Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 10
20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR10
ORKUMÁL Nú þegar áform um
Norðlingaölduveitu virðast vera
úr sögunni í bili að minnsta kosti
eftir samþykkt borgarstjórnar
Reykjavíkur beinast sjónir manna
enn frekar að öðrum virkjunar-
kostum í Þjórsá. Þar er einkum
horft til Búðarhálsvirkjunar milli
Sultartanga- og Hrauneyjafoss-
virkjana, Núps- og Hvamma-
virkjana rétt fyrir ofan Árnes í
Gnúpverjahreppi og loks Urriða-
fossvirkjunar ofan við nýju brúna
yfir Þjórsá á þjóðvegi eitt.
Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, hélt fund á
þriðjudag með fulltrúum sveit-
arstjórna þeirra þriggja hreppa
sem koma að Norðlingaölduveitu
en það eru Skeiða- og Gnúpverja-
hreppur vestan megin Þjórsár og
Ásahreppur og Rangárþing ytra
austan megin árinnar. Að sögn
Friðriks skiptust menn á skoð-
unum um Norðlingaölduveitu en
fyrir liggur að ágreiningur er milli
hreppanna um málið, meirihluti
hreppstjórnar Skeiða- og Gnúp-
verjahrepps er á móti veitunni en
hreppsnefndir hinna hreppana eru
henni fylgjandi. „Það voru engar
ákvarðanir teknar um Norðlinga-
ölduveitu aðrar en þær að ekki
voru taldar forsendur til að halda
áfram viðræðum um málið, að
minnsta kosti ekki meðan það er
til umfjöllunar á alþingi og fyrir
dómstólum,“ segir Friðrik.
Hann segir að á fundinum hafi
menn ennfremur rætt um virkj-
anakosti í neðri hluta Þjórsár. „Það
var mjög góður hljómur meðal
fundarmanna um þær virkjanir
og á næstu dögum verður undir-
búningi þeirra haldið áfram.“
Jónas Jónsson, oddviti sveitar-
stjórnar Ásahrepps, tekur undir
að jákvæður andi hafi ríkt um
virkjunarkosti í neðri hluta Þjórs-
ár. Hann er hins vegar ekki sátt-
ur við samþykkt borgarstjórnar
Reykjavíkur og telur um augljós-
an hagsmunaárekstur að ræða hjá
borgaryfirvöldum. „Það er frjáls
samkeppni á raforkumarkaði og
Reykjavík er í sérstakri stöðu
sem eignaraðili að Orkuveitu
Reykjavíkur sem er í samkeppni
við Landsvirkjun og ég er því
nokkuð hissa á borgarstjórn að
taka þessa afstöðu“, segir hann.
Og hann er alls ekki úrkula vonar
um að Norðlingaölduveita verði að
veruleika. „Það er auðvitað stjórn
Landsvirkjunar sem ákveður
framhaldið, hvort hún hættir við
eða ekki, Reykjavíkurborg á ekki
nema 45 prósenta hlut í fyrirtæk-
inu,“ segir Jónas.
ssal@frettabladid.is
Skoða aðra
kosti í Þjórsá
Virkjunarkostir í neðri hluta Þjórsár öðlast nú aukið
vægi eftir samþykkt borgarstjórnar. Heimamenn
eru ekki á eitt sáttir um ákvörðun borgaryfirvalda.
URRIÐAFOSS Hér mun virkjun rísa á næstu árum gangi áform Landsvirkjunar eftir.
SVEITARSTJÓRNARMÁL „Bæjarstjórinn
lætur hafa eftir sér að allir eigi að
sitja við sama borð en svo kemur
í ljós að leikskólastarfsmenn fá
greitt tvöfalt,“ segir Ingunn Þor-
láksdóttir, formaður Starfsmanna-
félags bæjarins.
