Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 58
 20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR46 Fimleikasýning Opnunar- og afmælissýning Íþróttafélagsins Gerplu í Íþróttamiðstöðinni Versölum. Evrópumeistarar karla í hópfimleikum sýna dans, trambólín og dýnustökk. Föstudaginn 20. janúar kl. 18:00 Laugardaginn 21. janúar kl. 12:00 – UPPSELT Laugardaginn 21. janúar kl. 15:00 Verð kr. 1.000,- Miðasala í Íþróttamiðstöðinni Versölum opnar klukkustundu fyrir sýningu. Ú TS A LA 30% afsláttur af völdum hlýjum, mjúkum og góðum vörum HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JANÚAR 17 18 19 20 21 22 23 Föstudagur ■ ■ LEIKIR  19.15 Breiðablik og Keflavík mæt- ast í Iceland Express-deild kvenna. ■ ■ SJÓNVARP  10.15 Heimsbikarkeppnin á skíðum á Rúv.  18.30 NFL-tilþrif á Sýn.  19.35 Enski boltinn á Sýn. Leikur Crystal Palace og Reading.  01.00 NBA á Sýn. Leikur Miami og San Antonio í beinni. Vináttulandsleikur: ÍSLAND-FRAKKLAND 27-31 (12-13) Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 9/2 (13/2), Einar Hólmgeirsson 9/4, Róbert Gunnars- son 3 (3), Ólafur Stefánsson 3/2 (7/2), Sigfús Sig- urðsson 2 (3), Arnór Atlason 2 (4), Snorri Steinn Guðjónsson 2 (5), Alexander Petersson 2 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 15, Hreiðar Guðmundsson 2. Hraðaupphlaup: 5 (Guðjón Valur 4, Alexander). Fiskuð víti: 4 (Arnór, Ólafur, Guðjón, Róbert) Mörk Frakklands: Michael Guigou 10/3, Jerome Fernandez 6, Joel abati 5/1, Luc Abalo 3, Nikola Karabatic 3, Guillaume Guille 2, Didier Dinart 1, Bertrand Gille 1. Varin skot: Thierry Omeyr 8, Daouda Karabou 6. Iceland Express-deild karla: NJARÐVÍK-KR 87-84 FJÖLNIR-HAUKAR 81-92 GRINDAVÍK-ÞÓR AK. 109-59 SNÆFELL-ÍR 72-73 SKALLAGRÍMUR-KEFLAVÍK 98-88 ÚRSLIT GÆRDAGSINS HANDBOLTI Það var nánast fullt hús og frábær stemning í Laugar- dalshöll í gær en því miður skilaði þessi frábæra umgjörð sér ekki í sigri á firnasterkum Frökkum. Fyrri hálfleikur var hálfleikur mikilla átaka og ekki síst sterkra varna. Frakkar léku sína hefð- bundnu og gríðarsterku 3-2-1 vörn sem íslenska liðið var í geysileg- um vandræðum með. Á tíma gekk sóknarleikur íslenska liðsins svo illa að liðið kom boltanum hvorki inn á línuna né náðu leikmenn liðs- ins að lyfta sér upp fyrir utan teig- inn. Slíkur var styrkur frönsku varnarinnar. Einnig lokuðu Frakk- arnir listavel á hraðaupphlaup íslenska liðsins en Ísland skoraði aðeins úr tveimur slíkum í fyrri hálfleik gegn fjórum hjá Frökk- unum. Að öllu jöfnu hefði slík staða þýtt að Ísland væri langt undir en strákarnir blésu þá á allar hrak- spár um að þeir gætu ekki spilað vörn. Undir styrkri stjórn Sigfús- ar Sigurðssonar lokaði íslenska vörnin hvað eftir annað á Frakk- ana og fyrir aftan vörnina var Birkir Ívar í fantaformi en hann varði 13 skot í fyrri hálfleikn- um. Fyrir vikið hélst jafnvægi í leiknum þó Frakkarnir væru ætíð skrefi á undan en þeir leiddu með einu marki í leikhléi, 12-13. Íslenska liðið byrjaði síðari hálfleikinn af meiri krafti en þeir luku hinum fyrri. Leikmenn voru áræðnari í aðgerðum sínum