Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 20. janúar 2006 Til að njóta góðra vína er nauðsynlegt að þekkja eilítið eðli þeirra. Endingartími vína er misjafn eftir gerð þeirra og eftir að flaskan er opnuð eru vínunnendur oft komnir í kapp við tímann. Almennt er betra að geyma opnar flöskur í KÆLI, en flest SÉRRÍ og tunnuþroskuð PORTVÍN þurfa ekki á kælingu að halda. SÉRRÍ geymist mjög vel eftir að flaskan hefur verið opnuð og geym- ist jafnvel árum saman í opinni flösku. Undantekning frá þessu er FINO SÉRRÍ sem á að drekka ferskt og innan fárra daga. PORTVÍN geymast misjafnlega lengi. TUNNUÞROSKUÐ, tawny, geta stað- ið lengi í opnum flöskum. RAUÐ PORTVÍN og ÁRGANGSPORTVÍN eru látin þroskast í flöskunum í súr- efnissnauðu umhverfi, ólíkt tawny vínunum, og er því upp á sitt besta eftir að flaskan er opnuð og vínið fær að anda. RAUÐU PORTVÍNIN smakkast oft vel dögum og jafnvel vikum eftir að þau eru opnuð vegna hversu harðgerð þau eru. RJÓMALÍKJÖRAR súrna og kekkjast séu þeir látnir geymast lengi. Mælt er með að þeir séu drukknir innan þriggja mánaða frá því að flaskan er opnuð og ekki geymd á heitum stað. FREYÐIVÍNIÐ lútir sömu reglum og flest annað léttvín. Ekki er mælt með því að geyma slík vín í opnum flöskum. Vínin geta oxast aðeins og misst ferskleika sinn. Freyðivínin þola hins vegar geymslu í opnum flöskum betur vegna mikils sýru- innihalds og sætleika sem hjálpar vínunum að haldast fersk og lifandi, jafnvel í nokkra daga. Á VEF ÁTVR má finna merkingar sem eru vísbendingar um GEYMSLU- ÞOLSTÍMA LÉTTVÍNA. Vínin eru merkt með X, Y eða Z og vísar það til geymsluþolstíma vín- anna. Lista yfir öll vín og merk- ingar þeirra má nálgast í verslun- um ÁTVR. X Vín sem er TILBÚIÐ TIL NEYSLU og þarf ekki geymslu. Oft óhætt að geyma í eitt til þrjú ár. Y Vín sem ÞOLIR VEL GEYMSLU í að minnsta kosti þrjú ár og oft miklu lengur. Z Vín sem á eftir að BATNA VIÐ GEYMSLU, oft tannískt eða sýru- ríkt. Þolir að minnsta kosti fimm ár eða lengur. Hvernig geyma á opnar vínflöskur Ýmsar reglur gilda um geymslu á áfengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.