Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 56
44 20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Í tilefni af kínversku áramótunum
mun Íslensk-Kínverska-
Viðskiptaráðið fagna komu árs
hundsins á veitingastaðnum Asíu
föstudaginn 27. janúar kl. 20:00.
Ræðumaður kvöldsins verður Dr. Geir Sigurðsson, lektor
og umsjónarmaður Kínafræða Háskólans á Akureyri.
Erindi Geirs ber yfirskriftina: “Hun Dun og fiðrildið í
Peking: Hugleiðingar um Kína framtíðarinnar”.
Allir áhugamenn um Kína eru hvattir til að mæta en eru
vinsamlegast beðnir að skrá þatttöku sína á netfangið:
gudmunda@fis.is.
FÓTBOLTI Patrik Mörk er einn helsti
umboðsmaður knattspyrnumanna
í Svíþjóð og náinn samstarfs-
maður umboðsmannsins Ólafs
Garðarssonar, sem sér um mál
flestra ungra knattspyrnumanna
á Íslandi sem fara til reynslu hjá
erlendum félagsliðum. Í samein-
ingu vinna þeir að því að koma
íslenskum leikmönnum að hjá
áhugasömum félögum í Skandin-
avíu, en nóg er af þeim í Svíþjóð
um þessar mundir.
Fjölmargir ungir leikmenn á
Íslandi haldið farið utan til Sví-
þjóðar að undanförnu. Hafa þeir
ýmist verið keyptir eða farið til
reynslu. Má þar á meðal annars
nefna Emil Hallfreðsson, Sig-
mund Kristjánsson, Hörð Sveins-
son, Garðar Gunnlaugsson, Gunn-
ar Þór Gunnarsson, Helga Val
Daníelsson, Hólmar Örn Rúnars-
son og fleiri.
Mörk segir ekkert benda til
þess að lát verði á þessum reynslu-
ferðum íslenskra leikmanna þar
sem þeir séu einfaldlega í tísku á
meðal sænskra félaga.
„Nú er það sama að gerast og
fyrir nokkrum árum þegar mikið
var um íslenska leikmenn í sænska
boltanum. Arnór Guðjohnsen var
frábær á sínum tíma og varð til
þess að vekja áhuga á íslensk-
um leikmönnum. Til dæmis var
hálfgerð Íslendinganýlenda hjá
Örebro um skeið,“ sagði Mörk við
Fréttablaðið. Hann líkir þessum
áhuga á íslenskum leikmönnum
við ákveðna tískubólu.
„Tískustraumar eru stöðugt
að breytast og það alveg eins með
áhuga liða á erlendum leikmönn-
um. Nú er Ísland í tísku og það
er að miklu leyti tilkomið vegna
sigurs U-21 árs liðsins á Svíum á
síðasta ári,“ segir Mörk.
Leikurinn sem um ræðir var
lokaleikur U-21 árs liðanna í und-
ankeppni HM og vann íslenska
liðið mjög óvænt 4-1 sigur í Sví-
þjóð. Fjölmargir útsendarar voru
á vellinum og gátu ekki annað en
hrifist af íslensku leikmönnun-
um.
„Sænska U-21 árs landsliðið er
af flestum talið gríðarlega sterkt
og því vöktu þessi úrslit mikla
athygli. Ég held að ég geti sagt að
öll úrvalsdeildarliðin voru með
mann á þessum leik og því eðlilegt
að áhugi hafi vaknað. En svona er
fótboltinn - það þarf ekki annað en
einn leik til að opna fullt af mögu-
leikum,“ segir Mörk.
Hann segist búast við því að
þessi áhugi sænskra liða á íslensk-
um leikmönnum sé ekki að dvína.
„Reynslan hefur sýnt að íslenskir
leikmenn standa sig vel, bæði í
deildinni og einnig almennt þegar
þeir koma á reynslu. Svo að ég
held að við megum búast við því
að sjá fleiri Íslendinga í Svíþjóð á
næstu mánuðum. - vig
Íslenskir leikmenn eru í
tísku hjá sænskum liðum
Patrik Mörk, einn helsti tengiliður sænskra félaga og Íslands, segir að íslenskir
leikmenn séu í tísku í Svíþjóð. Hann segir landsleik ungmennaliða Svíþjóðar og
Íslands í október hafa opnað dyr tækifæra en þá vann íslenska liðið stórsigur.
UNGLINGALANDSLIÐIÐ Hér sést byrjunarlið U-21 árs liðs Íslands stilla sér upp fyrir leik liðs-
ins gegn Króatíu í undankeppni HM í sumar. Sjö af þessum ellefu leikmönnum hafa ýmist
farið til reynslu hjá sænskum félögum eða eru á mála hjá slíkum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
Ekki ber á öðru en að það sé komið í
tísku hjá þjálfurum í Landsbankadeild-
inni að gera útispilara að fyrirliðum
sínum. Teitur Þórðarson gaf tóninn
þegar hann tók Gunnlaug Jónsson fram
yfir Kristján Finnbogason hjá KR og í
fyrradag lék Ólafur Jóhannsson, þjálfari
FH, sama leik þegar hann gerði Auðun
Helgason að nýjum fyrirliða liðsins.
