Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 62
 20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR50 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 SÚR HVALUR OG RENGI HARÐFISKUR OG HÁKARL opið laugardaga 10-14. HRÓSIÐ ...fær Þórhallur Heimisson fyrir að gera hjónabandinu hátt undir höfði en hann hefur haldið hjóna- námskeið um ellefu ára skeið. Prófkjör Sjálf-stæðisflokks- ins í Kópavogi vegna bæjar- stjórnarkosninga í vor verður haldið á morgun. Konur á framboðs- listanum gráta slæmt gengi flokksystra sinna í prófkjöri í Garðabæ sennilega þurrum tárum enda líklegt að sjálfstæðisfólk í Kópa- vogi vilji forðast jafn hreinan karlalista og þann sem flokkurinn situr uppi með í nágrannabænum. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri þykir nokkuð öruggur um fyrsta sætið þótt það hafi ekki glatt hann sérstaklega þegar það spurðist út að Ármann Kr. Ólafsson, sem gefur kost á sér í 2. sætið, væri að hvetja fólki til þess að velja sig í það fyrsta. Leikskólastjórinn Jóhanna Thorsteinson er eina konan sem gefur kost á sér í annað sætið en þekking hennar á leikskólamálum, sem nú eru í uppnámi í bænum, munu hafa gagnast henni vel í prófkjörsbaráttunni. Þá mun umræða síðustu daga um stöðu kvenna í próf- kjörum án efa nýt- ast henni, Gróu Ásgeirsdóttur, knattspyrnu- hetjunni Ásthildi Helgadóttur og öðrum konum sem ætla sér traust sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Kópa- vogi. Heimildamynd Þorfinns Guðnasonar um hagamúsina Óskar hefur farið víða og sigurganga Óskars er orðin býsna löng. Hann heldur þó áfram að gera víðreist og nú verður myndin sýnd þrjá daga í röð á sjónvarpsstöðinni Animal Planet. Myndin hefur áður verið sýnd á sjónvarpsrás National Geogra- phic en báðar stöðvarnar nást um víða veröld þannig að það má telja líklegt að Hagamúsin sé sú íslenska kvikmynd sem fengið hefur einna mesta útbreiðslu. FRÉTTIR AF FÓLKI Morgunverðurinn: Prófaðu að snara fram Eggs Bene- dict með parma- skinku, avocado og hollandaise-sósu. Namm. H e i m a s í ð a n : http://www.post- secret.blogspot.com Fyrir alla með snert af gægjuþörf. Fólk sendir inn nafnlaus myndskreytt póstkort þar sem það deilir einu leynd- armáli með lesandanum. Sýningin: Kíktu á Kjarval hvar annars staðar en á Kjarvalsstaði. Þar er líka mjög mikilvægt málþing á laugardaginn klukkan 11. Leikritið: Eldhús eftir máli í Þjóðleikhúsinu þar sem konur fara á kostum. Algert kon- fekt. Hádegisverðurinn: Beyglurnar á Vega- mótum eru mikið lostæti og kosta ekki offjár. Safnið: Allri fjölskyld- unni finnst gaman á Þjóðminjasafninu. Beinagrindur hressa. Og kaffihús- ið er líka fínt. Bíómyndin: Ekki missa af franskri kvikmyndaviku. Caché er frábær spennumynd með Daniel Auteuil og Juliette Binoche Tónleikarnir: Rokkabillí á laugardagskvöld. Kings Of Hell frá US of A ásamt, Hairdoctor Jan Mayen og Krumma í Mínus á Gauknum. Við vitum ekki hvað Krummi er að gera þarna. Ve i t i n g a h ú s i ð : Osushi í Lækjar- götu. Sushi er hollt, gott og hressir. Svo er það líka á færi- bandi. CD: Hvað sem er með Ladytron. Svona elektróníka kemur þér í partískapið. Helgin okkar... „Það má kannski segja að við séum að virkja ónýtta auðlind,“ segir María Reyndal leikstjóri um leikhópinn Glöggt er gests augað, sem hún starfrækir. Hann skipa, að Maríu frátalinni, eingöngu Íslendingar af erlendu bergi brotnir. Leikhópurinn hittist í Alþjóða- húsinu einu sinni í viku þar sem hann vinnur að leikriti sem stefnt er að frumsýna í haust og fjallar um hvernig er að vera útlendingur á Íslandi. Tíu manns frá næstum jafnmörgum löndum skipa leik- hópinn, þar af fimm fagmenntaðir leikarar og fimm „leikmenn“ sem vinna sem skrifhópur. „Þetta er mjög áhugaverður efniviður til að vinna með,“ segir María. „Þetta er spuni sem er í stöðugri þróun og við vinnum þetta á svipaðan máta og ég gerði með Beyglunum í verki sem var sýnt í Iðnó árið 2002.