Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 2
2 20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR
LÖGREGLA Tveir menn um tvítugt
voru handteknir í Hafnarfirði í
fyrrakvöld með um fimmtíu grömm
af hassi, amfetamín og e-töflur.
Þeir voru að koma frá sölu-
manni í Reykjavík og ætluðu þeir
að selja efnið áfram til neytenda.
Lögreglan þekkir til mannanna
og voru þeir stöðvaðir í sameigin-
legu eftirliti lögregluembættanna í
Hafnarfirði og Kópavogi.
Í eftirlitinu fannst einnig eitt
gramm af amfetamíni til einka-
nota á bílstjóra í Garðabæ. Lög-
regluembættin stefna á frekari
samvinnu til að sporna við fíkni-
efnabrotum. Mennirnir þrír voru
yfirheyrðir og teljast málin upp-
lýst. - gag
Tvö fíkniefnamál:
Ætluðu að selja
fíkniefni
SPURNING DAGSINS
Steingrímur, er ekki ljótt að
skilja útundan?
„Jú, þess vegna fá allir að vera með í
afmælinu.“
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neyt-
endasamtakanna, er ósáttur við að fá ekki
að sitja með í nefnd forsætisráðherra um
matvælaverð. Steingrímur Ólafsson, upp-
lýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, segir
að í staðinn verði haft náið samstarf við
Neytendasamtökin.
������ ��������� ���� ������
��������� �� ���������� ������ ��
������������������������������
������������������������������
���� ������ ������ ������ �����
�����������������������������
�������� ���� ��������� �������
��� ������� ��� ������� ������ ����
���� ����� �������� �������� ���
���������������������� �����
������������������������������
��� ��� ������ ����������� ������
������� �������������� ��� ����
����������������������������������
�������� ��� ���������� ���� ����
���������������������������������
������������������������������
�� ����� ��������� �����������
����� ������ �������������� �����
������������������ ����� ����
��������
���������
Keyrði á ljósastaur Maður á miðjum
aldri missti bifreið sína útaf í mikilli
hálku á milli Fellabæjar og Egilsstaða
snemma í gærmorgun. Bíllinn rakst utan
í ljósastaur sem brotnaði. Maðurinn
slapp ómeiddur enda í bílbelti.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Fjórir á sjúkrahús Fjórir voru fluttir
undir læknishendur eftir slys á skíða-
svæðum við höfuðborgarsvæðið. Í gær-
kvöldi var stúlka flutt meðvitundarlaus á
sjúkrahús. Hún hafði fallið efst í skíða-
brekku Bláfjalla. Ekki var vitað um líðan
hennar þegar Fréttablaðið fór í prentun.
Tveir aðrir slösuðust í Bláfjöllum og einn í
Hveradölum í gær en ekki alvarlega.
SKÍÐASVÆÐIN
STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra telur ekki að
tafir þurfi að verða á afgreiðslu
frumvarps ríkisstjórnarinnar um
ógildingu þeirra launahækkana
sem Kjaradómur ákvað fyrir ára-
mótin.
Ýmsir löglærðir menn hafa
varað við því að stjórnvöld geti
bakað sér skaðabótaskyldu vegna
brota á eignaréttarákvæði stjórn-
arskrárinnar verði launahækk-
anir Kjaradóms afturkallaðar.
„Ég býst fastlega við því að
takast muni að ljúka málinu
fyrir helgi,” segir forsætisráð-
herra. “Það er mjög mikilvægt.
Ráðstefna sveitarfélaganna um
launamál er nú um helgina. Það
verður að liggja alveg skýrt fyrir
hver vilji Alþingis og ríkisstjórn-
arinnar er. Menn gera þetta ekki
að gamni sínu.“
Halldór bendir á að aðilar
vinnumarkaðarins hafi talið full-
víst að ef ekki yrði gripið inn
í, vegna úrskurðar Kjaradóms
fyrir áramót um launahækkanir,
hefði það mjög slæmar afleið-
ingar fyrir þróun kjaramála og
að í gang færu víxlhækkanir
launa og verðlags. „Því grípum
við til þessa ráðs. Þessi brýna
þörf gengur lengra en efasemdir
manna um annað,“ segir Halldór.
