstaklingum, nú síðast um áramótin, og fleira stendur til um næstu áramót. Ef þetta væri allt tekið með í reikninginn yrði sú mynd sem Stefán dregur upp allt önnur,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Fráleitt að skatt- byrðin hafi aukist Ágreiningur er enn einu sinni risinn um það hvort skattbyrði hafi hækkað eða lækkað á síðustu árum. Prófessor telur að heildarskattbyrðin hafi aukist veru- lega og ASÍ styður þann málflutning en fjármálaráðherra mótmælir hástöfum. GYLFI ARNBJÖRNSSON STEFÁN ÓLAFSSON SUÐUR-KÓREA, REUTERS Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, vill halda áfram viðræðum um kjarnorku- vopnalausan Kóreuskaga. Hann er sagður hafa tilkynnt kínverskum yfirvöldum þetta í nýafstaðinni heimsókn sinni til forseta Kína, Hu Jintao. Hefð er fyrir því að hvorki yfirvöld í Norður-Kóreu né Kína viðurkenni leynilegar heimsókn- ir Kims til Kína fyrr en eftir að þeim lýkur, en Kína er einn helsti bakhjarl Norður-Kóreu. Tilkynntu kínverskir fréttamiðlar á miðviku- dag að Kim hefði lokið vikulangri heimsókn sinni, þó að suðurkór- eskir fréttamiðlar hefðu fjallað um heimsóknina alla síðustu viku. Kim er sagður hafa kynnt sér hátæknifyrirtæki og landbúnað í Kína með það í huga að bæta bágan efnahag lands síns. Sex lönd, Rússland, Bandaríkin, Norður- og Suður-Kórea, Kína og Japan, hafa staðið í viðræðum um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu síðan árið 2003 þegar stjórnvöld í Pyongyang viðurkenndu að þau ættu kjarnorkuvopn. Samninga- menn sex ríkja hópsins hittust síð- ast í nóvember. Talsmaður Bandaríkjanna í þessum viðræðum fór óvænt til Kína í vikunni til að ræða við kín- verska ráðamenn. - smk Leiðtogi Norður-Kóreu um kjarnorkuvopnalausan Kóreuskaga: Vill halda áfram viðræðum KIM JONG IL Í KÍNA Leiðtogi Norður-Kóreu sést hér í sjónvarpsviðtali sem kínverskar fréttastofur sjónvörpuðu, en hann heim- sótti Kína á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.