Fréttablaðið - 20.01.2006, Side 39

Fréttablaðið - 20.01.2006, Side 39
Á hverju kvöldi sjáum við á sjón- varpsskjám okkar myndir af átök- um í Írak, fjöldamorðum í Súdan, sprengjutilræðum hér og þar og blóðsúthellingum á stöðum sem við kunnum varla að nefna. „Heim- ur versnandi fer“ er viðkvæði margra þegar þeir lesa blóði drifn- ar erlendu fréttasíðurnar í blöð- unum. En hvað segja staðreyndir málsins, fer heimur versnandi? Reyndar ekki! Þær sýna allt aðra niðurstöðu, nefnilega að heimur batnandi fer. Í ítarlegri rannsókn sem birt var seint á síðasta ári, „Human Security Report 2005,“ kemur fram að árið 2004 voru skráð átök 40% færri en í byrjun tíunda áratug- arins. Aðskilnaðarsinnar áttu í vopnuðum átökum á 25 stöðum og er það lægsta tala slíkra átaka frá árinu 1976. Samkvæmt sömu skýrslu fækkaði fjöldamorðum um 80% frá því í byrjun níunda áratugarins. Að sama skapi fjölg- ar þeim deilum sem leystar hafa verið við samningaborðið í stað vígvallarins. Rekja mátti tvo þriðju hluta stríða frá sjötta áratugnum til þess níunda til loka nýlendustefn- unnar sem nú hefur liðið undir lok og lok kalda stríðsins þýða að Bandaríkjamenn og Sovétmenn beita ekki lengur stríðandi fylk- ingum gegn hvorum öðrum auk þess sem fjöldi herskárra einræð- isstjórna féllu þegar þær misstu kaldastríðsstuðninginn. Gareth Evans, forseti Inter- national Crisis Group og fyrrver- andi utanríkisráðherra Ástralíu, segir bestu skýringuna þó vera aðra í grein sem hann skrifaði í Los Angeles Times ekki alls fyrir löngu: mikil aukning alþjóðlegr- ar viðleitni til að hindra, stýra og leysa ágreining. Evans orðar það svo að bestu fréttirnar séu þær sem komist ekki í kvöldfréttirnar, sögur um hunda sem ekki gelta. Eða hvenær má sjá fyrirsögnina: „Stríð braust ekki út,“ á síðum dagblaðanna? Evans telur að alþjóðasamfé- lagið hafi lært af óförunum í Bosn- íu, Rúanda og Sómalíu í byrjun tíunda áratugarins. Tölur styðja þennan rökstuðning. Frá 1990 til 2002 fjölgaði diplómatískum inn- gripum Sameinuðu þjóðanna, sem ætlað var að kæfa stríð í fæðingu, sexfalt, samkvæmt Human Secu- rity Report. Og frá 1998 til 2004 tvöfaldaðist fjöldi friðargæslu- verkefna Sameinuðu þjóðanna. Þá hafa staðbundin samtök í Evrópu, Ameríku og Afríku átt sinn þátt í að hindra að staðbundin átök breiðist út. Grettistaki þarf að lyfta á stöð- um eins og Írak, Súdan og Kongó en miklu meiru hefur verið áorkað en virðist við fyrstu sýn og millj- ónir manna lifa við meira öryggi en fyrir áratug síðan. Höfundur er upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum. Heimur versnandi fer? Annað segja staðreyndir UMRÆÐAN HEIMSÁSTAND ÁRNI SNÆVARR Samkvæmt sömu skýrslu fækk- aði fjöldamorðum um 80% frá því í byrjun níunda áratugar- ins. Að sama skapi fjölgar þeim deilum sem leystar hafa verið við samningaborðið í stað vígvallarins. FÖSTUDAGUR 20. janúar 2006 27 SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoð- anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. VIÐ VITUM ÝMISLEGT UM TENNUR eftir 60 ára reynslu Þér er boðið í ókeypis tannskoðun á opnu húsi tannlæknadeildar Háskóla Íslands Deildin fagnar 60 ára afmæli laugardaginn 21. janúar Sérfræðingar á öllum sviðum tannlækninga veita góða ráð Hollar veitingar á boðstólum Kynning á tannheilsuvörum Skoðunarferð um húsnæði deildarinnar Gestir spreyta sig á að bora í plasttennur Kynning á rannsóknum og kennslu Tanntækninemar leiðbeina um tannhirðu og hollar matarvenjur Nemendur Tannsmíðaskóla Íslands sýna vinnu sína Opið hús í Læknagarði við Hringbraut kl. 13 – 15 Allir velkomnir! 60 fyrstu gestirnir eiga kost á ókeypis tannskoðunNFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.