Frumvarpið er enn óbreytt í
meðförum þingsins, en stjórn-
arandstaðan hefur efasemdir og
styður ekki meirihlutaálit efna-
hags- og viðskiptanefndar. - jh
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Krafa aðila
vinnumarkaðarins stendur ofar mörgum
álitamálum að mati Halldórs.
Sveitarfélögin fjalla um kjaramál á ráðstefnu um helgina og líta til Kjaradóms:
Alþingi verður að tala skýrt
EGYPTALAND, AP Arabíska sjónvarps-
stöðin al-Jazeera sendi í gær út brot
úr hljóðupptöku sem Osama bin
Laden er sagður hafa gert í síðasta
mánuði. Þar varar hryðjuverkafor-
inginn við yfirvofandi árásum al-
Kaída samtakanna á Bandaríkin,
en sagðist jafnframt vera tilbúinn
að semja um langtíma vopnahlé
við Bandaríkjamenn, gangi þeir að
vissum skilyrðum. Ekki kom fram
hver skilyrðin eru.
„Það er okkur ekki á móti skapi
að bjóða ykkur sanngjarnan lang-
tíma vopnahléssamning,“ sagði
röddin á spólunni. „Það er engin
skömm að slíkri úrlausn, sem
kemur í veg fyrir sóun milljarða
dala sem hafa farið til áhrifa- og
stríðsæsingamanna innan Banda-
ríkjanna.“ Jafnframt sagði röddin
ástæðuna fyrir því að engar árásir
hefðu verið gerðar á landið síðan
árið 2001 þá að undirbúningur
slíkra aðgerða taki langan tíma
og jafnframt að hert öryggisgæsla
innan Bandaríkjanna hafi ekki
haft áhrif þar á.
Ekkert hefur heyrst frá bin
Laden síðan í desember 2004, sem
er lengsta hlé sem hann hefur tekið
sér í fimm ár.
Í heild sinni er spólan um 10
mínútna löng og völdu starfsmenn
sjónvarpsstöðvarinnar kaflana
fjóra sem spilaðir voru í gær vegna
fréttagildis þeirra, að sögn Ahmed
al-Sheik, aðalritstjóra al-Jazeera.
- smk
Hljóðupptöku með meintum orðum Osama bin Ladens sjónvarpað í gær:
Boðar árásir á Bandaríkin
BÝÐUR VOPNAHLÉ Gömul mynd af Osama
bin Laden var birt á sjónvarpsskjánum á
meðan brot úr hljóðupptöku var leikið.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
STJÓRNMÁL Til athugunar er að
Fjármálaeftirlitið fái að beita
dagssektum og stjórnvaldssekt-
um til þess að geta sinnt eftirlits-
skyldum sínum á áhrifaríkari hátt
en verið hefur.
Þetta kom fram í máli Val-
gerðar Sverrisdóttur viðskipta-
ráðherra við upphaf þingfundar
í gær, en hún boðar frumvarp um
málið á vorþingi.
Jóhanna Sigurðardóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, spurði
Valgerði um viðbrögð við bréfi
sem Fjármálaeftirlitið sendi
henni í byrjun nóvember síðast-
liðnum. Orðrétt segir í bréfinu
til ráðherra að „þrátt fyrir ótví-
ræðar lagaskyldur til upplýsinga-
gjafar sé mönnum frjálst að gefa
Fjármálaeftirlitinu langt nef og
hundsa að gefa þeim upplýsingar
við rannsókn mála því eftirlit-
ið hafi engin úrræði til að fylgja
upplýsingum eftir.“
Jóhanna sagði að Fjármála- eftirlitið teldi að heimildir þess
til að hafa eftirlit væru í uppnámi
og það gilti ekki aðeins um banka-
starfsemi heldur einnig trygg-
ingastarfsemi, lífeyrissjóði og
verðbréfaviðskipti.
Tilefni bréfs Fjármálaeft-
irlitsins var að kærunefnd um
opinbert eftirlit með fjármála-
starfsemi hafnaði beiðni Fjár-
málaeftirlitsins um að það fengi
að beita einstaklinga dagsektum
vegna yfirtökutilrauna í Spari-
sjóði Hafnarfjarðar. Því máli
hefur nú verið vísað til ríkislög-
reglustjóra.
Valgerður upplýsti að frum-
varp væri í undirbúningi og
yrði lagt fram nú á vorþingi.
