Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 39
Á hverju kvöldi sjáum við á sjón- varpsskjám okkar myndir af átök- um í Írak, fjöldamorðum í Súdan, sprengjutilræðum hér og þar og blóðsúthellingum á stöðum sem við kunnum varla að nefna. „Heim- ur versnandi fer“ er viðkvæði margra þegar þeir lesa blóði drifn- ar erlendu fréttasíðurnar í blöð- unum. En hvað segja staðreyndir málsins, fer heimur versnandi? Reyndar ekki! Þær sýna allt aðra niðurstöðu, nefnilega að heimur batnandi fer. Í ítarlegri rannsókn sem birt var seint á síðasta ári, „Human Security Report 2005,“ kemur fram að árið 2004 voru skráð átök 40% færri en í byrjun tíunda áratug- arins. Aðskilnaðarsinnar áttu í vopnuðum átökum á 25 stöðum og er það lægsta tala slíkra átaka frá árinu 1976. Samkvæmt sömu skýrslu fækkaði fjöldamorðum um 80% frá því í byrjun níunda áratugarins. Að sama skapi fjölg- ar þeim deilum sem leystar hafa verið við samningaborðið í stað vígvallarins. Rekja mátti tvo þriðju hluta stríða frá sjötta áratugnum til þess níunda til loka nýlendustefn- unnar sem nú hefur liðið undir lok og lok kalda stríðsins þýða að Bandaríkjamenn og Sovétmenn beita ekki lengur stríðandi fylk- ingum gegn hvorum öðrum auk þess sem fjöldi herskárra einræð- isstjórna féllu þegar þær misstu kaldastríðsstuðninginn. Gareth Evans, forseti Inter- national Crisis Group og fyrrver- andi utanríkisráðherra Ástralíu, segir bestu skýringuna þó vera aðra í grein sem hann skrifaði í Los Angeles Times ekki alls fyrir löngu: mikil aukning alþjóðlegr- ar viðleitni til að hindra, stýra og leysa ágreining. Evans orðar það svo að bestu fréttirnar séu þær sem komist ekki í kvöldfréttirnar, sögur um hunda sem ekki gelta. Eða hvenær má sjá fyrirsögnina: „Stríð braust ekki út,“ á síðum dagblaðanna? Evans telur að alþjóðasamfé- lagið hafi lært af óförunum í Bosn- íu, Rúanda og Sómalíu í byrjun tíunda áratugarins. Tölur styðja þennan rökstuðning. Frá 1990 til 2002 fjölgaði diplómatískum inn- gripum Sameinuðu þjóðanna, sem ætlað var að kæfa stríð í fæðingu, sexfalt, samkvæmt Human Secu- rity Report. Og frá 1998 til 2004 tvöfaldaðist fjöldi friðargæslu- verkefna Sameinuðu þjóðanna. Þá hafa staðbundin samtök í Evrópu, Ameríku og Afríku átt sinn þátt í að hindra að staðbundin átök breiðist út. Grettistaki þarf að lyfta á stöð- um eins og Írak, Súdan og Kongó en miklu meiru hefur verið áorkað en virðist við fyrstu sýn og millj- ónir manna lifa við meira öryggi en fyrir áratug síðan. Höfundur er upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum. Heimur versnandi fer? Annað segja staðreyndir UMRÆÐAN HEIMSÁSTAND ÁRNI SNÆVARR Samkvæmt sömu skýrslu fækk- aði fjöldamorðum um 80% frá því í byrjun níunda áratugar- ins. Að sama skapi fjölgar þeim deilum sem leystar hafa verið við samningaborðið í stað vígvallarins. FÖSTUDAGUR 20. janúar 2006 27 SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoð- anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. VIÐ VITUM ÝMISLEGT UM TENNUR eftir 60 ára reynslu Þér er boðið í ókeypis tannskoðun á opnu húsi tannlæknadeildar Háskóla Íslands Deildin fagnar 60 ára afmæli laugardaginn 21. janúar Sérfræðingar á öllum sviðum tannlækninga veita góða ráð Hollar veitingar á boðstólum Kynning á tannheilsuvörum Skoðunarferð um húsnæði deildarinnar Gestir spreyta sig á að bora í plasttennur Kynning á rannsóknum og kennslu Tanntækninemar leiðbeina um tannhirðu og hollar matarvenjur Nemendur Tannsmíðaskóla Íslands sýna vinnu sína Opið hús í Læknagarði við Hringbraut kl. 13 – 15 Allir velkomnir! 60 fyrstu gestirnir eiga kost á ókeypis tannskoðunNFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.