Sú ákvörðun Jónmundar Guð-
marssonar, bæjarstjóra Seltjarn-
arness, að gefa leikskólastarfs-
mönnum bæjarins 20 þúsund króna
gjafabréf í Kringluna fyrir jólin
sem sérstaka umbun fyrir vel unnin
störf, hefur dregið dilk á eftir sér. Í
kjölfar óska annarra starfsmanna
um að njóta sömu umbunar var tekin
sú ákvörðun að veita öllum bæjar-
starfsmönnum eingreiðslu að upp-
hæð 20 þúsund krónur eftir skatta.
Nú hefur komið í ljós að hana fengu
starfsmenn leikskólanna einnig og
hefur það valdið hneykslun meðal
annarra starfsmanna að sögn Ing-
unnar. „Ég er ekki að setja út á að
vel sé gert við starfsfólk leikskól-
anna en að gera þetta eftir að hafa
sérstaklega tæpt á að starfsmenn
allir njóti sömu umbunar þá kemur
þetta illa fyrir sjónir. Þar að auki
eru ekki allir starfsmenn að fá 20
þúsundin heldur fer upphæðin eftir
starfshlutfalli og margir starfa
eingöngu í hlutastörfum. Á það var
ekki minnst þegar ákveðið var að
eitt gengi yfir alla.“
Jónmundur kannast við óánægju
vegna þessa en segir ákvörðunina
um eingreiðslu til handa öllum ekki
hafa verið tekna af sér heldur af
fjárhags- og launanefnd bæjarins.
„Ákvörðunin um að hana fengju
allir kemur þaðan og ég kom ekkert
þar að.“ -aöe
INGUNN ÞORLÁKSDÓTTIR Formaður Starfs-
mannafélags Seltjarnarness.
Bæjarstarfsmenn á Seltjarnarnesi eru ósáttir:
Bæjarstjóri mismunar fólki
STJÓRNMÁL Ásdís Ólafsdóttir, kenn-
ari og varabæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í Kópavogi, íhugar
sérframboð fyrir
bæjarstjórnar-
kosningarnar í
vor.
„Vinnubrögð-
in eru ólýðræð-
isleg og réttast
er að Framsókn-
a r f l o k k u r i n n
sameinist Sjálfstæðisflokknum í
bæjarstjórninni,“ segir Ásdís og
kveðst ætla að bíða með ákvarð-
anir fram yfir prófkjör flokksins
á laugardag.
Gunnar Birgisson, oddviti Sjálf-
stæðismanna í Kópavogi, kannast
ekki við ólýðræðisleg vinnubrögð.
„Ég bendi á að Ásdís stefndi á
annað sæti í prófkjöri fyrir fjórum
árum og hafnaði í því sjöunda.“ - jh
Prófkjörsskjálfti í Kópavogi:
Íhugar sér-
framboð
* Netsmellur til Glasgow.
Innifali›: Flug báðar leiðir með flugvallarsköttum.
www.icelandair.is
Evrópa
Verð frá
20.900 kr.*
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
30
92
7
0
1/
20
06
Þetta flug gefur 3.000 Vildarpunkta
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
ÁSDÍS ÓLAFSDÓTTIR
LEIKSKÓLAMÁL Staðan í
leikskólamálum borg-
arinnar er mun betri
en talað er um, einkum
með tilliti til þess að vel
hefur gengið að manna
leikskólana eftir ára-
mótin.
Þetta segir Stefán
Jón Hafstein, formaður
menntaráðs borgarinn-
ar. Segir hann fregn-
ir af slæmum horfum í
dagvistarmálum orðum
auknar.
Líkur séu góðar á því
að allt að hundrað börn til
viðbótar komist að á leik-
skólum næstu vikurnar
og fjöldi barna á biðlistum
eftir daggæslu sé nær því
að vera um 50 en ekki tvö
hundruð eins og fjölmiðlar
hafi skýrt frá. - aöe
Vel gengið að manna leikskóla:
Biðlistar gætu horfið
STEFÁN JÓN
HAFSTEIN