Flestir bjuggust við því að markvörður-
inn Daði Lárusson myndi taka við fyrir-
liðabandinu til frambúðar en hann leysti
Heimi Guðjónsson jafnan af síðasta
sumar þegar hann var fjarverandi.
„Ólafur vildi hafa útileikmann og að
sá útileikmaður yrði ég. Mér leist mjög
vel á það og tók þetta að sjálfsögðu að
mér,“ sagði Auðun við Fréttablaðið í gær.
„Ég tel þetta vera mjög jákvætt skref fyrir
mig og auðvitað er þetta ákveðinn heið-
ur. En um leið fylgir þessu hlutverki mikil
ábyrgð,“ bætti hann við.
Auðun verður 32 ára gamall á árinu
og hefur komið víða við á ferlinum. Fyrir
utan einn bikarleik með FH síðasta sumar
er Auðun að stíga sín fyrstu skref sem
fyrirliði á ferlinum.
„Ég hef verið
með marga
góða fyrir-
liða í gegn-
um tíðina,
bæði hjá
m í n u m
f é l a g s -
liðum og í landsliðinu, og þeir hafa allir
mótað mig að einhverju leyti,“ segir
Auðun, sem er að feta í fótspor goð-
sagnar í Hafnarfirðinum með því að
taka við fyrirliðabandinu af Heimi Guð-
jónssyni, sem nú er orðinn aðstoðar-
þjálfari Íslandsmeistaranna. Auðun segir
að Heimir hafi enn sem komið er ekki
laumað að honum neinum sérstök-
um ráðum til sín en býst alveg eins
við því að svo verði.
„Heimir er frábær karakter og var
góður fyrirliði. En ég ætla ekki að
apa neitt eftir honum og verð fyrst
og fremst bara ég sjálfur. En við
Heimir ræðum mikið saman
og það gæti vel farið svo
að ég leiti til hans eftir
ráðum.“
VARNARMAÐURINN AUÐUN HELGASON: ORÐINN NÝR FYRIRLIÐI ÍSLANDSMEISTARA FH
Mun sjálfsagt leita til Heimis eftir ráðum
FÓTBOLTI Tony Pulis, knattspyrnu-
stjóri Plymouth, segist ekkert
hafa persónulega á móti Bjarna
Guðjónssyni, leikmanninn sem
hann virðist aldrei geta notað.
Bjarni hefur ekki verið inni í
myndinni hjá Pulis frá því sá síð-
arnefndi tók við stjórnartaumun-
um hjá Plymouth í haust og fékk
hann heldur engin tækifæri hjá
Pulis þegar hann var við stjórn-
völinn hjá Stoke. Bjarni er nú í
leit að nýju félagi en hann fór á
sínum tíma frá Stoke til Bochum
í Þýskalandi.
„Hlutirnir hafa einfaldlega
ekki gengið upp hjá Bjarna,
hvorki hér né hjá Stoke. Ég hef
ekkert á móti honum. Þetta er
ekkert persónulegt og það er
enginn biturleiki í mér gagnvart
honum. Bjarni er í viðræðum
við Lokeren og hann veit að ef
hann fær tilboð munum við ekki
standa í vegi fyrir honum,“ sagði
Pulis við enska fjölmiðla.
Hann ber Bjarna vel söguna,
segir hann frábæran karakter
sem komi frá frábærri fjölskyldu.
„Ég þekki föður hans (Guðjón
Þórðarson) og hann á yndislega
fjölskyldu. Við Bjarni höfum rætt
saman og það eru engin vanda-
mál okkar á milli,“ segir Pulis,
en hann hefur orð á sér fyrir að
spila mjög varnarsinnaðan fót-
bolta sem snýst að stóru leyti um
langar sendingar fram völlinn á
stóra framherja og er það leik-
kerfi sem hentar Bjarna engan
veginn. - vig
Tony Pulis, knattspyrnustjóri Plymouth, tjáir sig um Bjarna Guðjónsson:
Þetta er ekkert persónulegt
BJARNI GUÐJÓNSSON Fær engin
tækifæri undir stjórn Tony Pulis og
ætlar að feta nýjar brautir.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Furðulegur fréttaflutningur
Marga lesendur fram.is rak í rogastans í
gær þegar þeir lásu umsögn um kvenna-
leik Fram og Vals í handbolta. Greinin
var að mestu mjög uppbyggileg en það
setti ljótan blett á ágæta umfjöllun að
greinarhöfundur skyldi fara niðrandi
orðum um Valsstelpur og kalla þær
þungar og sverar.
> Bjarni á leið heim?
Þær raddir að knattspyrnumaðurinn
Bjarni Guðjónsson sé á heimleið
verða háværari með degi hverjum.
Skagamenn staðfestu í gær að ekki
vantaði áhugann á Bjarna en þeir hefðu
hreinlega ekki efni á
honum og því kæmi
ekki til greina að
hann kæmi heim.
Veski KR er aðeins
þykkra en hjá ÍA
og segir sagan
að KR sé þegar
búið að setja
sig í samband
við Bjarna og
lýsa yfir áhuga
sínum á að fá
hann í Frosta-
skjólið fái hann
ekki viðunandi
samning við erlent
félag.
Ofbeldishrotti
dæmdur fyrir að
misþyrma barns-
móður sinni
Hæstiréttur staðfestir 2 ára dóm
DV2x10 19.1.2006 21:00 Page 1