„Ákvæði um dagssektir og
stjórnvaldssektir koma þar til
skoðunar ásamt öðrum úrræðum
sem Fjármálaeftirlitið telur sig
þurfa að hafa. Vinnan er langt
komin,“ sagði Valgerður.
Stjórnarandstæðingar minntu
á að í bréfi Fjármálaeftirlitsins
hefði verið beðið um tafarlausar
aðgerðir og hvöttu viðskiptaráð-
herra til að hraða verkinu.
„Mér þykir ráðuneytið svifa-
seint. Er ekki hægt að taka þetta
atriði út og hraða því? Fjármála-
eftirlitið kallar ekki alla daga
eftir lagaheimildum,“ spurði
Jóhanna Sigurðardóttir og efað-
ist um að nægilega hratt væri
brugðist við. johannh@frettabladid.is
JÓHANNA SIGUÐARDÓTTIR ÞINGMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR Jóhönnu þykir viðskipta-
ráðuneytið svifaseint að hafa ekki enn brugðist við beiðni Fjármálaeftirlitsins.
VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR VIÐSKIPTA-
RÁÐHERRA „Ákvæði um dagskektir og
stjórnvaldssektir koma þar til skoðunar
ásamt öðrum úrræðum.“
Hert eftirlit boðað á
fjármálamarkaðnum
Viðskiptaráðherra boðar frumvarp til laga um heimildir Fjármálaeftirlitsins til
þess að beita harðari viðurlögum í eftirlitsstörfum sínum en nú tíðkast. Fjár-
málaeftirlitið bað um tafarlausar aðgerðir í málinu fyrir nærri ársfjórðungi.
DÓMSMÁL Karlmaður var í Hæsta-
rétti í gær dæmdur í tveggja ára
fangelsi og sviptur ökuleyfi ævi-
langt.
Maðurinn var dæmdur fyrir
líkamsárás gegn fyrrum sam-
býliskonu sinnar sem og þjófnað
og umferðarlagabrot. Maðurinn
beitti konuna líkamlegu ofbeldi,
hótun um líkamlegt ofbeldi og
ólögmætri nauðung til að fá hana
til að undirrita yfirlýsingu um að
hún drægi til baka kæru á hendur
honum fyrir nauðgun.
Manninum er gert að greiða
konunni 300.000 krónur í miska-
bætur. - gag
Maður í tveggja ára fangelsi:
Barði fyrrum
sambýliskonu
Í átta mánaða fangelsi Síbrota-
maður var í gær dæmdur í Hæstarétti
í átta mánaða fangelsi fyrir stuld á
tölvugögnum og fylgihlutum. Tjónið
hafði verið metið á allt að tíu milljónum.
Maðurinn mótmælti og taldi dómurinn
óupplýst um verðmæti þýfisins.
HÆSTIRÉTTUR
HEILSA Ný endurhæfingarstöð
fyrir fólk sem greinst hefur með
krabbamein og aðstandendur þess
verður formlega stofnuð í Nes-
kirkju í dag. Stöðin hefur hlotið
nafnið Ljósið.
Ljósið leggur áherslu á að veita
krabbameinsgreindum og aðstand-
endum þeirra andlegan styrk. Eitt
af meginmarkmiðunum er að auka
virkni og þátttöku einstaklingsins
í þjóðfélaginu. Þannig á að stuðla
að því að fólk sem greinst hefur
með krabbamein geti aftur tekið
þátt í því lífi sem það lifði áður en
sjúkdómurinn greindist. Efling á
virkni og lífsgæðum hins krabba-
meinsgreinda hefur áhrif á lífs-
gæði annarra fjölskyldumeðlima.
Áhersla er lögð á að skapa hlý-
legt og heimilislegt andrúmsloft,
þar sem mannlegar áherslur eru í
fyrirrúmi. - th
Hlúð að krabbameinssjúkum:
Endurhæfing-
arstöð stofnuð
Þinghús rifið Þýska þingið hafnaði
því í atkvæðagreiðslu í gær að niðurrifi
þinghúss gamla austur-þýska Alþýðulýð-
veldisins í miðborg Berlínar yrði frestað
frekar. Til stendur að reisa þar eftirlík-
ingu af konungshöll sem þar stóð uns
kommúnistastjórnin lét sprengja hana
árið 1950.
ÞÝSKALAND