Fréttablaðið - 20.01.2006, Síða 33

Fréttablaðið - 20.01.2006, Síða 33
FÖSTUDAGUR 20. janúar 2006 Til að njóta góðra vína er nauðsynlegt að þekkja eilítið eðli þeirra. Endingartími vína er misjafn eftir gerð þeirra og eftir að flaskan er opnuð eru vínunnendur oft komnir í kapp við tímann. Almennt er betra að geyma opnar flöskur í KÆLI, en flest SÉRRÍ og tunnuþroskuð PORTVÍN þurfa ekki á kælingu að halda. SÉRRÍ geymist mjög vel eftir að flaskan hefur verið opnuð og geym- ist jafnvel árum saman í opinni flösku. Undantekning frá þessu er FINO SÉRRÍ sem á að drekka ferskt og innan fárra daga. PORTVÍN geymast misjafnlega lengi. TUNNUÞROSKUÐ, tawny, geta stað- ið lengi í opnum flöskum. RAUÐ PORTVÍN og ÁRGANGSPORTVÍN eru látin þroskast í flöskunum í súr- efnissnauðu umhverfi, ólíkt tawny vínunum, og er því upp á sitt besta eftir að flaskan er opnuð og vínið fær að anda. RAUÐU PORTVÍNIN smakkast oft vel dögum og jafnvel vikum eftir að þau eru opnuð vegna hversu harðgerð þau eru. RJÓMALÍKJÖRAR súrna og kekkjast séu þeir látnir geymast lengi. Mælt er með að þeir séu drukknir innan þriggja mánaða frá því að flaskan er opnuð og ekki geymd á heitum stað. FREYÐIVÍNIÐ lútir sömu reglum og flest annað léttvín. Ekki er mælt með því að geyma slík vín í opnum flöskum. Vínin geta oxast aðeins og misst ferskleika sinn. Freyðivínin þola hins vegar geymslu í opnum flöskum betur vegna mikils sýru- innihalds og sætleika sem hjálpar vínunum að haldast fersk og lifandi, jafnvel í nokkra daga. Á VEF ÁTVR má finna merkingar sem eru vísbendingar um GEYMSLU- ÞOLSTÍMA LÉTTVÍNA. Vínin eru merkt með X, Y eða Z og vísar það til geymsluþolstíma vín- anna. Lista yfir öll vín og merk- ingar þeirra má nálgast í verslun- um ÁTVR. X Vín sem er TILBÚIÐ TIL NEYSLU og þarf ekki geymslu. Oft óhætt að geyma í eitt til þrjú ár. Y Vín sem ÞOLIR VEL GEYMSLU í að minnsta kosti þrjú ár og oft miklu lengur. Z Vín sem á eftir að BATNA VIÐ GEYMSLU, oft tannískt eða sýru- ríkt. Þolir að minnsta kosti fimm ár eða lengur. Hvernig geyma á opnar vínflöskur Ýmsar reglur gilda um geymslu á áfengi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.