Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 26
20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI:
550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
������������������
Ráðuneytisstjóravals
Einar K. Guðfinnsson skimar nú
embættismannaakurinn og lítur yfir
gjörvilegan og hæfileikaríkan hóp
dyggra sjálfstæðismanna. Ástæðan er sú
að hann þarf að ráða nýjan ráðuneytis-
stjóra í sjávarútvegsráðuneytið. Kapall er
hafinn. Vilhjálmur Egilsson,
núverandi ráðuneyt-
isstjóri, er á förum til
Samtaka atvinnulífsins
þar sem hann tekur við
framkvæmdastjórastöðu
af Ara Edwald. Ari hefur
störf um næstu
mánaða-
mót sem
fram-
kvæmdastjóri 365 miðla, en hann var
áður heimagangur í sjávarútvegsráðu-
neytinu sem aðstoðarmaður Þorsteins
Pálssonar fyrrverandi sjávarútvegsráð-
herra.
Nú vill svo til að Kristján Skarphéð-
insson, nýskipaður ráðuneytisstjóri í
iðnaðarráðuneytinu, er einnig hagvanur
í sjávarútvegsráðuneytinu og er vel að
sér í alþjóðlegum málefnum fiskveiða.
Ráðherrar í vanda
Vandi ríkisstjórnarinnar er sá að hún er
bundin samningi við Björn Friðfinnsson,
forsetaskipaðan ráðuneytisstjóra í við-
skiptaráðuneytinu. Dýrt gæti orðið fyrir
skattgreiðendur ef æviráðningu hans og
samningi við ráðherrana verður rift. Svo
háttar nefnilega til að í tíð Finns Ingólfs-
sonar, og síðar Valgerðar Sverrisdóttur, í
iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu hefur
Björn ekki átt afturkvæmt í ráðuneyti
sitt og í raun verið í útlegð. Hann hótar
nú málssókn.
Nú virðist sem brotthvarf Vilhjálms Egils-
sonar sé hvalreki á fjörur ráðherranna.
Þeir geta flutt Kristján Skarphéðinsson í
sjávarútvegsráðuneytið og tekið á ný við
Birni Friðfinnssyni eða kallað Björn inn í
sjávarútvegsráðuneytið.
Þetta gæti komið í
veg fyrir enn eitt
mannaráðninga- og
starfslokahneyksl-
ið og sparað
skattgreiðendum
tugmilljóna króna
útgjöld.
johannh@frettabladid.
is
Fyrir nokkrum vikum birti DV
forsíðufrétt um það, að íslensk-
ur kaupsýslumaður hefði verið
gripinn á Keflavíkurflugvelli með
demantshring, sem hann hefði
keypt erlendis handa konu sinni,
en ekki greitt af toll. Hefði hann
fyrir vikið verið dæmdur í sekt í
héraðsdómi. Fréttin var skrifuð
af illgirni og öfund. Ómaklega var
vegið að kaupsýslumanninum,
sem hvarvetna hefur getið sér hið
besta orð. Blaðið spurði ekki hinn-
ar augljósu spurningar um málið:
Hvers vegna er ríkið að skipta sér
af því, sem við kaupum erlendis?
Hvers vegna er það gert að glæp
að koma með vöru inn í landið án
þess að greiða af henni toll?
Smygl er afbrot, sem útrýma
má með einu pennastriki. Ekki
þarf að gera annað en fella niður
tolla (og önnur sambærileg opin-
ber gjöld) og gera Ísland allt að
einni fríhöfn. Ef einhverjir vildu
eftir sem áður laumast með vöru
inn í landið, þá væru þeir ekki
að smygla neinu, heldur aðeins
að pukrast að óþörfu. Þá myndi
vöruverð í Reykjavík lækka niður
í það, sem það er í Fríhöfninni
á Keflavíkurflugvelli eða jafn-
vel niður fyrir það. Væntanlega
myndi draga stórlega úr innkaupa-
ferðum Íslendinga til útlanda, af
því að þær myndu hætta að borga
sig. Menn myndu kaupa demants-
hringa handa konum sínum, þar
sem þeir vildu, og þyrftu ekki að
óttast afskipti opinberra aðila af
því.