og það skilaði sér í fleiri hraðaupp- hlaupum. Því miður datt mar- kvarslan alveg niður á sama tíma og varnarleikurinn var ekki alveg eins þéttur. Þessi hraði leikur Íslands skil- aði strákunum forystu, 17-16, en það var í fyrsta sinn síðan í stöð- unni 1-0 sem Ísland komst yfir. Frakkar voru þó fljótir að snúa taflinu sér á hag á ný og komust aftur yfir, 19-20. Þessa forystu gáfu Frakkarnir ekki eftir og eftir því sem nær dró leikslokum breikkaði bilið á milli liðanna. Íslensku strákarnir neit- uðu að gefast upp en ágæt bar- átta dugði ekki til og Frakkarnir unnu sanngjarnan fjögurra marka sigur, 27-31. Leikurinn í gær var ágætur mælikvarði á hvar Ísland stend- ur gegn þeim allra bestu enda eru Frakkar af mörgum taldir með besta landslið heims í dag. Jákvæðu punktarnir við leik íslenska liðsins var varnarleikur- inn lengstum sem og frammistaða Guðjóns Vals. Því miður brást markvarslan á ögurstundu sem var sorglegt þar sem Birkir átti frábæran fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var á köflum vandræðalegur gegn frábærri vörn Frakka en engu að síður voru blóðug dauðafærin sem íslenska liðið klúðraði í leiknum. Liðið tap- aði einnig of mörgum boltum á klaufalegan og kæruleysislegan hátt. Því verður ekki neitað að frammistaða Ólafs Stefánsson- ar í síðustu leikjum er nokkuð áhyggjuefni fyrir liðið því hann er ekki að spila vel. Einnig sýndi sig í gær að liðið þarf sárlega á Jaliesky Garcia að halda til að geta leyst Arnór Atlason af hólmi þegar illa gengur. henry@frettabladid.is Frakkarnir of sterkir Handboltalandsliðið mætti ofjörlum sínum í Laugardalshöll í gær þegar Frakkar bundu enda á 16 leikja sigurgöngu liðsins undir stjórn Viggós. SLAKUR LEIKUR HJÁ OLAFI Ólafur Stefánsson náði sér ekki á strik með landsliðinu gegn Frökkum í gær og munar um minna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, var ekki sáttur við þá frammi- stöðu sem íslenska liðið sýndi gegn Frökkum í Laugardalshöll í gærkvöldi. Að mati Viggós var liðið ekki að spila af eðlilegri getu í leiknum. „Við erum að spila slakan leik með allt of mikið af tæknimistökum. Markvarslan var góð í fyrri hálfleik en slök í þeim seinni. Við fórum illa með fullt af færum en á móti vorum við að skapa okkur einnig fullt af tækifærum og það er jákvætt. En það verður að segjast að Akk- ilesarhæll okkar í leiknum voru án efa tæknimistökin sem við gerðum allt of mikið af. Birkir var með 12 bolta í fyrri hálfleik en það kom lítið út úr hvorugum markmanninum í seinni hálfleik. Vörnin var hins vegar að standa ágætlega að mínu mati en það vantaði smá hjálp frá markmönn- unum.“ Aðspurður hvað þurfi að laga í leik íslenska liðsins sagði Viggó að það væru fyrst og fremst tæknimistökin sem þurfi að laga. „Við þurfum að setjast að eins yfir þennan leik í rólegheitunum og fara yfir hvað þarf að bæta.“ - toh Viggó Sigurðsson var ekki sáttur við frammistöðu liðsins gegn Frökkum í gær: Slakur leikur hjá okkur FRÁBÆR STEMNING Það var fullt hús í Höll- inni og áhorfendur vel með á nótunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.