“ María segir fólkið í leikhópn- um vera jafn ólíkt og það er margt og finnst aðdáunarvert hvað þau eru tilbúin að deila reynslu sinni af því að vera inn- flytjandi á Íslandi. Sumir í leik- hópnum hafa unnið í íslensku leikhúsi, en María bendir á að útlendingar eigi þar oft erfitt uppdráttar og stökkva ekki inn í leikhúsið sísona. Það er hið nýstofnaða leikfé- lag Rauði þráðurinn sem stend- ur að Glöggt er gests augað, en það var stofnað af Sólveigu Elínu Þórhallsdóttur og Maríu sjálfri, sem finnst löngu tímabært að íslenskt leikhús fjalli um mál- efni innflytjenda og samskipti þeirra við Íslendinga. „Ég hef gengið með þessa hugmynd í kollinum í um tvö ár. Þetta er efni sem er mikið í umræðunni og það berast stöðugt fréttir af alls konar ágreiningi. Mér finnst bæði brýnt og spennandi að skoða þessi samskipti og hvernig íslenskt samfélag hefur brugðist við auknum fjölda innflytjenda undanfarin ár.“ Þá segir María mörg tæki- færi felast í því að vera með leik- hóp sem samanstandi af fólki frá mörgum löndum. „Þetta er spennandi suðupottur ólíkra hefða, fólk hefur mismunandi áherslur og það er afskaplega áhugavert fyrir mig sem leik- stjóra að fá að vinna við slíkar aðstæður.“ Til að undirbúa sig hefur leikhópurinn meðal annars tekið viðtöl við innflytjendur og Íslendinga og hvetur María alla sem telja sig hafa eitthvað til mál- anna að leggja að senda sér línu á netfangið mariareyndal@inter- net.is. bergsteinn@frettabladid. MARÍA REYNDAL: STENDUR AÐ ALÞJÓÐLEGUM LEIKHÓP Suðupottur ólíkra hefða GLÖGGT ER GESTS AUGAÐ Efri röð frá vinstri: Dimitra Drakopowlou, Caroline Dalton, Tuna Metya ,María Reyndal og Emily Awin. Fremri röð frá vinstri: Christopher Read, Pierre Alain Girand, Fabieene Aubry, Svandís Gyða, Peri Pesai og Marléne Pernier. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Tveir nýir íslenskir sjónvarps- þættir hafa litið dagsins ljós á sjónvarpsstöðinni Sirkus og hafa þeir fengið misjafnar viðtök- ur sjónvarpsáhorfenda. Annars vegar er það djammþátturinn Partý 101 þar sem Brynja Björk Garðarsdóttir skoðar nætur- líf Reykjavíkur og hins vegar Splash.is. Guðmundur Arnar Guðmundsson, kynningarstjóri sjónvarpsstöðvarinnar, sagðist hafa fengið allskonar viðbrögð við þeim, bæði jákvæð og nei- kvæð. Hann sagði að sjónvarpsstöð- in væri mjög sérstakt fyrirbæri og taldi hana vera eina sinnar tegundar hér á landi. „Við höfð- um til afmarkaðs hóps, einkum fólks undir 35 ára aldri,“ útskýrði hann. Gagnrýnin beinist helst að því að andlit stöðvarinnar um þessar mundir séu full einlit- ur hópur, en Guðmundur vildi ekki taka svo djúpt í árina. „Ég get hins vegar vel skilið að fólk skuli spyrja sig að þessu og velta því fyrir sér hvort þættirnir séu ekki svipaðir,“ segir hann en bætir við að framundan séu tvö verkefni sem verði í svipuðum stærðarflokki og Ástarfleyið en vildi ekki gefa meira upp um þau að svo stöddu. Hann stað- festi þó að annað þeirra kynni að vera nýr raunveruleikaþáttur en hinn yrði með öllu hefðbundnari sniði. Guðmundur sagði að metnað- ur stöðvarinnar lægi í innlendri dagskrárgerð en taldi jafnframt að stöðin yrði að fá tækifæri til að gera tilraunir. „Við viljum vera með hátt hlutfall af flottri íslenskri dagskrárgerð en til þess verðum við að fá að prófa okkur áfram með nýja hluti.“ -fgg Verðum að prófa okkur áfram SIRKUS Hinir nýju þættir á sjónvarpsstöð- inni Sirkus hafa fengið blendin viðbrögð hjá áhorfendum sem finnst þetta full einlitur hópur. LÁRÉTT 2 listastefna 6 hljóm 8 starfsgrein 9 tikk 11 ónefndur 12 yfirstéttar 14 hroki 16 drykkur 17 hlaup 18 regla 20 tveir eins 21 kvenflík. LÓÐRÉTT 1 bata 3 frá 4 ballerína 5 beita 7 hádegi 10 fley 13 háttur 15 kyndill 16 ósigur 19 á fæti. LAUSN LÁRÉTT: 2 dada, 6 óm, 8 fag, 9 tif, 11 nn, 12 aðals, 14 dramb, 16 te, 17 gel, 18 agi, 20 yy, 21 pils. LÓÐRÉTT: 1 bóta, 3 af, 4 dansmey, 5 agn, 7 miðdegi, 10 far, 13 lag, 15 blys, 16 tap, 19 il.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.