Þetta myndi skila sér í smáu
og stóru. Rauðvínsverð myndi til
dæmis lækka niður í það, sem það
er í Suður-Evrópu, sem hefði tvær
æskilegar afleiðingar: Draga
myndi úr tíðni hjartasjúkdóma,
sem spara myndi ríkinu útgjöld í
heilbrigðismálum, og ferðamenn
myndu ekki lengur setja fyrir sig
hið fáránlega verð á þessum holla
drykk. Nú drekk ég rauðvín vitan-
lega aðeins í heilsubótarskyni, en
hlusta mér síðan til ánægju á tón-
list í ipod nano. Þetta undratæki
kostar með 2 GB minni 24.900 kr.
út úr búð á Íslandi, en 15.999 kr.
í Fríhöfninni á Keflavíkurflug-
velli, sem er svipað og í Banda-
ríkjunum þótt raunar sé hægt að
fá það þar við lægra verði.
Eitt er hér umhugsunarefni.
Kaupsýslumaðurinn var gripinn
á Keflavíkurflugvelli. En hversu
margir aðrir hafa keypt dýra
skartgripi erlendis og komist
klakklaust inn í landið? Og auð-
vitað sæta allir utanlandsfarar
lagi og kaupa þar þá vöru, sem
er miklu dýrari á Íslandi. Tollar
á meðfærilegum gripum eins og
demantshringum og ipod nano
tækjum ná þess vegna illa til-
gangi sínum. En þetta er rang-
læti. Hvers vegna mega þeir einir
njóta lágs vöruverðs erlendis, sem
eiga þangað erindi? Hvers vegna
megum við, sem heima sitjum,
ekki njóta hins sama? Það mynd-
um við gera, væri Ísland allt ein
fríhöfn. Ríkið myndi um leið losna
við dýrt og flókið innheimtu- og
eftirlitskerfi innflutnings, og inn-
flutningsfyrirtæki myndu spara
sér skriffinnsku og annað erfiði.
Tollgæslan íslenska gæti einbeitt
sér að því að framfylgja banni við
innflutningi ólöglegra fíkniefna
og vopna.
Einhverjir kynnu að andmæla
þessari hugmynd með þeim
rökum, að virðisaukaskattur hér
sé hærri en í grannlöndunum, svo
að menn myndu áfram freistast
til að kaupa varning erlendis. En
auðvitað myndi draga úr þeirri
freistingu, ef tollar og önnur
opinber gjöld hætta að bætast við
vöruverð. Og væri þetta ekki ein-
mitt hvatning til stjórnvalda um
að lækka virðisaukaskatt niður
í það, sem hann er í grannlönd-
unum? Ég sé enga ástæðu til að
leggja það á Íslendinga að greiða
hærri virðisaukaskatt en annað
fólk.
Mikilvægasta röksemdin er þó
eftir. Ef tollar eru felldir niður
af allri vöru, þá á vöruverð af
sjálfu sér að lækka niður að því,
sem lægst gerist á heimsmark-
aði. Líf almennings snýst ekki
um demantshringa eða ipod-tæki,
heldur matvæli og aðrar nauð-
synjar. Væri Ísland fríhöfn, þá
hefðu kaupmenn enga afsökun
fyrir því að bjóða okkur upp á
hærra vöruverð en í grannlönd-
unum. Þá myndu kjör almennings
stórbatna.
Í DAG
FRÍVERSLUN
HANNES
HÓLMSTEINN
GISSURARSON
Ef tollar eru felldir niður af
allri vöru, þá á vöruverð af
sjálfu sér að lækka niður að
því, sem lægst gerist á heims-
markaði. Líf almennings snýst
ekki um demantshringa eða
ipod-tæki, heldur matvæli og
aðrar nauðsynjar.
Ísland fríhöfn!
�������� �
������������
��������������
������������������������������
������ �������
�������
����������
����
������������������������������
Það er nöturlegt til þess að hugsa að það séu þeir sem lægstar hafa tekjurnar sem hafa farið verst út úr skatt-lagningu tekna sinna á undanförnum tíu árum samkvæmt
því sem Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands hélt fram
í Morgunblaðsgrein í vikunni.
Það virðist vera segin saga að það eru þeir tekjulægstu í þjóð-
félaginu sem ekki ná fram sanngjörnum kröfum sínum, eða þá
að ráðstafanir stjórnvalda í þá átt að jafna kjörin ná ekki í gegn
til þeirra.
Ríkisstjórnin lagði upp með það í upphafi kjörtímabilsins að
lækka skatta og hefur vissulega fylgt eftir stefnu sinni í þeim
efnum. Þannig hefur álagningarprósenta tekjuskatts einstakl-
inga verið lækkuð um hver áramót og enn á hún eftir að lækka.
Þá hefur svokallaður hátekjuskattur verið felldur niður og
sömuleiðis eignarskattur frá og með síðustu áramótum. Allt er
þetta góðra gjalda vert, en þá er það spurningin hverjum kemur
þetta helst til góða, því skatthlutfall og skattbyrði er ekki það
sama. Í þessu sambandi er líka rétt að hafa í huga að ekki renna
allir skattar til ríkisins, heldur fer drjúgur hluti einstaklings-
skatta til sveitarfélaganna í formi útsvars, og þar hefur orðið
töluverð hækkun á síðustu árum. Stór hluti sveitarfélaga nýtir
sér útsvarsálagninguna til hins ýtrasta, og dugar varla til hjá
sumum. Niðurstaðan varðandi skattbyrðina er sú að hún kemur
auðvitað ekki þeim til góða sem mjög lágar tekjur hafa og greiða
ekki skatta, heldur fyrst og fremst þeim sem hafa góðar tekj-
ur og eiga eignir sem þurft hefur fram til þessa að greiðar af
eignarskatt.
Þótt fjármálaráðherrann og aðrir formælendur
ríkis stjórnarinnar haldi því fram með réttu að kaup-
máttur launatekna hafi aukist, þá á það jafnt við um
þá sem hafa miklar eða litlar tekjur, og þeir sem eru í
efri kantinum hljóta þá að hafa hagnast mest á kaup-
máttaraukningunni.
Þá er það enn einn hópurinn sem notið hefur skattastefnu
stjórnvalda, en það eru þeir sem lifa af fjármagnstekjum og
greiða aðeins tíu prósenta brúttóskatt af þeim. Hörð og mikil
umræða hefur öðru hvoru gosið upp í þjóðfélaginu á undanförn-
um misserum um skattlagningu þessara einstaklinga. Þeir eru
að vísu ekki margir, en sumir þeirra eru áberandi í þjóðlífinu.
Grein Stefáns Ólafssonar vekur menn til umhugsunar um
skattlagningu einstaklinga, líkt og málflutningur eldri borgara
um sama efni. Samtök þeirra hafa nú í töluvert langan tíma hald-
ið því fram að kjör eldri borgara hafi orðið lakari með hverju
árinu sem líði vegna þess að skattleysismörk hafi í mörg ár ekki
fylgt launaþróuninni í landinu.
Þótt fjármálaráðherrann og aðrir formælendur ríkisstjórn-
arinnar haldi því fram með réttu að kaupmáttur launatekna hafi
aukist, þá á það jafnt við um þá sem hafa miklar eða litlar tekjur,
og þeir sem eru í efri kantinum hljóta þá að hafa hagnast mest
á kaupmáttaraukningunni. Eftir stendur samkvæmt kenningu
prófessorsins að skattbyrðin hefur fyrst og fremst aukist hjá
lágtekjufólki.
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Skattleysismörk hafa ekki fylgt launaþróun.
Skatthlutfall
og skattbyrði